Félagsstarf eldri borgara hafiđ – Ásta Price međ diploma í heilsueflingu eldri borgara

  • Fréttir
  • 28. október 2019

Ásta Price forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og umsjónarmaður íþróttatíma eldri borgara, útskrifaðist með láði nú í vikunni úr fjarnámi frá ISSA í Bandaríkjunum með diploma í heilsueflingu eldri borgara, á ensku; „ISSA Certified Specialist in Senior Fitness Examination.” Eldri Mývetningar hafa notið góðs af þessu námi Ástu því þeir hafa verið hálfgerð tilraunadýr undanfarin misseri. Mikil ánægja hefur ríkt á meðal eldri borgara með íþróttatímana hjá Ástu en þeir eru tvisvar í viku, á mánudögum kl. 9 og á miðvikudögum kl. 11.50. Ásta fékk frábæra umsögn frá ISSA. Innilega til hamingju Ásta! 

Starf eldri borgara er með hefðbundnum hætti en fer fram í íþróttamiðstöðinni. Þar fer vel um fólkið í bjartri og rúmgóðri stofu. 

Áfram verður boðið upp á akstur í samverustundina á miðvikudögum á vegum sveitarfélagsins og er eldri borgurum að kostnaðarlausu.

Mynd: Ásta Price og Þórdís Jónsdóttir sem sjá um félagsstarf eldri borgara. Með þeim á myndinni eru Ásdís Illugadóttir og Hjörleifur Sigurðsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. nóvember 2019

Dagskrá 29. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 6. nóvember 2019

Dagskrá 28. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 30. október 2019

ENDURNÝTINGAMARKAĐUR - FLEAMARKET

Fréttir / 28. október 2019

Stígarnir í Höfđa lagfćrđir

Fréttir / 16. október 2019

Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps

Fréttir / 16. október 2019

Slćgjufundur og Slćgjuball 2019

Fréttir / 14. október 2019

Lokađ fyrir hitaveitu í dag fram eftir degi

Fréttir / 2. október 2019

Dagskrá 26. fundar sveitarstjórnar