28. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 13. nóvember 2019

28. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi máli yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1910038 - Fasteignagjöld: Álagningareglur 2020
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 2 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

Dagskrá:

1. Rekstraryfirlit: Janúar-september 2019 - 1911010

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til september 2019. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

2. Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2020 - 1910038

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2020 lögð fram:
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.
Holræsagjald 0,225% af fasteignamati.
Lóðaleiga kr. 10,50 á m2.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 verði 10, sá fyrsti 1. mars 2020. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 verði 1. maí 2020.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að 5.410.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 7.546.950 kr.
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.410.001 til 6.221.500 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.546.951 til 8.385.500 kr.
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 6.221.501 til 7.227.760 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 8.385.501 til 8.926.500 kr.
Miðað er við tekjuárið 2018.

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða:
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.

Sveitarstjórn samþykkir álagningarreglur fasteignagjalda samhljóða.

3. Þjónustugjaldskrá 2020 - 1910037

Tillaga að þjónustugjaldskrám Skútustaðahrepps fyrir árið 2020 lögð fram. Lagt er til að engar hækkanir verði á almennum gjaldskrám sveitarfélagsins í A-hluta sveitarsjóðs eins og leikskólagjöldum, gjaldskrám tónlistarskólans, heimaþjónustu eldri borgara, bókasafns, Skjólbrekku, hunda- og kattahalds og íþróttamiðstöðvar sem jafnframt hefur verið breytt lítillega. Jafnframt verði áfram ókeypis skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskólabörn, ókeypis frístund og ritföng eins og á síðasta ári. Ákvörðunin er liður í því að ná markmiðum lífskjarasamnings stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins en þar var miðað við að gjaldskrár hækkuðum að hámarki um 2,5%. Eina gjaldskrá A-hlutans sem lagt er til að verði hækkuð er sorphirðugjaldið um 2,5% vegna aukins kostnaðar. Gjaldskrár B-hluta eru flestar óbreyttar en sumar taka mið af vísitöluhækkunum.
Gildistaka 1. janúar 2020, nema annað sé tekið fram:

Leikskólagjöld
Tímagjald pr. mánaðarklst. kr. 3.472
Tímagjald, einstæðir foreldrar (25% afsl) kr. 2.604
Afsláttarreglur
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. og 4. barn 75%
Afsláttur er veittur af því gjaldi sem lægra er, ef um mislanga vistun er að ræða.
Sumarlokun leikskólans er 5 vikur. Reynt er að miða við að leikskólinn opni að nýju eftir verslunarmannahelgi.
Heimiluð er gjaldfrjáls 2-4 vikna samfelld frítaka utan lokunartíma einu sinni á almanaksárinu. Umsóknir um gjaldfría frítöku berist leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku.
Fyrir þá nemendur sem útskrifast að vori en þurfa á vistun að halda eftir sumarlokun, þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi vistun til leikskólastjóra með 4 vikna fyrirvara.
Ef barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur er lagt á 500 kr. gjald pr. tilvik.
Ef um langtímaveikindi er að ræða (4 vikur eða lengur) er hægt að sækja um niðurfellingu dvalargjalds gegn framvísun læknisvottorðs.

Fæðiskostnaður í mötuneyti grunnskóla og leikskóla
0 kr.

Frístund grunnskóla:
0 kr.

Tónlistarskólagjöld
60 mín. á viku 26.419 kr.
40 mín. á viku 22.459 kr.
35 mín. á viku 20.882 kr.
30 mín. á viku 17.184 kr.
Hópkennsla 2-4 nemendur saman 10.069 kr. pr. önn.
Fullorðnir greiða 20% álag.
Hljóðfæraleiga 4.697 pr. önn.
Fjölskylduafsláttur:
2. meðl. fjölskyldu fær 20% afslátt.
3. meðl. fjölskyldu fær 40% afslátt.
4. meðl. fjölskyldu fær 60% afslátt.
Ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu.
Gjaldskráin miðast við hverja önn. Nemendur greiða skólagjöld í upphafi hverrar annar. Hætti nemendur námi verður ekki um endurgreiðslur skólagjalda að ræða nema til komi veikindi eða aðrar sérstakar ástæður.
Kennsla fellur niður á starfsdögum Reykjahlíðarskóla.

