22. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. júní 2019

22. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 26. júní 2019 og hófst hann kl. 10.00.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að eftirfarandi málum yrði bætt við að dagskrá með afbrigðum:
1903028 - Kolefnisjöfnun Skútustaðahrepps
1906021 - Göngu- og hjólastígur - Útboð
1810035 - Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf; Kæra vegna uppgjörs Hitaveitu Reykjahlíðar
1906029 - Samningur um vettvangsliða á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands við Mývatn og á Laugum
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 14 til 17 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

1. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Lögð fram fundargerð 1. fundar samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna lögð fram.
Fyrstu íbúafundirnir voru haldnir 20. júní s.l. og gengu þeir vel.

2. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Lagður fram samningur um sérfræðiþjónustu við Tröppu ráðgjöf ehf um eftirfylgni á umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla til næstu tveggja ára, eftir úttekt Menntamálastofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar.

3. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Lögð fram endurskoðuð umhverfisstefna Skútustaðahrepps sem umhverfisnefnd hefur unnið að síðustu mánuði. Umhverfisstefnan fór í opinbert umsagnarferli og barst ein umsögn.

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða umhverfisstefnu Skútustaðahrepps samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með vinnu umhverfisnefndar. Umhverfisstefnan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

4. Fráveitumál - Útboð á byggingu safntanks á Hólasandi - 1905033

Sigurður Guðni vék af fundi vegna vanhæfis, Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Húsheild ehf. á grundvelli skýringarviðræðnanna en upphæðin, 109,8 m.kr. er innan fjárheimildar samkvæmt samkomulagi Skútustaðahrepps við umhverfis- og auðlindaráðuneytið vegna verkefnisins. Lagður fram undirritaður samningur við Húsheild ehf.
Einnig lagður fram samningur við Verkís hf. um verkeftirlit með byggingu safntanks svartvatns á Hólasandi. Áætlaður kostnaður er um 3,2 m.kr.

Sveitarstjórn staðfestir samningana við Húsheild ehf. og Verkís hf. Samningarnir eru innan fjárheimildar samkvæmt samkomulagi Skútustaðahrepps við umhverfis- og auðlindaráðuneytið vegna verkefnisins.

5. Skipulags og byggingafulltrúi: Minnisblað - 1711016

Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný og Alma Dröfn vék af fundi.
Þar sem tímabundin ráðning skipulagsfulltrúa er að renna út var auglýst eftir skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps. Umsóknarfrestur var til 19. júní s.l. Þrjár umsóknir bárust.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða að ráða Guðjón Vésteinsson í starf skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps og að áframhaldandi samstarf verði við Þingeyjarsveit um skipulags- og byggingamál sveitarfélaganna. Sveitarstjóra falið að sækja um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðherra.

6. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Lögð fram drög að deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt minnisblaði frá Hornsteinum-Arkitektum ehf. vegna deiliskipulagsvinnu í Höfða. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til nokkurra atriða áður en lengra er haldið með deiliskipulagsvinnuna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vinna að greinargerð fyrir næsta fund sveitarstjórnar þar sem tekin verður saman afstaða sveitarstjórnar til beiðni Hornsteina-Arkitekta ehf.

7. Ólafur Þröstur - Umsókn um byggingarleyfi - 1903014

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12.03.2019 frá Ólafi Þresti Stefánssyni þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Þúfu í Vogum, skv. meðfylgjandi teikningum frá Belkod.
Á fundi skipulagsnefndar þann 19. mars 2019 var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar umsögn Umhverfisstofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga lág fyrir skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.
Umsögn frá Náttúruverndarnefnd Þingeyinga barst þann 29.4.2019 umsögn frá Umhverfisstofnun barst þann 7. maí 2019. Náttúruverndarnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform. Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa er falið að svara Umhverfisstofnun í samræmi við umræður á fundinum.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt við nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum frá 8. maí 2019 til og með 5. júní 2019. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu og í samræmi við svör skipulagsnefndar við umsagnir sem komu þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða byggingaráformin í samræmi við bókun skipulagsnefndar og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.

8. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi - 1906005

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra dags. 13. júní 2019 f.h. Skútustaðahrepps þar sem sótt er framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og jarðvegsframkvæmda í grennd við safntank vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunnar frá 31. ágúst 2018 er talið að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna vegagerðar og jarðvegsframkvæmda í grennd við safntank vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg - 1905010

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra f.h. Skútustaðahrepps dags. 13. júní 2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum fyrir göngu- og hjólastíg frá landamerkjum Voga að norðan og suður fyrir afleggjara að Dimmuborgum. Meðfylgjandi eru teikningar með langsniði af fyrirhugaðri legu stígsins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá landamerkjum Voga að norðan og suður fyrir afleggjara að Dimmuborgum samkvæmt meðfylgjandi gögnum verði samþykkt þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð - verslun og þjónusta - 1903015

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi sat undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá fundi skipulagsnefndar þann 14. maí 2019 þar sem rætt var um sjálfsafgreiðslustöð með eldsneyti á lóðinni að Hraunvegi 10 í Reykjahlíð og hugmyndir um framtíðarskipulag. Skipulagsnefnd fjallaði um að bensínafgreiðsla myndi ekki rúmast á miðsvæðinu miðað við tillögur að skipulagi svæðisins sem miða að því að skapa heildstæða og jákvæða miðbæjarmynd. Þá samþykkti nefndin að skipulögð yrði ný lóð fyrir bensínafgreiðslu í Reykjahlíð.
Á fundi skipulagsnefndar þann 14. maí s.l. var skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu að breytingunni og fyrir fundinum liggja drög að breytingarblaði fyrir stofnun lóðar undir eldsneytissölu að Sniðilsvegi 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar þar sem bætt verður við lóð að Sniðilsvegi 3 en frestar frekari breytingum á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar að sinni.
Kynningarfundur var haldinn 25. júní s.l. og ekki komu fram athugasemdir sem gáfu tilefni til breytinga.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11. Lóð úr landi Bjargs, landnr. 153-543 - 1903035

Helgi og Elísabet véku af fundi vegna vanhæfis og Friðrik og Alma varamenn komu inn á fundinn.
Lagt fram erindi frá Finni Sigfúsi Illugasyni og Sólveigu Illugadóttur um svokallaða Braggalóð (Hraunvegur 6). Farið er fram á að lóðin, sem er 900 ferm., verði undanskilin leigusamningi dags. 20. febrúar 1969. Umrædd lóð er í eigu Bjargs.

Sveitarstjórn hafnar erindinu með fjórum atkvæðum gegn einu þar sem lóðin fellur innan leigusamningsins, enda er lóðin ekki ein þeirra þriggja lóða sem í upphafi voru sérstaklega undanskildar leigunni. Halldór greiðir atkvæði á móti.

12. XXXIV. Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 1906017

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til XXXIV. landsþings Sambandsins þann 6. september n.k. á Grand hotel Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

13. Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga - 1906016

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til stofnfundar samráðvettvangs sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftslagsmál 19. júní s.l. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, formaður umhverfisnefndar, var fulltrúi Skútustaðahrepps á stofnfundinum.
Lagt fram minnisblað Jóhönnu Katrínar frá fundinum ásamt yfirlýsingu stofnfundarins.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir bókun umhverfisnefndar og fagnar þessum samráðsvettvangi sveitarfélaganna á landsvísu og telur hann vera mikilvægan fyrir þær áskoranir sem framundan eru í umhverfis- og loftslagsmálum.

