13. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 5. nóvember 2019

13. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 5. nóvember 2019, kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður, Ásdís Illugadóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

DAGSKRÁ:

1. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2019 - seinni úthlutun - 1911004

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Fjórar umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir: Starri í Garði - menningardagskrá í tilefni aldarafmælis. Sótt um 150.000 kr.
Umsókn 2 - Haraldur Bóasson f.h. Karlakórsins Hreims: Kóramót í Póllandi. Sótt um 100.000 kr.
Umsókn 3 - Soffía Kristín Jónsdóttir f.h. Lake Mývatn Concert series. Sótt um 600.000 kr.
Umsókn 4 - Laufey Sigurðardóttir f.h. Músíkur í Mývatnssveit. Sótt um 300.000 kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 150.000 kr., umsókn nr. 3 um 250.000 kr. og umsókn nr. 4 um 200.000 kr. Jafnframt leggi sveitarfélagið til aðstöðu í Skjólbrekku fyrir viðburðina sem tengjast umsóknunum.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hvernig til tókst með þá menningarviðburði sem fengu styrki í vor.
Dagbjört og Ólafur Þröstur tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

2. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Hamingjuverkefni Skútustaðahrepps, dags. 1.okt. 2018, 28. jan. 2019, 19. feb. 2019, 6. maí 2019, 26. ágúst 2019, 9. sept. 2019, 24. okt. 2019 og 27. okt. 2019.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þróun verkefnisins og þau áform sem uppi eru um framhaldið.

3. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

Samið hefur verið við Arnþrúði Dagsdóttur að vera verkefnisstjóri ungmennaráðs. Undirbúningur fyrir stofnun ungmennaráðsins er hafinn.

4. Samband ísl. sveitarfélaga - Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga - 1911002

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. okt. 2019 þar sem sveitarfélög sem ekki hafa gert það eru hvött til þess að setja sér jafnréttisáætlanir.
Nefndin vekur athygli á því að fram kemur í bréfinu að Skútustaðahreppur er eitt 19 sveitarfélaga sem hafa skilað fullgildum jafnréttisáætlunum sem Jafnréttisstofa hefur samþykkt. Er þetta fagnaðarefni. Þá er unnið að Jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

5. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi rafræna skráningu bókakosts í Gegni í Bókasafni Mývatnssveitar.

Nefndin samþykkir að vera með tiltektardag í bókasafninu.

Fundi slitið kl. 16:00.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur