Hjördís fékk Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2019

 • Fréttir
 • 28. október 2019

Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps voru veitt í fjórða sinn á slægjufundi. Sex tilnefningar höfðu borist. Að fengnu áliti umhverfisnefndar sem fékk það vandaverk að rýna mjög frambærilegar tilnefningar, var það niðurstaða sveitarstjórnar að veita verðlaunin Hjördísi Finnbogadóttur, sem hefur veitt umhverfismálum í sveitinni innblástur með miklum eldmóði og öflugu starfi við að uppræta og hefta útbreiðslu framandi og ágengra plantna.

Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps 2019 hlaut Hjördís Finnbogadóttir. Hjördís er afar læs á náttúruna, þar á meðal fugla og plöntur og hefur mjög skarpa yfirsýn á útbreiðslu lúpínu og kerfils og þróun hennar á milli ára. Hjördís hefur unnið ómælt starf í sjálfboðavinnu, við að greina áskoranirnar og hreinlega framkvæma, ýmist ein og sér á vappi eða með Fjöreggi og ýmsum fleiri hópum sjálfboðaliða. Þá átti framlag Hjördísar undanfarin ár drjúgan þátt í vitundarvakningu sem leiddi til stofnunar starfshóps um heftingu á útbreiðslu framandi og ágengra tegunda sem nú starfar á vegum Skútustaðahrepps í samvinnu við Fjöregg, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna og RAMÝ, en starfsemi hópsins hefur vakið athygli á landsvísu. Skútustaðahreppur þakkar Hjördísi fyrir frábært framlag, en sem viðurkenningu voru henni færð viðurkeninng í formi skjaldar Umhverfisverðlauna en „blómvöndurinn“ að þessu sinni var íslenskt grænmeti, að svo miklu leyti úr Þingeyjarsýslum sem frekarst var unnt.

Auk Hjördísar voru fimm aðilar tilnefndir. Þeim er að sama skapi þakkað sín verðugu verk, óskað til hamingju með tilnefninguna og hvattir til áframhaldandi góðra verka.

 • Bessi Brynjarsson. Tilnefndur fyrir lystigarðinn í Lynghrauni 7, þar eru margir tugir plöntutegunda og fjöldi rósa. Auk þess hefur Bessi undanfarin ár sinnt svæðinu á milli Lynghrauns og Skútahrauns, með grisjun og hleðslu eldstæðis í lautinni við Lynghraun 7.
 • Linda Björk Árnadóttir. Tilnefnd fyrir verkefnið „Fótspor til framtíðar“, sem er framsækið umhverfis- og sjálfbærniverkefni á breiðum grunni, sem verður gaman að sjá þróast áfram og fá tækifæri til að taka þátt í.
 • Lovísa Gestsdóttir og Hólmgeir Hallgrímsson. Tilnefnd fyrir einstaklega fallega lóð og frágang í kring um húsið þeirra í Álftagerði, sem gleður svo sannarlega augu vegfarenda, sem er mjög ánægjulegt svo nærri vegi þar sem margir keyra hjá.
 • Sigfús Illugason. Tilnefndur fyrir fallegan frágang á tjaldstæði og snyrtimennsku á Bjargi.
 • Þorlákur Páll Jónsson. Tilnefndur ásamt Landgræðslunni fyrir markvisst starf sl. áratug að því að gera Dimmuborgir aðgengilegar með malbikuðum gangstígum og bílastæðum og hlutast til um að gerð var vönduð salernis- og veitingaaðstaða fyrir gesti svæðisins. Þess utan eru afnot að svæðinu ókeypis, sem kemur vel fram á aðsókn en hefur samt á engan hátt komið niður á ástandi svæðisins sem hvergi sýnir minnstu merki um ágang eða að komið sé að þolmörkum. Þorlákur fær tilnefninguna fyrir framúrskarandi snyrtileg og nosturssöm vinnubrögð í krefjandi verkefni í viðkvæmu umhverfi Dimmuborga. Auk Láka, voru fyrir þetta verkefni tilnefndir Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri og Stefán Skaftason héraðsfulltrúi sem settu verkefnið af stað, öfluðu fjár og stýrðu.

Skútustaðahreppur og umhverifsnefnd óska áðurnefndum innilega til hamingju, með ósk um áframhaldandi gott gengi við að sinna umhverfismálum á stórum og smáum skala í sveitinni okkar.

 

Mynd: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður umhverfisnefndar, Hjördís Finnbogadóttir og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020