Frá og með 8. nóvember n.k. var hægt að sækja um byggingarleyfi með rafrænum hætti í Skútustaðahreppi.
Umsækjendur þurfa að skrá sig inn á „Mínar síður“ á síðu Mannvirkjastofnunnar https://minarsidur.mvs.is með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Hér má finna leiðbeiningar um innskráningu og notkun á Mínum síðum.
Stefna sveitarfélagsins er að auka rafræna stjórnsýslu og minnka pappírsnotkun. Þetta skref er liður í þeirri vinnu.
Enn verður hægt að senda inn umsóknir á gamla mátann en stefnan er að fara alfarið í rafrænar umsóknir frá og með 1. janúar 2020.