14. Kolefnisjöfnun Skútustaðahrepps - 1903028

Á 16. fundi sveitarstjórnar þann 27. mars s.l. var samþykkti að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins.
Lögð fram samantekt frá Eflu um kolefnisspor rekstrar Skútustaðahrepps og stofnana. Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL), annað hvort fyrir rekstur eða vöru. Við útreikninga á losun GHL vegna stofnana Skútustaðahrepps er notuð aðferðafræði GHP (Greenhouse Gas Protocol).
Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Kolefnishlutleysi felur í sér að losun GHL er jöfn bindingu GHL, þ.e. að eftir að búið er að lágmarka losunina sé bætt fyrir þeirri losun með bindingaraðgerðum.
Samkvæmt kolefnisbókhaldi fyrir Skútustaðahrepp 2018 var kolefnisspor vegna rekstrar stofnana Skútustaðahrepps árið 2018 um 30 tonn af koltvísýringi sem samsvarar losun á 1,1 tonni á hvert stöðugildi. Samkvæmt reiknivél Kolviðar þyrfti Skútustaðahreppur að gróðursetja 300 tré til að binda losun ársins 2018. Gert er ráð fyrir að það taki 60 ár fyrir þessi tré að binda losun ársins.

Lögð fram drög að samningi við Landgræðsluna um að sveitarfélagið leggi til árlega tré til gróðursetningar á uppgræðslusvæði Landgræðslunnar á Hólasandi sem tekur mið af kolefnisbókhaldi sveitarfélagsins ár hvert og tekur Landgræðslan að sér að gróðursetja trén.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með að sveitarfélagið Skútustaðahreppur kolefnisjafni rekstur sinn í samstarfi við Landgræðsluna. Skútustaðahreppur og Landgræðslan eiga nú þegar í samstarfi m.a. um uppgræðslu á Hólasandi o.fl. vegna fráveituverkefnis og moltugerðar.

15. Göngu- og hjólastígur - Útboð - 1906021

Eitt tilboð barst í auglýst útboð á fyrsta áfanga göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn.
Jón Ingi Hinriksson ehf: 31.220.500 kr.
Kostnaðaráætlun var 38.830.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Jón Inga Hinriksson ehf. á grundvelli tilboðsins, með fyrirvara um umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar og leyfi Umhverfisstofnunar. Tilboðið, sem er um 80% af kostnaðaráætlun, er innan fjárheimildar fjárhagsáætlunar 2019 og samkvæmt samkomulagi Skútustaðahrepps við Vegagerðina vegna verkefnisins

16. Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf; Kæra vegna uppgjörs Hitaveitu Reykjahlíðar - 1810035

Lagður fram úrskurður Landsréttar dags. 21. júní 2019 í máli nr. 390/2019, Landeigendur Reykjahlíðar ehf. gegn Skútustaðahreppi, vegna uppgjörs Hitaveitu Reykjahlíðar.

Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra 9. maí s.l. um að málinu er vísað frá dómi líkt og Skútustaðahreppur byggði málsvörn sína á.

17. Samningur um vettvangsliða á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands við Mývatn og á Laugum - 1906029

Lagður fram samningur um vettvangsliða á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands við Mývatn og á Laugum. Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar gera út og heldur utan um hóp vettvangsliða sem hægt er að kalla út til aðstoðar sjúkrabíls frá Húsavík á starfssvæði Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Meginverkefni þessa samnings snýr að mönnum og utanumhaldi Brunavarna Skútustaðahreps og Þingeyjarsveitar á vettvangsliðahópi á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.

18. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

19. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 9. fundar umhverfisnefndar dags. 24. maí 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn fyrir í þessari fundargerð undir dagskrárlið 3.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

20. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar dags. 18. júní 2019. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 1, 2, 4 og 6 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð sveitarstjórnar undir liðum 7-10.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

21. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram fundargerð 4. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar 25. júní 2019. Fundargerðin er í tveimur liðum.

Mál nr. 2 - Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur f.h. Landeigenda Reykjahlíðar ehf.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að óheimilt verði að reka geitfé á afrétti í Skútustaðahreppi. Bannið gildi út þetta ár.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að á haustdögum verði farið í vinnu við að móta framtíðarskipan þessara mála.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

22. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1706004

Fundargerð Almannavarnanefndar Þingeyinga dags. 24. maí 2019 lögð fram.

23. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerðir 871. og 872 funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. maí og 21. júní 2019 lagðar fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.35


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021