Stígarnir í Höfđa lagfćrđir

  • Fréttir
  • 28. október 2019

Í haust hefur verið unnið að því að lagfæra aðalstígana í Höfða en Þorlákur Páll Jónsson hjá Landgræðslunni hefur haldið utan um verkefnið af sinni alkunnu snilld, reyndur maður þar á ferð. Skipt var um efni í stígunum og sett úrvals efni sem var svo þjappað. Þá er unnið að hönnun skilta sem sett verða upp í vetur. Verkefnið er kostnað af framkvæmdasjóði ferðamannastaða ásamt mótframlagi sveitarfélagsins.

Þess má geta að unnið er að deiliskipulagi í Höfða og er sú vinna komin vel á veg og verður kynnt á næstunni.


Deildu ţessari frétt