25. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 25. september 2019

25. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 25. september 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu: Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
9. 1711012 - Endurnýjun yfirdráttarheimildar
16. 1705024 - Brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 9 og 16 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Á fundi sveitarstjórnar 26. júní s.l. voru lögð fram drög að deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt minnisblaði frá Hornsteinum-Arkitektum ehf. vegna deiliskipulagsvinnu í Höfða. Óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnar til nokkurra atriða áður en lengra er haldið með deiliskipulagsvinnuna. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Guðni Böðvarsson og Halldór Þorlákur Sigurðsson tóku að sér að fara yfir deiliskipulags- og skýringaruppdrættina og leggja fram tillögu til sveitarstjórnar um afstöðu hennar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða og felur sveitarstjóra að senda þær til skipulagshönnuðar til frekari útfærslu.

2. Jarðböðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1909016

Erindi frá Guðmundi Birgissyni f.h. Jarðbaðanna hf dags 11. sept 2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til að bora nýja niðurrennslisholu við Jarðböðin. Sótt er um leyfi fyrir jarðvinnu, gerð aðkomuvegar og borstæðis, borun holu og lagnatengingar við baðlón. Meðfylgjandi umsókn eru eftirfarandi fylgigögn:
Borun niðurrennslisholu fyrir Jarðböðin við Mývatn, útboðslýsing
Minnisblað ÍSOR fyrir niðurrennslisholu. ( Breyting frá útboðslýsingu, Yfirborðsfóðring ca.6m verð 12-14“.)
Loftmynd með tillögu að staðsetningu. (Kemur einnig fram í útboðslýsingu)
Teikn. Aðkomuvegur og borplan
Mynd af útliti á fullfrágengri niðurrennslisholu.
Ráðgert er að niðurrennslisholan verði boruð amk niður á 250 metra dýpi en þó gert ráð fyrir allt að 300 metra dýpt. Staðsetning holunnar er nálægt núverandi lóni vegna túffstabba sem eru við suðvesturhorn lóðar og verður því svæði ekki raskað. Tímabundinn aðkomuvegur og borplan verður gert innan lóðamarka og verður það fjarlægt eftir að framkvæmdum við niðurrennslisholu lýkur.
Frágangur á holutopp verður í samræmi við ljósmynd í fylgiskjölum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn Jarðbaðanna hf. um framkvæmdaleyfi til borunar niðurrennslisholu við Jarðböðin og tengdar framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Breytingin snýr að því að leyfilegt heildarbyggingarmagn hverrar lóðar verði aukið úr 180 fermetrum í 260 fermetra og að leyfileg stærð minna húss á hverri lóð verði 50 fermetrar í stað 25 fermetra áður.
Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Birkilands samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar framkvæmdaraðili hefur skilað inn tilskildum gögnum til kynningar.

4. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Tekið fyrir minnisblað dags. 15. sept 2019 frá eftirlitsferð skipulagsfulltrúa, formanni skipulagsnefndar og ráðsmanni áhaldahúss vegna framkvæmda við heimarafstöð austan þjónustusvæðis í Drekagili. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að hún lítur málið mjög alvarlegum augum og fordæmir að sú framkvæmd sem lokið er sé í ósamræmi við útgefið framkvæmdaleyfi og gildandi deiliskipulag samkvæmt 53. gr. skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram minnisblað fyrir næsta fund.

5. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð - verslun og þjónusta - 1903015

Tekið fyrir að nýju erindi frá fundi skipulagsnefndar þann 18. júní 2019 þar sem fjallað var um tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar þar sem bætt var við lóð að Sniðilsvegi 3 fyrir eldsneytisafgreiðslu. Tillagan var auglýst frá frá 25. júlí til og með fimmtudeginum 6. september 2019. Athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Í auglýsingu sem sveitarfélagið hefur sent til hugsanlegra framkvæmdaraðila kemur fram möguleiki að útfæra umrædda lóð að Sniðilsvegi 3 til eldsneytissölu eða að koma með mögulegar útfærslur á öðrum staðsetningum. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúi að leita umsagna hjá viðeigandi stofnunum um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar að fresta erindinu þar til samtal við hugsanlega framkvæmdaaðila hefur átt sér stað í samræmi við auglýsingu.

6. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga - Smávirkjanir í Þingeyjarsýslum - 1909023

Lögð fram skýrsla sem Verkfræðistofan Efla vann um heildstæða frumúttekt á 30 smávirkjanakostum í Þingeyjarsýslum fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Athugunin fólst í; kortlagningu, mati á vatnasviði virkjunarkosta, helstu kennistærðum virkjunar, líklegum umhverfisáhrifum og tengingu við dreifikerfið. Stuðst var við fyrri athuganir, rennslismælingar og aðgengilega kortagrunna og loftmyndir. Einnig voru farnar vettvangsferðir til að meta helstu umhverfisáhrif og aðstæður til mannvirkjagerðar. Virkjunar
kostir voru flokkaðir og tillögur að frekari athugunum lagðar fram.

Enginn virkjunarkostur er í Skútustaðahreppi.

7. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Oddviti og sveitarstjóri fór yfir stöðu mála á endurskoðun á aðalskipulagi Skútustaðahrepps.

8. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Í samræmi við verkefnisáætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2020-2023 er lögð fram áætlun fasteignagjalda, staðgreiðslu og launa.

9. Endurnýjun yfirdráttarheimildar - 1711012

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að sækja um yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, allt að 45 milljónir króna, til daglegrar fjármálastjórnunar ef þörf krefur. Heimildin gildir frá 1. nóvember 2019 til 31. október 2020.

10. Umsögn - Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga - 1909025

Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar um tillögu að reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda:

„Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar leggja ríka áherslu á að þeim sveitarfélögum sem takast á við sameiningu sé tryggður nægjanlegur fjárhagslegur stuðningur til að takast á við þau umfangsmiklu og kostnaðarsömu verkefni sem slíku ferli fylgir. Í því felst að fá stuðning við undirbúning og innleiðingu breytinganna, framlög til uppbyggingar stjórnsýslu, þróunar þjónustu og samfélags og til jöfnunar á aðstöðumun sveitarfélaga.
Markmið reglnanna er að styrkja sveitarstjórnarstigið með því að stuðla að sameiningum sveitarfélaga og búa til sterkari skipulagsheildir. Tillögurnar byggja á þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Þar er m.a. það markmið að sveitarfélög hafi ávallt nægilegan styrk til að takast á við áskoranir framtíðarinnar, svo sem aukna sérhæfingu, breytta aldurssamsetningu, búferlaflutninga, tæknibreytingar, þróun á sviði umhverfis- og loftslagsmála, lýðheilsumál o.fl. Mikilvægt er að gæta samræmis á milli markmiða í þingsályktunartillögu ráðherra og úthlutun framlaga. Í ljósi þess leggja sveitarstjórnirnar til að heimilt verði að sækja um framlög til sérstakra þróunar- og nýsköpunarverkefna sem eru í samræmi við markmið stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga.
Verði sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykkt í atkvæðagreiðslu verður til stærsta sveitarfélag Íslands, sem nær yfir um 12% landsins. Landmikil sveitarfélög takast oft og tíðum á við flókin viðfangsefni, sér í lagi þegar kemur að skipulags- og umhverfismálum. Þau verkefni eru tíma-og kostnaðarfrek og kalla á mikla staðbundna þekkingu í bland við sérfræðiþekkingu á sviði skipulags- og umhverfismála. Að mati sveitarstjórnanna er ekki nægilega mikið tillit tekið til slíkra aðstæðna í tillögunni, en viðbúið er að fleiri sveitarfélög verði mjög landstór. Því er lagt til að til viðbótar við byggðaframlag sem tekur mið af íbúaþróun verði sérstakt framlag til landstórra sveitarfélaga.
Í tillögunni er vikið að nýrri aðferð við útreikning svokallaðra skuldajöfnunarframlaga. Í breytingunni felst að miðað verði við skuldir A-hluta sveitarsjóðs við útreikning skuldajöfnunarframlaga. Að mati sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar er eðlilegt að miða við samstæðureikning sveitarfélagsins, þ.e. bæði A og B hluta. Skuldir og skuldbindingar fyrirtækja í B-hluta eru háðar samþykki sveitarstjórna og með ábyrð sveitarsjóða. Í mörgum tilvikum eru skuldir B-hlutafyrirtækja með veð í skatttekjum sveitarsjóða. Í ljósi þess er óeðlilegt að undanskilja skuldir og skuldbindingar B-hluta fyrirtækja við mat á skuldastöðu.
Lagt er til að við ákvörðun skuldajöfnunarframlaga verði sömu aðferðum beitt og við útreikning á skuldahlutfalli skv. 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, líkt og gert er í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Þá leggja sveitarstjórnirnar til að heimilt verði að taka tillit til nauðsynlegs viðhalds og framkvæmda sem sveitarfélög hafa frestað til að standast ákvæði laga um rekstrarjafnvægi og skuldahlutfall. Sé það ekki gert taka framlögin ekki mið að heildarskuldsetningu þeirra sveitarfélaga sem vinna að sameiningu og aðstöðumunur því ekki jafnaður.
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar eru stoltar af því að hafa gætt aðhalds í rekstri og fjárfestingum og haldið skuldum þannig í lágmarki. Sá árangur hefur þann ókost að viðhaldi og framkvæmdum er haldið í lágmarki og ljóst er að í báðum sveitarfélögum er uppsöfnuð viðhalds -og fjárfestingaþörf sem sveitarfélögunum þykir eðilegt að verði mætt.
Í tillögu að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs er kveðið á um að framlög skv. b-, e- og f- lið ákvæðisins skulu greidd á 7 árum. Vakin er athygli á að skv. e- lið, er lýtur að kostnaði við framkvæmd sameiningar og til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu, er gert ráð fyrir framlagi í allt að fimm ár frá sameiningu. Þá er kveðið á um það í d-lið að veitt sé framlag í fjögur ár, frá sameiningarári að telja, sem nemur þeirri skerðingu sem kann að verða á tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlögum í kjölfar sameiningar, sbr. 4. gr. Lagt er til að greiðslutími allra framlaga verði samræmdur og miðað sé við fimm ár frá sameiningarári að telja.“

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir umsögnina samhljóða fyrir sitt leyti.

11. Þjóðskrá: Íbúaskrá 1. des. 2018 - 1909011

Rafrænt eintak af árlegri íbúaskrá sveitarfélaga miðað við 1. desember 2018 frá Hagstofu Íslands lagt fram.
Íbúar Skútustaðahrepps 1. des. 2018 voru 503 talsins.
Íbúar Skútustaðahrepps þann 1. júlí s.l. voru 530, fjölgun íbúa síðan 2013 (úr 378) er því 40,2%.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

13. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 8. fundar umhverfisnefndar dags. 18. september 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

14. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 11. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 18.9.2019. Fundargerðin er í 7 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

15. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 15. fundar skipulagsnefndar 17.9.2019. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 4 og 7 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð sveitarstjórnar undir liðum 2, 3, 4, 5 og 7.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

16. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð 28. fundar brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags 19. sept. 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2: Samstarfssamningar við Slökkvilið Akureyrar og Norðurþings
Lagður fram samstarfssamningur á milli Slökkviliðs Akureyrar (SA) og BNA um viðbragð við útköllum á starfssvæði BSÞ.
Lagður fram samstarfssamningur á milli Slökkviliðs Norðurþings (SN) og BSÞ um viðbrögð við útköllum á starfssvæði hvors liðs fyrir sig.
Samningarnir byggja á reglugerð 747/2018 þar sem slökkviliðum er áskilið að gera með sér samning varðandi útkallssvæði sbr. 6. gr.
Sveitarstjórn staðfestir samningana samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

17. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram fundargerð 31. forstöðumannafundar Skútusaðahrepps dags. 19.9.2019.

18. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram fundargerð 15. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags. 16. september 2019.

19. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 873. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.08.2019.

20. Nefnd um endurbygging sundlaugar: Fundargerðir - 1905011

Lögð fram fundargerð frá 4. fundi sundlaugarnefndar dags. 17. september 2019.

21. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lögð fram 3. fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 18. september 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur