24. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. september 2019

24. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 11. september 2019og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1905018 - Úthlutun leiguhúsnæðis
1908024 - Hlíð ferðaþjónusta ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 6 og 7 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur - Verðkönnun um raforkukaup - 1908014

Sveitarfélagið Skútustaðahreppur hefur gert verðkönnun, í samræmi við Innkaupareglur sveitarfélagsins, um raforkukaup sveitarfélagsins vegna starfsemi þess. Verðfyrirspurnir voru sendar til HS Orku, Orku Náttúrunnar, Orkusölunnar, Fallorku og Orkubús Vestfjarða. Verðtilboð bárust frá þremur orkufyrirtækjum.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda, Orku náttúrunnar, á grundvelli tilboðsins.

2. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um forsendur fjárhagsáætlunar 2020-2022 í samræmi við vinnuáætlun sveitarstjórnar. Lögð er fram eftirfarandi tillaga:
Til viðbótar við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu og skuldareglu, sbr. 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011, setur sveitarstjórn Skútustaðahrepps sér eftirfarandi rekstrarleg markmið fyrir fjárhagsáætlun 2020-2023:
* Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Skútustaðahrepps. Sem þýðir þá að rekstrarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.
Vinnuáætlunin byggir á því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun fari fram 23. október og endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og rammaáætlun 2020 - 2022 verði samþykktar í sveitarstjórn 13. nóvember 2019.
Miðað er við eftrifarandi forsendur:
- Í fjárlagafrumvarpi 2020 er gert ráð að vísitala neysluverðs (verðbólga) verði 3,2%, launavísitala 5,5%, gengisvísitala 0,2% og atvinnuleysis verði 3,8%.
- Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 var mælst til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólgan er lægri. Miðað er við að vöru- og þjónustukaupaliðir í fjárhagsáætlun næsta árs hækki um 2,5%.
Helstu óvissuþættir fjárhagsáætlunar: Þróun ferðaþjónustu og útsvarstekna, kjarasamningar, fráveitumál o.fl.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða íbúum upp á að senda inn sínar ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar sem gætu stuðlað að aukinni hamingju íbúa sveitarfélagsins. Ábendingarnar geta verið af margvíslegum toga en eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir minni verkefni. Ábendingarnar getað varðað t.d. ýmislegt í nærumhverfi svo sem opin svæði, leiksvæði, íþróttasvæði, bætingu á lýsingu o.fl. Einnig ábendingar um umferðarmál, sorpmál, frístundir, menningarmál, hagræðingar í starfsemi sveitarfélagsins, nýjum verkefnum sem sveitarfélagið ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi okkar til að stuðla að aukinni hamingju íbúa. Sveitarstjórn mun fara yfir þær ábendingar sem berast frá íbúum við gerð fjárhagsáætlunar.

3. Slægjufundur 2019 - 1909004

Sveitarstjórn felur Arnheiði Rán Almarsdóttur að kalla saman undirbúningsnefnd Slægjufundar 2019.

4. Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1909008

Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ fór fram 19. júní s.l.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Skútustaðahreppur telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Skútustaðahreppur lýsir sig tilbúinn til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Skútustaðahreppur mun á sínum vettvangi beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

5. Félagsstarf eldri borgara: 2019-2020 - 1909001

Lögð fram drög að dagskrá fyrir vetrarstarf eldri borgara næsta vetur sem unnin var í samstarfi við Þórdísi Jónsdóttur og Ástu Price sem sjá áfram um starfið í vetur, einnig var leitað umsagnar hjá formanni Félags eldri Mývetninga. Starfið síðasta vetur gekk mjög vel í nýrri aðstöðu í íþróttamiðstöð. Lagt er til að starfið verði á svipuðum nótum og áfram verði ókeypis akstursþjónusta í boði sveitarfélagsins. Jafnframt er lagt til að starfið verði á miðvikudögum.

Sveitarstjórn tekur undir bókun velferðar- og menningarmálanefndar og líst vel á framlagða dagskrá og hvetur eldri Mývetninga til þess að taka þátt í starfinu í vetur.

6. Hlíð ferðaþjónusta ehf - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1908024

Helgi vék af fundi vegna vanhæfis, Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður kom inn á fundinn og Sigurður Guðni tók við stjórn fundarins.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. júlí 2019 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Hlíð ferðaþjónustu ehf. sækir um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, nr. LG-REK-010971, rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga. Um er að ræða viðbót á gistirými, 25 ferm. smáhýsi fyrir tvo.

Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu á síðasta fundi þar sem ekki hafði verið gefið út byggingaleyfi fyrir smáhýsið.
Byggingafulltrúi Skútustaðahrepps hefur gefið út byggingaleyfi dags. 30. ágúst 2019.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. Sveitarstjórn bendir á, líkt og kemur fram í byggingarleyfi, að framkvæmdaraðili gæti þess að litaval hússins sé í samræmi við deiliskipulag. Í samþykktu deiliskipulagi segir að auka eigi samræmi og bæta heildarsvip svæðisins. Í skipulaginu er einnig lögð áhersla á að halda í sérkenni staðarins með látlausum byggingum sem falla að umhverfi sínu í útliti, formi og efnisvali. Einnig skal gæta samræmis milli bygginga á svæðinu.

7. Úthlutun leiguhúsnæðis - 1905018

Alma fór af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.

8. Umhverfisstofnun - Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um stefnu í úrgangsmálum - 1908027

Lögð fram umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um stefnu í úrgangsmálum sem send var til umhverfis- og auðlindaráðuneytsins þann 30. ágúst s.l.
"Sveitarstjórn Skútutaðahrepps fagnar framlögðum drögum um áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum en vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum.
Framgangur í þessum mikilvæga málaflokki, undir þeirri tímapressu sem raun ber vitni, byggir á samstilltu átaki. Þar skiptir öllu máli að stjórnvöld sveitarfélaga ekki síður en ríkisins séu samtaka frá upphafi. Í umfjöllun um aðgerðir sveitarfélaga, auknar álögur og/eða ívilnanir opinberra gjalda og mótun stefnunnar almennt, telur sveitarstjórn Skútustaðahrepps að hlutur sveitarfélaga í þróun hugmynda hafi orðið útundan - að hlutdeildin þurfi að vera skýrari. Dæmi um þetta eru aðgerðir 3, 9 og 13(2).
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fagnar lögbundinni flokkun og samræmdu flokkunarkerfi, sem er forsenda þess að árangur náist í málaflokknum í raun, á landsvísu - þar meðtalið hjá ferðafólki, sem er hlutfallslega stærri notendahópur í Skútustaðahreppi en víða annarsstaðar.
Til að auka tiltrú almennings á sorpflokkun og gagnsemi hennar, telur sveitarstjórn nauðsynlegt að stofnanir og sveitarfélög ráðist í sameiginlegt kynningarátak. Þar þyrfti að skýra vinnsluferla og ávinning af sorpflokkun - og kveða í kútinn þær harmsögur sem heyra nú vonandi fortíðinni til, um dapurleg örlög flokkaðs sorps þar sem það hefur verið urðað. Í þessu samhengi þykir sveitarstjórn einhvers konar hvatakerfi ákjósanlegt og mætti gera meira úr þeim í stefnu í úrgangsmálum, í bland við t.d. skattaálögur og framlengda framleiðsluábyrgð. Slíkt verkefni gæti verið sérstök aðgerð í áætluninni.
Vegna þess hve stór hluti heimilissorps og rekstrarúrgangs er lífrænn, telur Skútustaðahreppur mikilvægt að meiri áhersla verði í stefnunni á þróun lausna við jarðgerð/nýtingu á stærri skala, þar sem óraunhæft þykir að ná tilætluðum árangri með heimajarðgerð eingöngu. Í því samhengi leggur sveitarstjórn til að settur verði á fót starfshópur stofnana og sveitarfélaga sem ynni að samantekt lausna og þróun framtíðarlausna varðandi nýtingu lífræns úrgangs. Í ljósi þess hve urðun lífræns úrgangs losar mikið af gróðurhúsalofttegunum, mætti sem hvata reikna út „útjöfnunarstuðul“ (sbr. „kolefnisjöfnun“) sem nýting lífræns úrgangs skilar, í stað skaðlegra lofttegunda sem myndast við urðun.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er meðvituð um áskoranir sem tengjast hömlunum á förgun lífbrjótanlegs úrgangs (úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum með eða án tilkomu súrefnis, t.d. sláturúrgangur, fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, pappír og pappi og seyra). Lausn þess krefst ríks vilja og samstarfsvilja ríkis og sveitarfélaga, svo árangur megi nást, Skútustaðahreppur mótmælir því að slíkri aðgerð verði velt yfir á sveitarfélög með einfaldri tilskipun að ofan.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur að lokum til að hrundið verði af stað viðhorfsbreytingu í garð seyru, þar sem henni er nær undantekningarlaust fargað (með tilheyrandi mengun), í stað þess að nýta næringarefnin til landbóta og uppgræðslu eins og Skútustaðahreppur hefur verið brautryðjandi ásamt Landgræðsluni með uppgræðsluverkefni á Hólasandi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur til að við aðgerðalistann verði bætt við stofnun starfshóps um nýtingu seyru til landgræðslu almennt, hvaða tækifæri eru fyrir hendi og hvaða reglugerðir þurfi í endurskoða vegna þessa."

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina samhljóða.

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

10. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundi umhverfisnefndar var frestað.

11. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 11. fundar velferðar- og menningarmálanefndar.
Liður nr. 3 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið nr. 5.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

12. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lögð fram fundargerð frá 37. stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga dags. 23. ágúst 2019.

13. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 324 fundar stjórnar Eyþings dags. 27. ágúst 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Nýjustu fréttir

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Hamingjuganga á fyrsta vetrardag.

 • Fréttir
 • 24. október 2020

47. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Sveitarstjóraspjall í fjarfundi

 • Fréttir
 • 21. október 2020

TAKTU ŢÁTT Í MÓTUN SAMFÉLAGSINS

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Stundatafla ÍMS veturinn 2020-2021

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 20. október 2020

Hamingjuganga- Laugardaginn 24. október

 • Fréttir
 • 20. október 2020