Lýđheilsugöngur Ferđafélags Íslands og Skútustađahrepps 2019

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2019

Eins og síðustu tvö árin verður lagt upp með göngur á miðvikudögum í september nk. undir kjörorðinu „Lifum og njótum“. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 4. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við leggjum áherslu á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

Dagskrá í Skútustaðahreppi 2019:

4. september kl. 18.00

Gengið frá Birtingatjörn í Dimmuborgir. Mæting við Birtingatjörn (boðið upp á bílferð til baka). Umsjón: Dagbjört Bjarnadóttir.

11. september kl. 18.00

Gengið um Reykjahlíðarheiði. Mæting við flugstöðina. Umsjón: Helgi Héðinsson.

18. september kl. 18.00

Gengið í kringum Stakhólstjörn með nokkrum hliðarsnúningum og vel varðveittum leyndarmálum.  Umsjón: Þorlákur Páll Jónsson.

25. september kl. 18.00

Gengið svokallaðan Fagraneshring. Mæting við Icelandairhótelið.  Umsjón: Jóhanna Jóhannesdóttir.

Skútustaðahreppur er Heilsueflandi samfélag.


Deildu ţessari frétt