Slćgjufundur og Slćgjuball 2019

  • Fréttir
  • 16. október 2019

Fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október, verður hinn árlegi Slægjufundur haldinn í Skjólbrekku. Dagskráin hefst kl. 14.30 og er glæsileg að vanda – slægjuræðan,
umhverfisverðlaun, leik- og tónlistarskólinn og sjálfur Vísinda-Villi koma þar við sögu. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara!

Allir leggja til veitingar á misjafnlega hollt en ofsalega gott veisluborð og að sjálfsögðu verður kaffi, te og djús á staðnum.
Nemendur Reykjahlíðarskóla verða með kökubasar frá 13-14.
Sjáumst á Slægjufundi og gleðjumst í góðra vina hópi
nefndin.


SLÆGJUBALLIÐ
Er þér kalt? Komdu þá og dillaðu þér!
Hinir óviðjafnanlegu strákar í Gourmet koma og halda uppi óheyrilegu stuði að kveldi laugardagsins 26. október.
Ballið hefst klukkan 23 og verður til 3.
Veigar eru á eigin ábyrgð – miðaverð 2.000 kr.
Ath. Ekki verður posi á staðnum
Takið daginn frá því þetta verður eftirminnilegt!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. nóvember 2019

Dagskrá 29. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 6. nóvember 2019

Dagskrá 28. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 30. október 2019

ENDURNÝTINGAMARKAĐUR - FLEAMARKET

Fréttir / 28. október 2019

Stígarnir í Höfđa lagfćrđir

Fréttir / 16. október 2019

Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps

Fréttir / 16. október 2019

Slćgjufundur og Slćgjuball 2019

Fréttir / 14. október 2019

Lokađ fyrir hitaveitu í dag fram eftir degi

Fréttir / 2. október 2019

Dagskrá 26. fundar sveitarstjórnar