Íþróttahús
Stakt gjald fullorðinna, þreksalur 1.320 kr.
10 miða kort, fullorðnir, þreksalur 9.300 kr.
* 5 vikna kort, þreksalur 7.100 kr.
* 3ja mánaða kort, þreksalur 16.400 kr.
* Ekki hægt að leggja kort inn til geymslu
Árskort, líkamsrækt, einstaklingur 35.000 kr.
Árskort, líkamsrækt, hjón 54.650 kr.
Íþróttasalur, 1 skipti 600 kr.
Íþróttasalur, 10 miða kort 4.600 kr.
Íþróttasalur, 30 miða kort 11.500 kr.
Íþróttasalur, leiga í 1 klst 7.000 kr. mánudaga-föstudaga en 8.500 kr. laugardaga og sunnudaga.
Lykilkort 3.000 kr. (2.000 kr. fást endurgreiddar þegar korti er skilað).
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að loka íþróttamiðstöð í allt að 1/2 mánuð árlega til viðgerða án þess að til endurgreiðslu eða afsláttar á árskortum komi.
Ókeypis aðgangur fyrir 65 ára og eldri.

Bókasafn
Ársskírteini 1.850 kr.
Einskiptis greiðsla (allt að 5 bækur) 270 kr.

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 45.228 kr.
Sumarhús 22.614 kr.
Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 20.492 kr.
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili 9.148 kr.
ATH! Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári

Gjöld rekstraraðila:
Fyrir áætlað lágmarks magn allt að 100 kg. eða 1,5 m3 skal greiða í móttöku og flutningsgjald kr. 4.391 og í urðunargjald kr. 4.757 eða samtals kr. 9.148.
Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals í móttöku og flutningsgjald 41,14 kr. og 48,87 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist 4.415 kr. fyrir móttöku og flutningsgjald og 4.748 kr. í urðunargjald.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

Félagsleg heimaþjónusta
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund 2.700 kr.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir kr./klst.
Allt að 310.800 kr/mán.
Á bilinu 310.800 - 414.399 kr/mán. 901
Á bilinu 414.399 - 517.999 kr/mán. 1.389
Yfir 517.999 kr/mán. 2.700
Tekjumörk hjóna:
Allt að 494.366 kr/mán. 0
Frá 494.366 - 558.599 kr/mán. 900
Frá 558.599 - 662.093 kr/mán. 1.350
Yfir 662.093 kr. mán. 2.700
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr einn er kr. 310.800 pr. mánuð.
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr ekki einn er kr. 247.183 pr. mánuð.
Hunda- og kattahald
Skráningagjald fyrir hund 2.992 kr.
Skráningagjald fyrir kött 2.992 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í fyrsta sinn 5.463 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í annað sinn 10.926 kr.

Skjólbrekka (verð með vsk)
1. Fundir
Minni salur 10.000 kr.
Stóri salur 33.660 kr.
2. Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 39.780 kr.
Stóri salur 66.300 kr.
Allt húsið 102.000 kr.
3. Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 51.000 kr.
4. Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
10% af veltu eða að lágmarki:
Minni salur 25.500 kr.
Stóri salur 35.700 kr.
Allt húsið 51.000 kr.
Staðfestingargjald kr. 24.378

5. Þorrablót, árshátíðir, dansleikir, viðburðir með áfengisveitingum o.fl. Allt húsið (skemmtanaleyfi III innifalið):
Allt húsið 161.160 kr. Þrif á eigin ábyrgð
Allt húsið 199.000 kr. Þrif innifalin
Staðfestingargjald 40.086 kr.
Þrif eru innifain í leiguverði í flokki 1-4 en valkvætt í flokki 5.
Stefgjöld og dyravarsla eru ekki innifalin í leiguverði þegar við á.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárnar samhljóða.

4. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - Seinni umræða - 1908002

Síðari umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2020-2023.

