Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps

  • Fréttir
  • 16. október 2019

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt Fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins sem er mikið gleðiefni. Um fjórðungur íbúa hér í sveit eru erlendir ríkisborgarar og því skiptir okkur mjög miklu máli að bjóða þau velkomin í sveitarfélagið og eiga sem best tengsl og samstarf við þessa frábæru viðbót við mannlífið í Mývatnssveit þar sem fjölbreytileikinn blómstrar.

Fjölmenningarstefnan á sér langan aðdraganda en mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna.  Í nóvember 2018 var samþykkt í velferðar- og menningarmálanefnd að skipa stýrihóp til þess að vinna fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Í hópnum voru:

  • Verkefnastjóri: Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður Þekkinganets Þingeyinga.
  • Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar: Ólafur Þröstur Stefánsson.
  • Fulltrúi grunn- og leikskóla: Sólveig Jónsdóttir.
  • Fulltrúi nýrra íbúa: Eva Humlova.
  • Fulltrúi atvinnulífsins: Ingibjörg Björnsdóttir.
  • Einnig sat sveitarstjóri fundi nefndarinnar.

Áætlað var að nefndin myndi skila af sér stefnunni til umsagnar haustið 2019.

Í ferlinu var m.a. haldinn vel heppnaður íbúafundur þar sem aðsókn var mjög góð, stýrihópurinn fékk kynningar og fyrirlestra m.a. frá Fjölmenningar-setrinu á Ísafirði, rýndi í fjölmenningarstefnur annarra sveitarfélaga, var í góðu samstarfi við

fjölmenningarfulltrúa Norðurþings o.fl. Þegar fyrstu drög að stefnunni voru tilbúin fór hún jafnframt í opinbert umsagnarferli á meðal íbúa sveitarfélags-ins. Engar athugasemdir bárust. Fjölmenningarstefnan er uppbyggð eins og stefnumótunarplagg. Gildi sveitarfélagsins eru lögð til grundvallar, lagt er upp með leiðarljós, markmið og framtíðarsýn og tímasett og mælanleg aðgerðaráætlun.

Í inngangi Fjölmenningarstefnunnar segir m.a. að allir íbúar sveitarfélagsins skulu njóta fjölbreytts mannlífs og menningu þar sem samkennd, jafnrétti, víðsýni og gagnkvæm virðing einkennir samskipti fólks. Starfsmenn Skútustaðahrepps skulu ávallt leitast við að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins sömu þjónustu óháð þjóðerni þeirra og uppruna.

Stofnanir sveitarfélagsins geri ráð fyrir ólíkum forsendum fólks og komi til móts við sérstakar þarfir þeirra þannig að þeir geti í hvarvetna verið virkir þátttakendur. Óheimilt er að mismuna fólki vegna aldurs, kyns, uppruna, ætternis eða trúarbragða.

Aðgerðaráætluninni er skipt upp í þrjá kafla, þ.e. sá fyrsti fjallar um þjónustu sveitarfélagsins sem skal vera öllum aðgengileg, annar kaflinn fjallar um gott mannlíf og sá þriðji um skólamál.

Sveitarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkti hana samhljóða á fundi sínum í gær.

Í samræmi við nýsamþykkta Fjölmenningarstefnu varð sveitarstjórn sammála um að taka upp viðræður við sveitarstjórnir Þingeyjarsveitar og Norðurþings um sameiginlegan fjölmenningarfulltrúa og vísaði málinu í framhaldi af því til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. febrúar 2020

FJÖLSKYLDUSIRKUSKVÖLD Í SKÚTUSTAĐAHREPPI

Fréttir / 28. janúar 2020

Kćru eldri Mývetningar

Fréttir / 22. janúar 2020

Sumarstarfsmađur í íţróttamiđstöđ

Fréttir / 22. janúar 2020

Álagning fasteignagjalda 2020

Fréttir / 16. janúar 2020

Dagskrá 32. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 7. janúar 2020

Nýjar bćkur á bókasafninu

Fréttir / 7. janúar 2020

Sorphirđudagatal 2020

Fréttir / 7. janúar 2020

Félagsheimiliđ Skjólbrekka - Útleiga