27. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 23. október 2019

27. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 23. október 2019, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

1. Fjárhagsáætlun 2020 - Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars - 1910017

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2020, þ.e. 14,52%.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2020-2023.
Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 13. nóvember næstkomandi.

Samþykkt samhljóða.

3. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi afturköllun á framkvæmdaleyfi Neyðarlínunnar í Drekagili.

4. Landeigendur Reykjahlíðar ehf: Málefni hitaveitu - 1802002

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi vegna vanhæfis. Alma Dröfn Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson varamenn tóku sæti þeirra. Sigurður Guðni Böðvarsson varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjóri og varaoddviti fóru yfir stöðu mála.

5. Landeigendafélag Voga - Málefni hitaveitu - 1712010

Friðrik og Alma véku af fundi og Helgi og Elísabet komu inn á fundinn að nýju. Helgi tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjóri og varaoddviti fóru yfir stöðu mála.

6. Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar - 1908003

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi vegna vanhæfis. Alma Dröfn Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson varamenn komu inn á fundinn undir þessum lið. Sigurður Guðni Böðvarsson varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Umhverfisstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Í 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar umhverfisnefndar Skútustaðahrepps og náttúruverndarnefndar Þingeyinga til umfjöllunar áður en sveitarstjórn veitir endanlega umsögn.

Umsögn umhverfisnefndar Skútustaðahrepps, bókun frá 11. fundi nefndarinnar 8. okt. 2019:
„Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps telur það skýlausa hagsmuni Gjástykkis sem náttúruundurs að það fái vernd gegn röskun. Umrædd friðun gagnvart takmörkun orkuvinnslu meiri en 50 MW er að mati nefndarinnar engan vegin fullnægjandi. Röskun sem þegar hefur farið fram á nálægum jarðhitasvæðum er veruleg og rannsóknir gefið til kynna að orkugeymirinn sé minni en áður var talið. Ef vel ætti að vera og hagsmunir framtíðarinnar hafðir að leiðarljósi, þyrfti friðlýsing að ná yfir alla orkuvinnslu. Til að koma megi í veg fyrir rask vegna umferðar, leggur umhverfisnefnd áherslu á öflugar stýringar og landvörslu. Vart þarf að taka fram mikilvægi þess að friðlýsingar, skipulag og umsjón svæðisins verði unnin í góðu samtali við landeigendur.“

Umsögn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga:
„Náttúruverndarnefnd Þingeyinga fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu Gjástykkis gagnvart orkuvinnslu. Að mati nefndarinnar gengur tillagan þó ekki nægilega langt þar sem opið er fyrir orkuvinnslu upp að 50 MW, auk heimilda til yfirborðsrannsókna. Náttúruverndarnefndin telur að svæðið hafi mjög hátt verndargildi sem því sem næst óraskað svæði og í því felist mikil verðmæti til framtíðar. Í dag liggur aðeins girðingarslóði og girðing yfir nýja hraunið í Gjástykki. Í næsta nágrenni, á Þeistareykjum og Kröflu, eru hins vegar tvær háhitavirkjanir með tilheyrandi raski á landi og ásýnd lands. Aðeins lengra frá er svo háhitasvæðið í Bjarnarflagi sem þegar hefur verið virkjað og óhætt að segja að beri mannsins verkum og umgengni mikil merki. Sannarlega má því segja að nógu langt sé gengið í röskun þingeyskra háhitasvæða. Mikil óvissi ríkir um vinnanlegan jarðhita Gjástykkis og fyrirsjáanlegt er að auk mögulegrar orkuvinnslu geti yfirborðsrannsóknir valdið óásættanlegu raski á svæðinu. Náttúruverndarnefndin skorar því á landeigendur og sveitarfélög sem land eiga að Gjástykki að ná saman og hafa frumkvæði að því að ganga lengra en friðlýsingartillagan gerir.“

Umsögn stjórnar LR ehf:
„Með tölvupósti dags 25. sept s.l. er óskað eftir athugasemdum landeigenda Reykjahlíðar við tilllögu Umhverfisstofnunar að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar, háhitasvæði Gjástykkis.
Það er skemmst frá því að segja að landeigendur leggjast alfarið gegn boðaðri friðlýsingu. Erfitt er að átta sig afhverju Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra ganga fram með því friðlýsingar offorsi sem raun ber vitni og vert að minna á nýlega friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum og og 500-1000m bakka meðfram henni, í því sambandi.
Ekki er vitað til þess að nokkur virkjun sé að fara í gang í Gjástykki auk þess sem sækja þarf um virkjanaleyfi hjá undirstofnun ríkisis þannig að sé það vilji ríkisvaldsins að Gjástykki verði ekki virkjað er þeim í lófa lagið að gefa ekki út virkjanaleyfi. Því ber líka að halda til haga að Gjástykki var „handstýrt“ í verndarflokk rammaáætlunar af þáverandi umhverfisráðherra, það raðaðist ekki þar vegna þess að nefndin sem mat virkjanakosti hafi talið verndargildið svo mikilvægt.
Það hlýtur að vera eðlileg krafa að nú sé staldrað við a.m.k. þangað til það liggur fyrir með skýrum hætti af hálfu löggjafans hvernig túlka beri friðlýsingar með vísan til rammaáætlunar því eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa þingmenn ólíka sýn og skilning á það hvort friða eigi einstaka virkjanakosti eða heilu og hálfu landsvæðin eða vatnasviðin sem eru langt umfram virkjanakostinn sjálfann. Þá er ekki óeðlilegt að svo viðamiklar friðanir sem boðaðar eru með vísan til rammaáætlunar sæti mati á umhverfisáhrifum og þar með metið hversu jákvæð eða neikvæð áhrif þær hafa til framtíðar litið.
Í tillögu Ust er lagt til að hið friðlýsta svæði sé 52 km2 að stærð. Að fenginni reynslu hafa landeigendur enga ástæðu til að halda þar verð látið staðar numið og ber í því sambandi að nefna að í tillögu að friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum kynnti Ust fyrir hagsmunaaðilum að hið friðaða svæði yrði 225 þús ha. Þegar umhverfisráðherra hafði hins vegar lokið sér af var svæðið 345 þús ha. og það án þess að nokkar haldbærar skýringar fengjust á þeim mismun sem þarna kemur fram.
Þá getur það ekki verið talin eðlilegt stjórnsýsla að núverandi umhverfisráðherra hafi í sínu fyrra starfi sem formaður Landverndar kært þáverandi umhverfisráðherra fyrir að hafa ekki friðlýst 16 eða 18 svæði í Skútustaðahreppi skv. vinnuplaggi Ust. Því máli lauk fyrir héraðsdómi með frávísun þar sem Landvernd hafði ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Gjástykki er eitt af þessu svæðum og að okkar mati sýnir ráðherrann hreina og klára valdníðslu í þessum efnum.
Án þess að það sé rakið frekar að sinni þá er vert að taka það fram að ferlinu varðandi friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum er ekki lokið, það hefur verið kært til umboðsmanns Alþingis og fæst þá vonandi úr því skorið hvort farið hafi verið að lögum og eðlilegir stjórnsýsluhættir viðhafðir.
Það er einlæg ósk að sveitarstjórn Skútustaðahrepps taki undir með landeigendum Reykjahlíðar og leggist gegn friðlýsingu Gjástykkis því hér eru verulegir hagsmunir í húfi.“

Sveitarstjórn tekur undir bókanir umhverfisnefndar og Náttúruverndar Þingeyinga þess efnis að Gjástykki hafi hátt verndargildi og friðlýsing gegn orkuvinnslu sé jákvætt skref. Hins vegar er afar mikilvægt að þessi friðlýsing líkt og aðrar í verndarflokki rammaáætlunar séu gerðar í sátt við landeigendur.

7. Snjómokstur: Samningar - 1805026

Friðrik og Alma véku af fundi og Helgi og Elísabet komu inn á fundinn að nýju. Helgi tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjóri leggur til að samningur við Jón Inga ehf. um snjómokstur í Reykjahlíð frá 2016-2019 verði framlengdur til 1. júní 2020.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

8. Menningarmiðstöð Þingeyinga - Framlag - 1910019

Lagt fram bréf dags. 9. október 2019 frá stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Þingeyinga vegna framlags aðildarsveitarfélaga til MMÞ sem var ofgreitt 2018 og það sem af er ári 2019, vegna mistaka MMÞ. Þar sem rekstur MMÞ er þungur er þess farið á leit við aðildarsveitarfélögin að MMÞ fái að halda því sem ofgreitt var. Í tilfelli Skútustaðahrepps er hækkunin reyndar óveruleg vegna fólksfjölgunar en greitt er pr. íbúa.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. J.Jónsson ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1910021

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6. apríl 2018 þar sem Arnór Jónsson f.h. J. Jónssonar ehf. sækir um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, gististaður án veitinga, í Birkilandi 1 a-b.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10. Mýsköpun ehf - Framtíðaráform - 1804039

Sveitarstjóri fór yfir stöðu Mýsköpunar ehf. í framhaldi af heimsókn forsvarsmanns Mýsköpunar, dr. Hjörleifs Einarssonar, prófessors við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með stjórn Mýsköpunar ehf.

