11. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 18. september 2019

11. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 18. september 2019 og hófst hann kl. 11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson varaformaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Ingibjörg  Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri og Auður Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Í upphafi fundar lagði oddviti til að bæta við einu máli á dagskrá með afbrigðum:
1909026 - Skólaþjónusta Norðurþings - Ársskýrsla 2018-2019 og starfsáætlun 2019-2020
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 4 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

       Dagskrá:

1. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Stýrihópur á vegum velferðar- og menningarmálanefndar hefur undanfarna mánuði unnið að gerð Fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps. Drög að Fjölmenningarstefnu liggja nú fyrir til kynningar.
Þeir sem vilja koma ábendingum og/eða athugasemdum á framfæri um Fjölmenningarstefnuna eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið thorsteinn@skutustaðahreppur.is í síðasta lagi fimmtudaginn 26. september n.k.

2. Samband íslenskra sveitarfélaga; Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla 2018 - 1811025

Lögð fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um rekstur grunnskóla á landinu árið 2018.
Reykjahlíðarskóli: Nemendur 35. Stöðugildi kennara 5,4, stöðugildi kennara með réttindi 4,3. Brúttó rekstrarkostnaður pr. nemenda (mínus innri leiga og skólaakstur) var 2.514 m.kr. pr. nemanda.

3. Skólaþing sveitarfélaganna - 1710012

Skólaþing sveitarfélaganna verður haldið í Reykjavík mánudaginn 4. nóvember n.k. Skólastjóri, leikskólastjóri, formaður skólanefndar og sveitarstjóri fara á þingið fyrir hönd Skútustaðahrepps.

4. Skólaþjónusta Norðurþings - Ársskýrsla 2018-2019 og starfsáætlun 2019-2020 - 1909026

Lögð fram ársskýrsla skólaþjónustu Norðurþings fyrir skólaárið 2018-2019 og starfsáætlun skólaárið 2019-2020.

5. Leikskólinn Ylur - Ytra mat - 1809024

Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á leikskólum árið 2020, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir Mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á leikskólastigi. Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði. Skútustaðahreppur hefur síðustu þrjú ár sótt um að fá sambærilegt mat en fékk ekki. Skólanefnd samþykkir að sótt verði að nýju um ytra mat á starfi leikskólans Yls.

6. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Í gær var haldinn verkfundur vegna stækkunar leikskólans. Framkvæmdir ganga vel og eru samkvæmt áætlun og ætti nýr leikskóli að verða tilbúinn um miðjan október.

7. Leikskólinn Ylur - Þróun barnafjölda og stöðugildi 2019-2020 - 1903022

Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála leikskólans. Þau líta vel út fyrir veturinn.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur