14. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 20. ágúst 2019

14. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 20. ágúst 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir varamaður, Margrét Halla Lúðvíksdóttir varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1. Vatnajökulsþjóðgarður Uppsetning vindmyllu við Drekagil - 1808015

Erindi frá Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur f.h. Vatnajökulsþjóðgarðar dags. 25. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir vindmyllu í Drekagili. Sótt er um leyfið þar sem fyrirséð er að framkvæmdir við virkjun Neyðarlínunnar í Drekagili hefjist ekki fyrr en síðar í haust. Almennt er rafmagnframleiðsla með sólarsellum en sú framleiðsla er farin að takmarkast á þessum árstíma.
Telur umsækjandi að málning á búnaði hafi heppnast vel í fyrra og fari vindmyllan betur í landi eftir það.

Fyrir liggur munnlegt leyfi frá Mývatn Tours ehf og Ferðafélagi Akureyrar vegna vindmyllunnar.
Þar sem fyrirséð er að framkvæmdir vegna virkjunar í Drekagili munu hefjast á þessu ári fellst skipulagsnefnd á að veita tímabundið leyfi fyrir vindmyllu til 1. desember 2019. Skipulagsnefnd gerir þó kröfu að allur búnaður tengdur vindmyllunni verði fjarlægður þegar varanleg lausn á raforkuframleiðslu er tilbúin.

 

2. Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta - Til umsagnar - 1908001

Tekið fyrir erindi frá Tryggva Þórhallssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umsögn við drög að leiðbeiningum til sveitarfélaga vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta sem óformlegur hópur á vegum sambandsins hefur unnið að.
Tilefni þessarar vinnu er m.a. sótt í niðurstöður átakshóps um húsnæðismál, en við tillögugerð hópsins var sérstaklega rætt um mikilvægi þess að stuðla að samræmi í gjaldskrám, þar sem kröfur um eftirlit taki mið af tegund og umfangi mannvirkja. Þá hefur einnig verið horft til faggildingarkröfu sem upphaflega átti að taka gildi þann 1. janúar 2018 en með lagabreytingu síðla árs 2017 var gildistöku kröfunnar frestað til 1. janúar 2021.

Skipulagsnefnd telur samræmingu gjaldskráa milli embætta mjög jákvæða þróun og telur þá vinnu sem hefur verið lögð í þessar leiðbeiningar muni koma að góðum notum við uppfærslu gjaldskrár um næstu áramót.

 

3.Hálendismiðstöð í Drekagili: Breyting á deiliskipulagi. - 1806008

Lagt fram til kynningar samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu á milli Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytisins f.h. forsætisráðherra vegna lóðarréttinda fyrir þjónustusvæði tjaldsvæðis í þjóðlendunni "Þjóðlenda í Ódáðahrauni" í sveitarfélaginu Skútustaðahrepp.
Einnig lagður fram samningur milli Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélags Akureyrar vegna sömu lóðar.

 

4. Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar - 1908003

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Í 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði.
Ekki er gert ráð fyrir að sérstök umsjón eða landvarsla verði á þeim svæðum sem friðlýst verða með þessum hætti.
Tillaga að friðlýsingu nær til svæðisins Gjástykki og er sýnd á meðfylgjandi korti.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar skipulagsnefndar.

 

5. Beiðni um umsögn - Jarðböðin við Mývatn - 1908004

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 30. júlí 2019 þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum bygging nýs þjónustu- og baðhúss ásamt stækkun baðlóns skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 60/2000.
Einnig er óskað eftir því að komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Umfjöllun í tilkynningarskýrslu er fullnægjandi að áliti skipulagsnefndar. Þar er vel gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Þá er vísað til þess að sveitarfélagið hefur nýlega samþykkt deiliskipulag sem varðaði starfsemi á svæðinu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Við umhverfismat deiliskipulagsins var því fjallað ítarlega og með sértækum hætti um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, þótt sú umfjöllun hafi hvílt á lögum um mat á umhverfisáhrifum áætlana og almennum málsmeðferðarreglum skipulagslaga.

Sveitarfélagið er leyfisveitandi vegna byggingarleyfis/framkvæmdaleyfis framkvæmdarinnar.

Með vísan til gagna málsins og með tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, þar sem fram koma viðmiðanir varðandi mögulega matsskyldu, er það álit skipulagsnefndar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

6. Beiðni um umsögn - Hótel í landi Grímsstaða - 1908005

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum bygging hótels á jörðinni Grímsstaðir skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 60/2000.
Einnig er óskað eftir því að komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Í bókun sveitarstjórnar þann 12. október 2016 kemur m.a. fram að nægjanlega væri gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Jafnframt kom fram það álit sveitarstjórnar að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í umsögninni kom fram að lögð væri áhersla á að leyfi til reksturs hótelsins yrði ekki gefið út fyrr en sýnt væri fram á að virkni hreinsibúnaðar á fráveitukerfi væri samkvæmt hönnunarforsendum og lögð yrði fram áætlun um reglubundna vöktun búnaðarins.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar dags. 2.11.2016 var umrædd framkvæmd ekki talin háð mati á umhverfisáhrifum en með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (UUA) dags. 06.07.2017, var matsskylduákvörðun felld úr gildi. Þá liggur fyrir að hinar tilkynntu framkvæmdir hafa farið fram.

Tilgreindur úrskurður UUA um ógildingu á fyrri matsskylduákvörðun hvílir í meginatriðum á því að ekki hafi legið fyrir nægjanleg gögn um framkvæmdina, þ.m.t. að ekki hafi verið aflað umsagna frá aðilum með þekkingu á umhverfi Mývatns.

Uppfærð tilkynningarskýrsla dags. 28.05.2019 liggur fyrir og þar er gerð fyllri grein fyrir upplýsingum um náttúrufar, ferðamenn og upplýsingar um fráveitu. Þá fylgja með gögn um mælingar á fráveitu. Í ljósi þess að framkvæmdin hefur farið fram liggur fyrir frekari vitneskja um umhverfisáhrif framkvæmdar, en almennt gildir, og þá sérstaklega upplýsingar um fráveitukerfi framkvæmdarinnar. Jafnframt er tekið fram að frá því fyrri matsskylduákvörðun var til umfjöllunar hefur staða fráveitumála í Skútustaðahreppi verið til sérstakrar skoðunar og forsendur til greiningar á áhrifum einstakra framkvæmda því betri. Umfjöllun í tilkynningarskýrslu er fullnægjandi að áliti skipulagsnefndar. Þá er ítrekað að byggingarleyfi hefur verið gefið út fyrir framkvæmdinni af hálfu Skútustaðahrepps, en eftir atvikum gæti frekari leyfisveiting sveitarfélagsins vegna framkvæmdarinnar varðað breytingar á framkvæmdinni ef einhverjar yrðu.

Með vísan til gagna málsins og með tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, þar sem fram koma viðmiðanir varðandi mögulega matsskyldu, er það álit skipulagsnefndar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

7. Lóð fyrir eldsneytissölu - 1908009

Tekin fyrir drög að auglýsingu þar sem auglýst er til umsóknar lóð fyrir eldsneytissölu í Skútustaðahreppi.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að eldsneytissala verði færð af miðsvæði Reykjahlíðar. Fyrirhugað er að auglýsa nýtingu á fyrirhugaðri lóð að Sniðilsvegi 3 eða annarri hugsanlegri staðsetningu utan verndarsvæðis Mývatns og Laxár.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða auglýsingu þar sem auglýst er til umsóknar lóð fyrir eldsneytissölu í Skútustaðahreppi.

 

8. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni áform Ferðafélags Akureyrar að setja upp útsýnisskífu við Dreka og tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs þess efnis.

Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu verkefni hans frá síðustu fundi.

Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sín frá síðasta fundi nefndarinnar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020