11. Heilbrigigðisstofnun Norðurlands - Vetrarþjónusta á Hólasandsvegi - 1910016

Lagt fram afrit af bréfi forstjóra, yfirlæknis og yfirmanns sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, til Vegagerðarinnar dags. 10.10.2019. Gera þeir alvarlegar athugasemdir við boðaðar breytingar Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi. Í bréfinu kemur fram að á svæðinu í Mývatnssveit og austur fyrir Námaskarð, er fjölfarin þjóðleið, bæði ferðafólks og vegna atvinnu.
Í bréfinu segir jafnframt:
„Á hverju ári verða slys á þessu svæði sem krefjast snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu, umferðaslys þar algengust. Verði slík slys í vetrartíð, skiptir tími enn meira mæli en ella vegna kælingar. Á svæðinu austan Skútustaða er fljótlegra að aka um Hólasandsveg en að fara dalina. Vegna öryggissjónarmiða mótmælum við í stjórn sjúkraflutninga HSN á Húsavík og yfirstjórn HSN fyrirhugaðri skerðingu á vetrarþjónustu og óskum eftir að snjómokstur verði ekki sjaldar en verið hefur undanfarin ár, eða tvisvar í viku, mánudaga og föstudaga.“

Sveitarstjórn tekur heils hugar undirbókun HSN enda er hún í samræmi við bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá því 28. ágúst s.l.

12. Vatnajökulsþjóðgarður - Tilnefning í svæðisráð - 1910015

Lagt fram bréf dags. 10.10.2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði

Sveitarstjórn tilnefnir Anton Freyr Birgisson sem aðalmann en frestar tilnefningu varamanns til næsta fundar.

13. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

14. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 16. fundar skipulagsnefndar dags. 15. október 2019. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1: Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015
Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi komi inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Breytingin snéri að því að leyfilegt heildarbyggingarmagn hverrar lóðar verði aukið úr 180 fermetrum í 260 fermetra og að leyfileg stærð minna húss á hverri lóð verði 50 fermetrar í stað 25 fermetra áður.
Uppfærð gögn vegna fyrirhugaðrar breytingar bárust þann 2. október 2019. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem
hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi er aukin.
Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Birkilands verði auglýst með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, í samræmi við deiliskipulagstillöguna, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Birkilands
líkt og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur skipulagsnefndar samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

15. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 12. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 8. október 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða.

16. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 11. fundar umhverfisnefndar dags. 16. október 2019.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð sveitarstjórnar undir lið 6.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

17. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram fundargerð 32. forstöðumannafundar Skútustaðahrepps dags. 22.10.2019.

18. Menningarmiðstöð Þingeyinga - Fundargerðir - 1910018

Lagðar fram fundargerðir frá stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga dags. 8.5, 2018, 28.8.2018, 27.9.2018, 8.5.2019 og 25.9.2019.

19. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1706004

Lögð fram fundargerð almannavarna Þingeyinga haldinn 15. október 2019.
Liður 2. Sameining almannavarnanefnda í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Í fundargerð segir: „Halla Bergþóra fór yfir málið og kynnti fyrir nefndinni niðurstöður fundar hjá ALMEY þar sem ákveðið var að leggja fyrir sveitarstjórnir til samþykktar þau drög að sameiningu sem samþykkt voru á fundinum. Rætt var um fyrirkomulag starfsins verði af sameiningu og fram kom að starfsmaður sameinaðrar nefndar yrði á Húsavík eins og er í dag, aðgerðarstjórnstöðvar yrðu tvær á Húsavík og Akureyri.
Halla gerði grein fyrir því að lagt hefði verið til á fundi hjá ALMEY að innheimtar yrðu kr. 190 pr. íbúa til að standa undir starfinu. Það hefði í för með sér að kostnaður Alm. Þingeyinga færi úr 2.8 milljónum á ári í um 950-1.000.000 kr. verði þetta samþykkt í sveitarstjórnum á svæðinu. Fundarmenn voru sammála um að lögreglustjóra væri falið að útbúa samskonar drög sem sveitarstjórar Alm. Þingeyinga gætu lagt fyrir sínar sveitarstjórnir. “

Lögð fram drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

20. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lögð fram 4. fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 16. október 2019.

21. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð 874. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.9.2019.

 

Fundi slitið kl. 11.30.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur