Samiđ viđ Tröppu ehf. um eftirfylgni Umbótaáćtlunar Reykjahlíđarskóla

  • Fréttir
  • 28. júní 2019

Skrifað hefur verið undir samning við Tröppu ehf. um eftirfylgni umbótaáætlunar Reykjahlíðarskóla sem lögð var fram fram í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Ytra mat á grunnskólum er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á hverju ári eru tíu grunnskólar metnir. Ytra mat er grundvallað á lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðum um mat og eftirlit og þriggja ára áætlunum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi.

Í ytra matinu kemur margt mjög jákvætt fram um skólastarf Reykjahlíðarskóla. Jafnframt koma fram góðar ábendingar um tækifæri sem blasa við til að efla faglegt starf skólans til framtíðar.

Skýrslan var kynnt fyrir kennurum Reykjahlíðar-skóla, skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, skólanefnd og sveitarstjórn.

Trappa ehf. sá um gerð umbótaáætlunar fyrir Reykjahlíðarskóla og mun nú sjá um eftirfylgni.

Mynd: Við undirskrift. Frá vinstri: Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmda-stjóri Tröppu ehf, Þorsteinn sveitarstjóri og Sólveig Jónsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar