Sveitarfélagiđ fćr ţrjár íbúđir afhentar í Klappahrauni

 • Fréttir
 • 12. september 2019

Í dag fékk Skútustaðahreppur afhentar þrjár glænýjar íbúðir í Klappahrauni 16 sem verktakinn Húsheild hefur byggt síðustu mánuði. Þetta verkefni fór af stað í kjölfarið á því að sveitarfélagið vann húsnæðisáætlun sem kynnt var á íbúafundi vorið 2018. Verktakinn Húsheild ehf sýndi strax áhuga að byggja hér íbúðir á hagkvæmu verði og hefur nú byggt tvö fullbúin raðhús með átta íbúðum. Fosshótel hefur keypt annað raðhúsið og sveitarfélagið þrjár íbúðir í hinu raðhúsinu. Framleiðandi húsanna sem Húsheild flytur inn er Mjöbäcks í Svíþjóð sem hefur byggt hús í yfir 70 ár. Húsin eru vel einangruð og öll hönnun ásamt tækjum og búnaði gera það að verkum að orkukostnaður og rekstrarkostnaður er mun lægri en tíðkast hefur. Húsin afhendast fullbúin með vönduðum innréttingum. Um er að ræða tvær stærðir af íbúðum, þ.e. 106 og 68 ferm. Þá eru íbúðirnar tengdar við nýtt fráveitukerfi í Klappahrauni með svokölluðu vaccumkerfi þar sem svartvatn og grávatn er aðskilið og svartvatnið er í lokuðu kerfi. Er þetta fyrsta gata sinnar tegundar hér á landi og líklega í heiminum að sögn Jets framleiðandans á kerfinu í Noregi.

Sveitarfélagið hefur þegar leigt íbúðirnar þrjár til starfsfólks sem vinnur hjá Skútustaðahreppi. Fengu fyrstu leigjendurnir íbúðirnar afhentar í dag. Fosshótel fékk sínar íbúðir afhentar á dögunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020