12. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 2. október 2019

12. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 1. október 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Arnþrúður Dagsdóttir verkefnisstjóri stýrihóps kynnti drög að Fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps.
Í nóvember 2018 var samþykkt í nefndinni að skipa stýrihóp til þess að vinna fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Í hópnum eru: Verkefnastjóri: Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður Þekkinganets Þingeyinga. Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar: Ólafur Þröstur Stefánsson. Fulltrúi grunn- og leikskóla: Sólveig Jónsdóttir. Fulltrúi nýrra íbúa: Eva Humlova. Fulltrúi atvinnulífsins: Ingibjörg Björnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundi nefndarinnar. Áætlað var að nefndin myndi skila af sér stefnunni til umsagnar haustið 2019.
Í ferlinu var m.a. haldinn íbúafundur, stýrihópurinn fékk kynningar og fyrirlestra, rýndi fjölmenningarstefnur annarra sveitarfélaga o.fl.
Nefndin samþykkti á síðasta fundi að drög að stefnunni færu í opinbert umsagnarferli á meðal íbúa sveitarfélagsins. Engar athugasemdir bárust.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Nefndin vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

2. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2019 - seinni úthlutun – 1904051

Lögð fram drög að auglýsingu fyrir síðari úthlutun menningarstyrkja 2019:
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð).
Umsóknir skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2019.

Nefndin samþykkir auglýsinguna samhljóða.

3. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Dagbjört fór yfir stöðu Hamingjuverkefnisins. Mikið er af viðburðum þetta haustið. Unnið er að næstu könnun sem verður eftir áramót.

4. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

Lögð fram drög að samþykkt ungmennaráðs Skútustaðahrepps.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:
1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
2. að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,
3. að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins,
5. að efla tengsl nemenda framhaldsskóla og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
6. að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
7. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.

Nefndin samþykkir samþykkt ungmennaráðs samhljóða og felur sveitarstjóra og formanni að koma verkefninu af stað.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur