11. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 8. október 2019

11. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 8. október 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson varaformaður, Arna Hjörleifsdóttir aðalmaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir aðalmaður, Ingi Yngvason varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar - 1908003

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Í 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði. Ekki er gert ráð fyrir að sérstök umsjón eða landvarsla verði á þeim svæðum sem friðlýst verða með þessum hætti. Tillaga að friðlýsingu nær til svæðisins Gjástykkis. Sveitarstjórn óskaði m.a. eftir umsögn umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps telur það skýlausa hagsmuni Gjástykkis sem náttúruundurs að það fái vernd gegn röskun. Umrædd friðun gagnvart takmörkun orkuvinnslu meiri en 50 MW er að mati nefndarinnar engan vegin fullnægjandi. Röskun sem þegar hefur farið fram á nálægum jarðhitasvæðum er veruleg og rannsóknir gefið til kynna að orkugeymirinn sé minni en áður var talið. Ef vel ætti að vera og hagsmunir framtíðarinnar hafðir að leiðarljósi, þyrfti friðlýsing að ná yfir alla orkuvinnslu. Til að koma megi í veg fyrir rask vegna umferðar, leggur umhverfisnefnd áherslu á öflugar stýringar og landvörslu. Vart þarf að taka fram mikilvægi þess að friðlýsingar, skipulag og umsjón svæðisins verði unnin í góðu samtali við landeigendur.

2. Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps - 1808036

Lagðar fram tilnefningar til Umhverfisverðlauna Skútutstaðahrepps 2019 sem verða afhent á Slægjufundi. Alls bárust fimm tilnefningar.

Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 15. október 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur