10. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 19. september 2019

10. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 19. september 2019 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson varaformaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir aðalmaður, Aðalsteinn Dagsson varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Starfshópur - Lífrænn úrgangur – 1811051

Farið yfir stöðu starfshópsins og tilraunaverkefni kynnt.

2. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir – 1811050

Farið yfir stöðu mála að slá kerfil og lúpinu í sumar. Ágætlega gekk að fá fólk til að aðstoða við sláttinn og gekk verkefnið vel. Stöðufundur verður tekinn í haust þar sem horft verður til næstu ára.
Nefndin leggur til að ráðinn verði verkefnisstjóri til að halda utan um verkefnið næsta sumar þannig að aðgerðirnar verði enn markvissari.

3. Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – 1909008

Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ fór fram 19. júní s.l. Skútustaðahreppur hefur samþykkt að lýsa sig tilbúinn til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Skútustaðahreppur mun á sínum vettvangi beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Sveitarstjóri sagði frá fyrsta fundi samráðsvettvangsins sem haldinn var í síðustu viku.

4. Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar – 1908003

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Í 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði.
Ekki er gert ráð fyrir að sérstök umsjón eða landvarsla verði á þeim svæðum sem friðlýst verða með þessum hætti.
Tillaga að friðlýsingu nær til svæðisins Gjástykki. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 30. október n.k. Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd Skútustaðahrepps og náttúruverndarnefnd Þingeyinga áður en sveitarstjórn veitir endanlega umsögn.
Málið kynnt og rætt og samþykkt að umsögn nefndarinnar liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Sveitarstjóra falið að senda fyrirspurn til Umhverfisstofnunar til að fá nánari upplýsingar um málið.

5. 50 ár frá Laxárdeilunni – 1905035

Á næsta ári verða 50 ár liðin frá Laxárdeilunni og sprengingunni í miðkvísl.
Til að minnast þessara tímamóta hefur velferðar- og menningarmálanefnd samþykkt að skipa vinnuhóp til að halda utan um skipulagningu. Í vinnuhópnum verði fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar, umhverfisnefndar, Fjöreggs og landeigenda að Laxá.
Fulltrúi umhverfisnfndar verður Arna Hjörleífsdóttir.

6. Umhverfisstofnun - Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um stefnu í úrgangsmálum – 1908027

Lögð fram umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um stefnu í úrgangsmálum sem send var til umhverfis- og auðlindaráðuneytsins þann 30. ágúst s.l.

7. Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps – 1808036

Umhverfisverðlaun 2018 verða afhent á slægjufundi 26. október n.k.
Óskað verður eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirðu og umgengni síns nærumhverfis.

8. Staða sorpflokkunar hjá stofnunum sveitarfélagsins - 1909024

Formaður fór fyrir stöðu sorpflokkunar hjá stofnunum sveitarfélagsins sem gengur vel.
Nefndin mun senda frá sér hvatningu til íbúa, fyrirtækja og stofnana um sorpflokkun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

___________________________                 ___________________________

___________________________                 ___________________________    

___________________________                 ___________________________

___________________________                 ___________________________


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur