Nýja leikskólabyggingin tekin í gagniđ – Bylting fyrir starfsemi leikskólans

  • Fréttir
  • 28. október 2019

Tímamót urðu í sögu leikskólans Yls fimmtudaginn 17. október s.l. þegar ný leikskólabygging var tekin í notkun. Framkvæmdir hófust í vor en verktakinn Húsheild ehf. skilaði leikskólanum af sér samkvæmt áætlun upp á dag. Óhætt er að segja að nýja byggingin sé bylting fyrir starfsemi leikskólans. Um er að ræða timburhús á einni hæð, byggt á

steyptri plötu, við grunnskólann. Nýbyggingin inniheldur m.a. þrjú deildarrými. Samhliða nýbyggingu var skipulagi eldri byggingar breytt þannig að þar er sérkennslu/fundarherbergi auk skrifstofu leikskólastjóra og undirbúningsherbergis.

Hreinlætisaðstaða barna er endurbætt og bætt við snyrtingu í forstofu. Hreinlætisaðstaða fyrir starfsfólk er útbúin í nýjum hluta, einnig samnýtir starfsfólk snyrtingu/fataskiptaaðstöðu í grunnskóla sem uppfyllir skilyrði algildrar hönnunar. Starfmannaaðstöðu, fatahengi og læstum munahólfum var komið fyrir í óafmörkuðu rými inn af anddyri grunnskóla. Forstofa var færð og útbúin þurrkaðstaða með skápum. Heildarstarfssvæði leikskóla er 226 ferm. auk aðgengis að snyrtingu fyrir hreyfihamlaða í grunnskólabyggingu.

Leik- og kennslurými ásamt sérkennsluaðstöðu er 107,7 ferm. Í leikskólanum er nýtt fráveitukerfi, þ.e. aðskilið svartvatn og grávatn. Heildar bygginga-kostnaður var áætlaður 50 m.kr. auk kostnaðar við fráveitukerfi, aukakostnað á eftir að taka saman en hann er aðallega vegna þess að klæða þurfti eldri hluta upp á nýtt að utan vegna skemmda sem komu í ljós og þá var frágangur á þaki flóknari á eldri byggingu en ráð var fyrir gert.

 

Mynd: Starfsfólk leikskólans Yls kvöldið fyrir opnun leikskólans. Til stóð að opna mánudaginn 21. okt. en starfsmennirnir drifu í flutningunum um leið og leikskólinn var afhentur og var tekið á móti fyrstu börnunum 18. október s.l.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 7. janúar 2020

Sorphirđudagatal 2020

Fréttir / 19. desember 2019

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 17. desember 2019

Opnunartími á gámasvćđi

Fréttir / 17. desember 2019

Velferđasjóđur Ţingeyinga

Fréttir / 16. desember 2019

Uppfćrđ Mannauđsstefna samţykkt

Fréttir / 16. desember 2019

Álestur á hitaveitumćlum fyrir 2019

Fréttir / 10. desember 2019

Sćkjum um í Loftslagssjóđ

Fréttir / 4. desember 2019

Jólagleđi í miđbćnum

Fréttir / 26. nóvember 2019

Starri í Garđi - Aldarafmćli

Fréttir / 26. nóvember 2019

Jólaúthlutun Velferđasjóđs Ţingeyinga 2019