Greinargerð sveitarstjóra:
Síðustu ár hefur orðið talsverður viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins til hins betra sem hefur endurspeglað mikla uppbyggingu. Í ár var m.a. byggður nýr glæsilegur leikskóli og þrjár nýjar íbúðir keyptar, farið í gatnagerðarframkvæmdir, aðgerðir samkvæmt umferðaröryggisáætlun auk ýmissa annarra framkvæmda, án þess að taka taka lán. Þá hefur sveitarfélagið haldið utan um byggingu safntanks á Hólasandi vegna nýrrar fráveitulausnar með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu.
Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2020-2023 endurspeglar áframhaldandi viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins til hins betra og ber þess merki að áframhaldandi uppbygging er fram undan. Hins vegar ber að hafa í huga ákveðna óvissu þegar kemur að þróun í ferðaþjónustu sem er langstærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu.

Forgangsverkefni næsta árs eru stór og smá viðhaldsverkefni, gatnagerðarframkvæmdir og aukin þjónusta sveitarfélagsins þar sem markmiðð er að auka hamingju íbúanna.
Áfram verið komið sérstaklega til móts við tvo hópa, þ.e. fjölskyldufólk og eldri borgara:
- Fjölskyldufólki með því að bjóða áfram upp á ókeypis skólamáltíðir í grunnskóla og leikskóla, ókeypis frístund og ritföng.
- Eldri borgurum með því að lækka fasteignagjöld verulega annað árið í röð. Í flestum tilfellum falla fasteignagjöld þeirra alveg niður því tekjuviðmið til niðurfellingar og afsláttar hækka verulega annað árið í röð.

Á 27. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 23. október 2019, var fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2020 tekin til fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn 13. nóvember 2019. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2021-2023.
Fjárhagsáætlunin er unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 24. fundi þann 28. ágúst 2019 en þau eru:
Til viðbótar við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu og skuldareglu, sbr. 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011, hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps sett sér eftirfarandi rekstrarleg markmið fyrir fjárhagsáætlun 2020-2023:
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Skútustaðahrepps. Sem þýðir þá að rekstrarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi
Lóðaleiga 10,50 pr. ferm
Almennar gjaldskrár: Almennt engin hækkun í A-hluta nema að sorphirðugjöld hækka um 2,5%.
Íbúafjöldi 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
1. des. 432 493 504 514 524 534 544 554
Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2020 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs.
Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra, fastanefndum auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda.
Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A-og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili.
Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) eru áætlaðar 602,2 m.kr. á næsta ári, þar af nemi tekjur A-hluta 559,0 m.kr. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 544,5 m.kr., þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 521,4 m.kr. Fjármagnsliðir nettó, þ.e fjármagnstekjur nemi 1,6 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um 59,3 m.kr., þar af verði rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 39,4 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 110,4 m.kr. sem verður nýtt til fjárfestinga/framkvæmda. Handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 108,8 m.kr. Veltufjárhlutfall er 1,37 og eiginfjárhlutfall 0,83. Sveitarfélagið greiðir engin langtímalán. Framlegðarhlutfall A og B hluta er áætlað 16,1%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu.

Fjárfestingaáætlun 2020:
Helstu framkvæmdir næsta árs verða stórar viðhaldsframkvæmdir við íþróttahús og grunnskóla, malbikunarframkvæmdir í Klappahrauni, breytt aðkoma að skólum og íþróttamiðstöð, breyting á fráveitu í Skjólbrekku, mótframlag vegna annars áfanga við gerð göngu- og hjólreiðastígs, endurnýjun stofnlagna hitaveitu á Skútustöðum, ledvæðing ljósastaura, stækkun leikskólalóðar, breyting á aðkomu við grunnskóla og íþróttamiðstöð, fráveituverkefni, verkefni sem komu eftir ábendingar frá íbúum í gegnum samráðsgátt eins og leiktæki við Skjólbrekku, gerð göngustígs frá Helluhrauni að Kjörbúð o.fl.

Annað:
- Ráðinn verður fjölmenningarfulltrúi í 20% starf í samstarfi við Þingeyjarsveit og Norðurþing.
- Áframhaldandi þróun Hamingjuverkefnisins með sértækari aðgerðum.
- Ókeypis skólamáltíðir í leik- og grunnskóla.
- Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng.
- Áfram verður boðið upp á upp á ókeypis akstur í félagsstarf eldri borgara.
- Unnið að verkefni í moltugerð.
- Börn til 16 ára aldurs fá ókeypis í sund á Laugum.
- Skipulagðar rútuferðir í sundlaugina á Laugum einu sinni í mánuði.
- Gerð nýs aðalskipulags.
- Deiliskipulagsvinna við Skjólbrekku.
- Reykjahlíðarskóli verður áfram tölvuvæddur ofl.
- Greining á möguleikum til útvíkkunar hitaveitunnar.
- Unnið verður eftir Lýðheilsustefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir menningarstefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir skólastefnu sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir Mannauðsstefnu sveitafélagsins.
- Unnið verður Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
- Unnið verður eftir Persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.

Óvissuþættir:
- Samningaviðræður við landeigendur vegna hitaveitumála.
- Kjarasamningar hjá flestum stéttarfélögum lausir.
- Þróun ferðaþjónustunnar.

Fjárhagsáætlun 2021-2023:
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að halda áfram átaki í viðhaldi og uppbyggingu innviða sveitarfélagsins. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fjárfestingar og viðhald og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.

Mývatnssveit 11. nóvember 2019
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2020-2023.

5. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2019 - seinni úthlutun - 1911004

Dagbjört vék af fundi vegna vanhæfis og Friðrik Jakobsson varamaður tók sæti hennar.
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Fjórar umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir: Starri í Garði - menningardagskrá í tilefni aldarafmælis. Sótt um 150.000 kr.
Umsókn 2 - Haraldur Bóasson f.h. Karlakórsins Hreims: Kóramót í Póllandi. Sótt um 100.000 kr.
Umsókn 3 - Soffía Kristín Jónsdóttir f.h. Lake Mývatn Concert series. Sótt um 600.000 kr.
Umsókn 4 - Laufey Sigurðardóttir f.h. Músíkur í Mývatnssveit. Sótt um 300.000 kr.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 150.000 kr., umsókn nr. 3 um 250.000 kr. og umsókn nr. 4 um 200.000 kr. Jafnframt leggi sveitarfélagið til aðstöðu í Skjólbrekku fyrir viðburðina sem tengjast umsóknunum.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu velferðar- og menningarmálanefndar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn umsókn um menningarstyrk frá Menningarfélaginu Gjallanda um að sveitarfélagið leggi til aðstöðu í Skjólbrekku fyrir 12 menningarviðburði á næsta ári.

6. Staða fráveitumála - 1701019

Friðrik vék af fundi og Dagbjört tók sæti sitt á ný.
Lagt fram minnisblað frá stöðufundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum Eflu verkfræðistofu, Húsheildar ehf, Landgræðslunni, verkeftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu dags. 29. okt. 2019 vegna byggingu safntanks á Hólasandi. Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun en nokkrir verkþættir munu frestast til næsta árs.

7. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Lagt fram afrit af bréfi forsætisráðuneytisins dags. 11. nóv. 2019 til Neyðarlínunnar þar sem fram kemur að ráðuneytið afturkallar fyrir sitt leyti útgefið leyfi til Neyðarlínunnar ohf. fyrir framkvæmdum við heimarafstöð við Drekagil nærri Öskju á grundvelli laga nr. 58/1998. Forsætisráðuneytið sendi Neyðarlínunni ohf. bréf dags. 17. okt. sl. þar sem gefinn var kostur á að andmæla fyrirhugaðri ákvörðun ráðuneytisins um afturköllum á útgefnum leyfi til nýtingar á vatni úr Drekagili. Engin svör bárust frá Neyðarlínunni innan þess frest sem gefinn var. Í bréfi forsætisráðuneytisins segir jafnframt að Neyðarlínunni ohf. er gert að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun með verkinu, sem og sækja um nýtt leyfi til ráðuneytisins, eftir að nýtt framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps liggur fyrir.

8. Umsögn um drög að samgönguáætlun og aðgerðaáætlun - 1910041

Lögð fram umsögn Skútustaðahrepps um drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024. Umsögnin var send inn í samráðsgátt stjórnvalda 31. okt. s.l.

"Vísað er til máls nr. 257/2019 í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem óskað er eftir umsögn um drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.
Drögin eru í hróplegu ósamræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þess efnis að opna nýja gátt inn í landið. Orðrétt segir í stjórnmálasáttmálanum: „Huga þarf að möguleikum til að opna fleiri hlið inn til landsins og fjölga þannig þeim svæðum sem geta notið góðs af ferðaþjónustu.“
Því vekur furðu að ekki skuli vera ráðstafað einni einustu krónu til framkvæmda á Akureyrarflugvelli til næstu fimm ára. Umsvif Akureyrarflugvallar eru sífellt að aukast. Alþjóðleg flugumferð um Akureyrarflugvöll jókst um 70% á árinu 2018. Í ágúst 2019 var farþegafjöldinn orðinn meiri en allt árið 2018. Útlit er fyrir að árið 2020 verði einnig gott. Voigt Travel og Superbreaks hafa flogið til Akureyrar undanfarin misseri með góðum árangri sem gefur góð fyrirheit. Hins vegar hamlar aðstöðuleysi og þrengsli í flugstöð frekari vexti. Afar mikilvægt er að byggja upp fleiri gáttir inn til landsins og allir helstu hagsmunaðailar ferðaþjónustunnar hafa margoft bent á það. Í markmiðum Samgönguáætlunar, Ferðamálastefnu og stjórnarsáttmála kemur fram að grípa þurfi til aðgerða til að jafna álag ferðamanna á landið. Í umsögn Icelandair og Félags íslenskra Atvinnuflugmanna kveður á um að ástand varaflugvalla Keflavíkur, Akureyrar, Reykjavíkur og Egilsstaða, sé með öllu óboðlegt og að ekkert pláss sé fyrir flugvélar á Akureyri eða Egilsstöðum þegar Keflavíkurflugvöllur loki. Á hverjum degi eru á bilinu 60-80 flugvélar í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á varaflugvelli, eins og kom nú síðast í ljós í þessari viku. Flestum flugtæknilegum hindrunum hefur verið rutt úr vegi.
En kjarni málsins er að annars vegra þarf að byggja nýja flugstöð á Akureyrarfluggi sem áætlað er að kosti á bilinu 6-800 m.kr. að mati Isavia en KEA hefur boðist til að reisa flugstöð Á Akureyri og leigja hana Isavia. Hins vegar að stækka þarf flughlaðið til að efla þjónustu. Ýmsir hafa bent á að þessi þörf fyrir aðgerðir á Akurerarflugvelli er til komin vegna þess að millilandaflug um Akureyri er að byggjast upp á markaðslegum forsendum.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir umsögn Markaðsstofu Norðurlands og mótmælir harðlega fjársvelti til flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Akureyrarflugvöllur fær aðeins 5,9 % af framlögum til viðhalds á alþjóðaflugvöllunum þremur utan Keflavíkurflugvallar. Skútustaðahreppur gerir þá kröfu að haldið verði áfram með þróun á Akureyrarflugvelli sem alþjóðaflugvelli og farið verði í heilstæða uppbyggingu þannig að hann uppfylli þær þarfir sem alþjóðaflugvelli ber að gera og mögulegt sé að byggja þar upp aukið millilandaflug.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að framlög til framkvæmda í vegakerfinu á Norðursvæði er lang minnst fyrir hlutfallslega stærð landshlutans. Sætir furðu að jafn stór landshluti og Norðurland í heild sinni, með eins stóran hluta vegakerfisins, fái aðeins 1/10 hluta þess fjármagns sem varið er til nýframkvæmda.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ítrekar fyrri samþykktir sínar um að gera þarf verulegt átak í að lagfæra héraðsvegi um land allt, sem er í samræmi við Umferðaröryggisáætlun Skútustaðahrepps. Héraðsvegir eru flestir í mjög slæmu ásigkomulagi, í forgangi verði þeir héraðsvegir þar sem er skólaakstur. Þá er mikilvægt að stuðla að uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga allan þjóðveginn í kringum landið sem og hringinn í kringum Mývatn. Umferðaröryggi gangandi vegfarenda sé í forgangi við helstu ferðamannastaði, bæta þarf aðkomu að ferðamannastöðum frá þjóðvegi, efla vetrarþjónustu til mikilla muna og bæta merkingar.
Sveitarstjórn lýsir jafnframt yfir miklum vonbrigðum með að ekki skuli vera lögð meiri áherslu á vetrarþjónustu. Sem dæmi hyggst Vegagerðin ekki þjónusta Hólasandsveg og Dettifossveg næsta vetur. Verður að teljast með ólíkindum að um leið og búið er að leggja bundið slitlag á Hólasandsveg skuli öll vetrarþjónusta skorin niður. Hólasandsvegur gegnir einnig veigamiklu öryggishlutverki fyrir Mývetninga. Þá hefur ferðaþjónustan ítrekað kvartað yfir því að Dettifossvegur skuli ekki vera mokaður nema tvisvar sinnum á ári. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til þjónustu allt árið um kring við Dettifossveg og aðra ferðaþjónustusegla. Sú þjónusta verður enn mikilvægari þegar búið verður að klára veginn frá Dettifossi og að Ásbyrgi. Ekki verður við það unað að sá vegur verði ekki mokaður yfir vetrartímann, enda sú framkvæmd til þess gerð að tryggja og efla samgöngur um Norðurland allan ársins hring. Þá mótmælir sveitarstjórn því einnig að Víkurskarð verður ekkert þjónustað í vetur sem hefur í för með sér að íbúar svæðisins eru nauðbeygðir til að fara í Vaðlaheiðagöng gegn gjaldi. Jafnframt mótmælir sveitarstjórn að tíminn verður styttur sem þjóðvegur 1 verður opinn í vetrarfærð. Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur jafnframt bókað mótmæli vegna niðurskurðar á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi. Stofnunin bendir á að á svæðinu í Mývatnssveit og austur fyrir Námaskarð, er fjölfarin þjóðleið, bæði ferðafólks og vegna atvinnu. Á hverju ári verða slys á þessu svæði sem krefjast snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu, umferðaslys þar algengust. Tryggja þarf fjárframlag í Samgönguáætlun til þessara nauðsynlegu grunnþátta.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps þakkar fyrir að fá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um málið og ítrekar að fá að koma áfram að ferli þessa máls."

