17. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 19. nóvember 2019

17. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 þriðjudaginn 19. nóvember 2019, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Margrét Halla Lúðvíksdóttir varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

1. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 21. maí 2019 að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa uppfærða tillögu að deiliskipulagi eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Tillögurnar voru auglýstar frá og með 4. október til og með 15. nóvember 2019. Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Vegagerðinni.

Umhverfisstofnun:
Umhverfisstofnun hefur farið yfir ofangreinda tillögu og gerir ekki athugasemdir við hana.

Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.

Náttúrufræðistofnun Íslands:
Náttúrufræðistofnun hefur farið yfir deiliskipulagstillöguna og með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar, staðsetningu tengivirkisins og náttúrufari á deiliskipulagssvæðinu, jafnframt að tengivirkið er hluti af Hólasandslínu 3 og mats á umhverfisáhrifum hennar, gerir stofnunin ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Stofnunin áréttar þó að allt rask eigi að vera í lágmarki, tengivirkið lagað að landslagi eins og hægt er og allur annar frágangur verði til fyrirmyndar svo áhrif þess verði sem minnst í opnu landslagi Hólasands.

Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.

Minjastofnun:
Töluverð fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu. Á árunum 1996-2000 vann Fornleifastofnun Íslands fornleifaskráningu fyrir allar jarðari í Skútustaðahreppi. Einnig hefur Fornleifafræðistofan unnið fornleifaskráningar bæði vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara frá Akureyri að Kröflu og vegna mats á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3 á árunum 2012, 2016, 2017 og 2018. Engar fornleifar eru skráðar innan deiliskipulagssvæðisins.
Starfsmenn Minjastofnunnar fóru í vettvangsferð á svæðið og voru engar fornleifar sjáanlegar innan þess.
Á bls. 5 í greinargerð skipulagstillögu er upptalning á fornleifaskráningum sem unnar hafa verið á svæðinu, þar vantar að telja upp nýjustu skýrslu Fornleifafræðistofunnar sem gefin var út 2019 vegna breytinga á línustæðinu og minja á Hólasandi. Á blaðsíðu 9 er fjallað um 21. og 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem m.a. kemur fram að ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðvar framkvæmd án tafar og tilkynna fundinn til Minjastofnunnar Íslands.
Í ljósi þessa gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemd við deiliskipulagstillögunar.

Svar:
Umræddri skýrslu Fornleifafræðistofunnar frá 2019 verður bætt í upptalningu í deiliskipulagstillögunni.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
HNE telur mikilvægt að gera grein fyrir stærð tengivirkis og umfangi, einnig starfsmannaaðstöðu og fráveitu. Sömuleiðis þarf að áætla magn efnis sem notað verður til byggingar tengivirkis og nánari útlistun í hvaða námur efnið verður sótt. Þá þarf að koma fram hvert neysluvatn verður sótt. HNE gerir að öðru leyti ekki athugasemd við lýsingu á tengivirki á Hólasandi.

Svar:
Bætt verður við upplýsingum um umrædd atriði í greinargerð með deiliskipulagi.

Vegagerðin:
Skipulagssvæðið er utan veghelgunarsvæða og mun ekki hafa áhrif á umferð og vegi. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu.

Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki á Hólasandi verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

2. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Hinrik Geir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Uppfærð gögn bárust 14. nóvember 2019 þar sem hámarksgrunnflötur húsa á 2 lóðum er breytt, leyfð atvinnustarfsemi á 4 lóðum innan frístundabyggðarinnar og stærð minna hússins á hverri lóð má vera allt að 50m2. Einnig liggur fyrir tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi er aukin.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Birkilands sé um að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún samþykki jafnframt að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

 

3. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Lögð fram drög dags. 18. nóvember 2019 fyrir deiliskipulag í Höfða.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.

 

4. Stofnun lóðar á Hólasandi - 1911016

Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Gullsandur á Hólasandi undir svartvatnstank. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll tilskilinn gögn liggja fyrir.

 

5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir safntank á Hólasandi - 1906014

Tekið fyrir erindi þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir svartvatnstanki á Hólasandi.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð bygginaráform varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og landeigenda og leggur nefndin til við sveitarstjórn að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

6. Stofnun lóðar - Klettholt - 1911018

Tekið fyrir erindi dags. 9. nóvember 2019 frá Margréti Hallgrímsdóttur þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Klettholt í landi Voga 2 og 4. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

7. Stofnun lóðar - Vogar 3 útihús - 1911023

Hinrik Geir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi dags. 1. nóvember 2019 frá Jakobi Stefánssyni, Jóni Inga Hinrikssyni og Sólveigu Erlu Hinriksdóttur þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Vogar 3 útihús undir núverandi útihús í landi Voga 3. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

8. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Lagt fram afrit af bréfi forsætisráðuneytisins dags. 11. nóv. 2019 til Neyðarlínunnar þar sem fram kemur að ráðuneytið afturkallar fyrir sitt leyti útgefið leyfi til Neyðarlínunnar ohf. fyrir framkvæmdum við heimarafstöð við Drekagil nærri Öskju á grundvelli laga nr. 58/1998.

 

9. Ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Fljótdalshéraðs - 1911020

Tekið fyrir erindi frá Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna áforma um uppbyggingu ferðaþjónustu að Grund í Jökuldal.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs né tillögu að deiliskipulagi.

 

10. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi fóru yfir stöðu mála vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps.

 

11. Leiðbeiningarit fyrir sveitarfélög - Umhverfisstofnun - 1911019

Lagt fram til kynningar nýtt leiðbeiningarit fyrir sveitarfélög sem Umhverfisstofnun hefur gefið út. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar hér: https://ust.is/nattura/handbaekur/

 

12. Reglur um skráningu fornleifa - 1910024

Lagðar fram til kynningar nýjar reglur frá Minjastofnun um skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja vegna gerðar aðalskipulags, deiliskipulags og vegna útgáfu leyfa til framkvæmda.

 

13. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu verkefni þeirra.

 

Fundi slitið kl. 15:06.

 

 

 

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur