26. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. október 2019

26. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,  9. október 2019 og hófst hann kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1910009 - Umsókn um stuðning Jöfnunarsjóðs við sameiningarviðræður
1910010 - Nýsköpun í norðri - stýrihópur
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 8 og 9 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

Dagskrá:

1. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Sveitarstjóri kynnti drög að Fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps. Í nóvember 2018 var samþykkt í nefndinni að skipa stýrihóp til þess að vinna fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Í hópnum voru:
Verkefnastjóri: Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður Þekkinganets Þingeyinga.
Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar: Ólafur Þröstur Stefánsson.
Fulltrúi grunn- og leikskóla: Sólveig Jónsdóttir.
Fulltrúi nýrra íbúa: Eva Humlova.
Fulltrúi atvinnulífsins: Ingibjörg Björnsdóttir.
Einnig sat sveitarstjóri fundi nefndarinnar.
Áætlað var að nefndin myndi skila af sér stefnunni til umsagnar haustið 2019.
Í ferlinu var m.a. haldinn vel heppnaður íbúafundur, stýrihópurinn fékk kynningar og fyrirlestra, rýndi fjölmenningarstefnur annarra sveitarfélaga o.fl. Stefnan fór jafnframt í opinbert umsagnarferli á meðal íbúa sveitarfélagsins. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkir hana samhljóða.
Í samræmi við nýsamþykkta Fjölmenningarstefnu samþykkir sveitarstjórn samhljóða að taka upp viðræður við sveitarstjórnir Þingeyjarsveitar og Norðurþings um sameiginlegan fjölmenningarfulltrúa og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

2. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

Lögð fram drög að samþykkt ungmennaráðs Skútustaðahrepps sem velferðar- og menningarmálanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:
1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
2. að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,
3. að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins,
5. að efla tengsl nemenda framhaldsskóla og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
6. að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
7. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt ungmennaráðs og felur sveitarstjóra og formanni velferðar- og menningarmálanefndar að koma verkefninu af stað. Jafnframt er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

3. Skútustaðahreppur - Jafnlaunavottun - 1909040

Lögð fram tilboð frá tveimur vottunaraðilum um vottun á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins Skútustaðahrepps á grundvelli staðalsins ÍST 85.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við iCert ehf. á grundvelli tilboðsins. Tilboðið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

4. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Í samræmi við verkefnisáætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2020-2023 eru lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætluninni, fjárfestingaáætlun og minnisblaði í kjölfar vinnufundar sveitarstjórnar 7. október s.l.
Sveitarstjórn auglýsti íbúasamráð vegna gerðar fjárhagsáætlunarinnar þar sem íbúum var boðið upp á að senda inn sínar ábendingar/tillögur í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins sem gætu stuðlað að aukinni hamingju íbúa sveitarfélagsins. Ábendingarnar gátu verið af margvíslegum toga en voru fyrst og fremst hugsaðar fyrir minni verkefni. Sveitarstjórn fagnar því hversu margar góðar ábendingar bárust og vísar þeim til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

5. Neyðarlínan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Framhald frá síðasta fundi þar sem bókað var í kjölfar eftirlitsferðar fulltrúa sveitarfélagsins vegna framkvæmda Neyðarlínunnar ohf. við heimarafstöð austan þjónustusvæðis í Drekagili, að sveitarstjórn líti málið mjög alvarlegum augum og fordæmir að sú framkvæmd sem lokið er sé í ósamræmi við útgefið framkvæmdaleyfi og gildandi deiliskipulag samkvæmt 53. gr. skipulagslaga 123/2010.
Lagt fram bréf sveitarstjóra til Neyðarlínunnar dags. 27. sept. 2019 þar sem tilkynnt er að framkvæmdir skulu stöðvaðar strax í samræmi við 2 mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ljóst þykir að þær eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018. Jafnframt var óskað eftir nánari upplýsingum frá stjórn Neyðarlínunnar um málið.
Lagt fram svarbréf Neyðarlínunnar dags. 1. okt. 2019.

Að mati sveitarstjórnar eru svör Neyðarlínunnar ohf. ófullnægjandi. Sveitarstjórn samþykkir að afturkalla útgefið framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum við heimarafstöð við Drekagil nærri Öskju. Jafnframt skal Neyðarlínan ohf. leggja fram uppfærð gögn vegna framkvæmdarinnar og sækja um nýtt framkvæmdaleyfi.
Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.

6. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þarf sveitarstjórn að taka saman lýsingu á verkefninu og kynna fyrir Skipulagsstofnun, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Alta um gerð lýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps.

7. Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna - 1910001

Lagt fram leiðbeinandi álit frá Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 1. okt. 2019 um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla.

8. Umsókn um stuðning Jöfnunarsjóðs við sameiningarviðræður - 1910009

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8. okt. 2019 vegna erindis samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahreps og Þingeyjarsveitar þar sem óskað var eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði til að mæta kostnaði vegna undirbúnings á kynningu sameiningartillögu og framkvæmd atkvæðagreiðslu á grundvelli reglna nr. 295/2003, að upphæð 29 m.kr. Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkir úthlutun framlagsins.
Þá var einnig samþykkt fjárhæð að upphæð 20 m.kr. vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri en verkefnið miðar að því að sameinað sveitarfélag verði í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar þar sem verði tekið mið af tæknibreytingum og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp innviðir sem treysta samkeppnishæfni svæðisins til lengri tíma.

9. Nýsköpun í norðri - stýrihópur - 1910010

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Arnþrúði Dagsdóttur, Pétur Snæbjörnsson og Helga Héðinsson sem fulltrúa Skútustaðahreps vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri.

10. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

11. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 12. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 1. október 2019. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liðir 1 og 4 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð sveitarstjórnar undir liðum 1 og 2.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

12. Nefnd um endurbygging sundlaugar: Fundargerðir - 1905011

Lagðar fram fundargerðir frá 5. og 6. fundi sundlaugarnefndar dags. 25. og 30. september 2019.

Vegna liðar 1 í fundargerð nr. 6 staðfestir sveitarstjórn samkomulag við fulltrúa VA arkitekta vegna sviðsmyndar 2.
Jafnframt staðfestir sveitarstjórn samkomulag við Faglausn vegna sviðsmyndar 1.

 

Fundi slitið kl. 11:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020