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina samhljóða.

9. Umsögn um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 - 1910040

Lögð fram tillaga að umsögn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024:

"Sveitarstjórn fagnar metnaðarfullri Sóknaráætlun og að við gerð hennar hafi verið tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengdar við tilheyrandi heimsmarkmið. Sveitarfélagið leggur til að heimsmarkmiði 12 fái aukið vægi í sóknaráætlunni þar sem aðgerðir tengist enn fleiri undirmarkmiðum s.s. ábyrgri neyslu og framleiðslu þar sem markmiðið verði að minnka neyslu, draga úr matarsóun, minnka vistspor, innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu og að ferðaþjónusta sé í sátt við náttúru og samfélag.
Í áhersluatriðum umhverfismála kemur fram mikilvægi þess að fjárfesta í sjálfbæru svæðisskipulagi með umhverfisvernd að leiðarljósi. Sveitarstjórn tekur undir þetta. Hins vegar er ekkert minnst á mikilvægi aðalskipulags í þessu samhengi sem er hin stóra stefnumótun hvers sveitarfélagsins fyrir sig og mikilvægt að tilgreina aðalskipulagið sérstaklega."

Sveitarstjórn samþykkir umsögnina samhljóða.

10. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði - 1911011

Umsögn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Umsögnin var send inn í Samráðsgáttina 11.11.2019.

"Ekki verður annað séð en að með frumvarpinu sé opnað á það að embættum sýslumanna verði enn fækkað án þess að færð séu sérstök rök fyrir þörfinni þar að lútandi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetur til þess að litið sé til byggðasjónarmiða og að embætti sýslumanna á landsbyggðinni verði efld og þeim tryggt nægilegt fjármagn til að standa undir þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau sinna."

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina samhljóða.

11. Endurskipulagning landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 1910036

Stýrihópur um endurskipulagningu landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur lagt fram sínar tillögur í samræmi við ákvörðun auka aðalfundar Eyþings og stjórna AFE og AÞ. Tillögurnar verða bornar upp samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar Eyþings föstudaginn 15. nóvember og aukaaðalfunda AFE og AÞ í kjölfarið.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps styður fram komnar tillögur.

12. J.Jónsson ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1910021

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6. apríl 2018 þar sem Arnór Jónsson f.h. J. Jónssonar ehf. sækir um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, gististaður án veitinga, í Birkilandi 1 a-b.

