15. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 17. september 2019

 

 

15. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 17. september 2019 og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

 Dagskrá:

1. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð - verslun og þjónusta - 1903015

Tekið fyrir að nýju erindi frá fundi nefndarinnar þann 18. júní 2019 þar sem fjallað var um tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar þar sem bætt var við lóð að Sniðilsvegi 3 fyrir eldsneytisafgreiðslu. Tillagan var auglýst frá frá 25. júlí til og með fimmtudeginum 6. september 2019. Athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Í auglýsingu sem sveitarfélagið hefur sent til hugsanlegra framkvæmdaraðila kemur fram möguleiki að útfæra umrædda lóð að Sniðilsvegi 3 til eldsneytissölu eða að koma með mögulegar útfærslur á öðrum staðsetningum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúi að leita umsagna hjá viðeigandi stofnunum um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu þar til samtal við hugsanlega framkvæmdaaðila hefur átt sér stað í samræmi við auglýsingu.

 

2. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Breytingin snýr að því að leyfilegt heildarbyggingarmagn hverrar lóðar verði aukið úr 180 fermetrum í 260 fermetra og að leyfileg stærð minna húss á hverri lóð verði 50 fermetrar í stað 25 fermetra áður.

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Birkilands samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar framkvæmdaraðili hefur skilað inn tilskildum gögnum til kynningar.

Pétur Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins vegna vanhæfis.

 

3. Jarðböðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1909016

Erindi frá Guðmundi Birgissyni f.h. Jarðbaðanna hf dags 11. sept 2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til að bora nýja niðurrennslisholu við Jarðböðin. Sótt er um leyfi fyrir jarðvinnu, gerð aðkomuvegar og borstæðis, borun holu og lagnatengingar við baðlón. Meðfylgjandi umsókn eru eftirfarandi fylgigögn:

Borun niðurrennslisholu fyrir Jarðböðin við Mývatn, útboðslýsing
Minnisblað ÍSOR fyrir niðurrennslisholu. ( Breyting frá útboðslýsingu, Yfirborðsfóðring ca.6m verð 12-14“.
Loftmynd með tillögu að staðsetningu. (Kemur einnig fram í útboðslýsingu)
Teikn. Aðkomuvegur og borplan
Mynd af útliti á fullfrágengri niðurrennslisholu.

Ráðgert er að niðurrennslisholan verði boruð amk niður á 250 metra dýpi en þó gert ráð fyrir allt að 300 metra dýpt. Staðsetning holunnar er nálægt núverandi lóni vegna túffstabba sem eru við suðvesturhorn lóðar og verður því svæði ekki raskað. Tímabundinn aðkomuvegur og borplan verður gert innan lóðamarka og verður það fjarlægt eftir að framkvæmdum við niðurrennslisholu lýkur.
Frágangur á holutopp verður í samræmi við ljósmynd í fylgiskjölum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi til borunar niðurrennslisholu við Jarðböðin og tengdar framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi gögnum verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Birgir Steingrímsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

 

4. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Tekið fyrir minnisblað dags. 15. sept 2019 frá eftirlitsferð skipulagsfulltrúa, formanni skipulagsnefndar og ráðsmanni áhaldahúss. Framkvæmdir við heimarafstöð austan þjónustusvæðis í Drekagili eru langt komnar og varðar minnisblaðið þær framkvæmdir.

Skipulagsnefnd lítur málið mjög alvarlegum augum og fordæmir að sú framkvæmd sem lokið er sé í ósamræmi við útgefið framkvæmdaleyfi og gildandi deiliskipulag samkvæmt 53. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

 

5. Umsókn um stöðuleyfi - 1909013

Tekið fyrir erindi dags. 13. sept. 2019 frá Skútustaðahreppi þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40 ft gáma á Sniðilsvegi 2. Gámarnir eru nýttir til geymslu á lagnaefni og öðru efni sem ekki má standa úti. Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tvo 40ft gáma til 12 mánaða enda verða þeir staðsettir innan deiliskipulagðrar athafnalóðar. Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfið.

 

6. Umsókn um stöðuleyfi - 1909014

Tekið fyrir erindi frá Þórhalli Kristjánssyni dags. 11. sept. 2019 þar sem sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir vinnubúðaeiningar. Sótt er um leyfi til að geyma einingarnar meðan verið er að finna þeim varanlegan stað.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningar til 12 mánaða á meðan varanlegur staður er fundinn. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs að aðliggjandi húsum. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið.
Jafnframt þarf umsækjandi að skila inn skriflegri umsögn eigenda Voga 1 og Hólma áður en stöðuleyfið verður gefið út.

 

7. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála á endurskoðun á aðalskipulagi Skútustaðahrepps

 

8. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu verkefni sín frá síðasta fundi nefndarinnar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Nýjustu fréttir

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020