Sveitarstjórn veitir neikvæða umsögn þar sem Birkiland 1 a-b er innan frístundabyggðar og óheimilt að skrá þar atvinnuhúsnæði sbr. 2. gr. reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

13. Samband ísl. sveitarfélaga - Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga - 1911002

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. okt. 2019 þar sem sveitarfélög sem ekki hafa gert það eru hvött til þess að setja sér jafnréttisáætlanir.
Sveitarstjórn tekur undir bókun velferðar- og menningarmálanefndar sem vekur athygli á því að fram kemur í bréfinu að Skútustaðahreppur er eitt 19 sveitarfélaga sem hafa skilað fullgildum jafnréttisáætlunum sem Jafnréttisstofa hefur samþykkt. Er þetta fagnaðarefni. Þá er unnið að Jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

14. Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N - 1703025

Lagt fram erindi Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. Í erindinu kemur meðal annars fram að sveitarfélög á Norðurlandi hafi um árabil stutt við starf flugklasans með sérstökum fjárframlögum. Óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna áfram starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár, frá 2020. Er upphæðin óbreytt frá núgildandi samningi sem rennur út um næstu áramót.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða en hann er inni á fjárhagsáætlun næsta árs.

15. Vatnajökulsþjóðgarður - Tilnefning í svæðisráð - 1910015

Lagt fram bréf dags. 10.10.2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði

Sveitarstjórn hefur þegar tilnefnt Anton Freyr Birgisson sem aðalmann en tilnefnir jafnframt Selmu Ásmundsdóttur sem varamann.

16. Rarik - Götulýsingakerfi í Reykjahlíð - 1904047

Lagt fram bréf frá RARIK um viðræður við Skútustaðahrepp um yfirtöku á götulýsingarkerfinu í Reykjahlíð. Málið var áður á dagskrá 19. fundar sveitarstjórnar 8.5.2019. Í gögnum RARIK kemur fram að halda hefur þurft götulýsingunni utan við hefðbundinn rekstur og utan við tekjuuppgjör gagnvart Orkustofnun skv. núverandi lögum, en ekki er gert ráð fyrir að slíkur rekstur sé á höndum dreifiveitunnar. RARIK er eina dreifiveitan sem enn er í þeirri stöðu að eiga og reka götuljós. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá 2011 en Vegagerðin hefur þegar tekið yfir ljósastaura á þjóðvegum. Til stóð að hækka verðskrána 1.júlí s.l. til að koma til móts við taprekstur sem hefur verið á götulýsingunni hjá hjá RARIK. Núverandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu er 11,71 kr/kWh án vsk (13,90 kr/kWh m/vsk). Stjórn RARIK samþykkti verðhækkun upp í 15 kr/kWh án vsk. Vegna ágætra undirtekta sveitarfélaganna ákvað stjórn RARIK að fresta hækkun í þeirri von að hægt sé að ljúka samningum við sveitarfélögin á þessu ári. Talið er að með þessu fái sveitarfélög betri stjórn á þessum útgjaldaflokki og haldi markvissara utan um viðhald/framkvæmdir skv. þörfum sveitarfélagsins. Með yfirtöku sveitarfélagsins á tæplega 100 ljósastaurum hverfur jafnframt viðhaldsgjaldið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Rarik.
Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir fyrsta áfanga í innleiðingu á LED lýsingu ljósastaura sem lækkar rekstrarkostnað.

17. Stígamót - Fjárbeiðni fyrir 2020 - 1910039

Lögð fram beiðni um styrk frá Stígamótum fyrir næsta starfsár, 2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 30.000 kr. styrk til Stígamóta, styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

18. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

19. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram 12. fundargerð umhverfisnefndar dags. 4. nóv 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

20. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 13. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 5. nóvember 2019. Fundargerðin er í 5 liðum. Liður 1 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 5.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

21. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 6. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 6. nóvember 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

22. Nýsköpun í norðri - Fundargerðir stýrihóps - 1911001

Lögð fram 1. fundargerð stýrihóps Nýsköpunar í norðri dags. 31.10.2019.

23. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lögð fram fundargerð 39. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 7. nóv. 2019.

24. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Lagðar fram fundargerðir 62. og 63. funda svæðisráða norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði dags. 8. og 11. október 2019.

25. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 875. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. okt. 2019.

 

Fundi slitið kl. 11:45.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur