9. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 24. júní 2019

9. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 24. júní 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson varaformaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir aðalmaður, Aðalsteinn Dagsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Jóhanna Katrín formaður fór yfir stöðu mála. Hugmyndin er að fara í vettvangsverð en ýmsar tilraunir eru í gangi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þá er stefnt að íbúafundi í haust.

2. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Lögð fram endurskoðuð umhverfisstefna Skútustaðahrepps sem umhverfisnefnd hefur unnið að síðustu mánuði. Umhverfisstefnan fór í opinbert umsagnarferli. Ein ábending barst við umhverfisstefnu varðandi kolefnisjöfnun, hvatningu og þrýsting til aðgerða. Umhverfisnefnd þakkar góðar ábendingar. Stefnan tekur í dag á hluta þeirra. Sveitarfélagið vinnur að kolefnisjöfnun eigin rekstrar og mun endurmeta aðgerðaáætlun að því loknu og þá taka tillit til innkominnar ábendingar.
Formaður bar upp lítilsháttar breytingar á umhverfisstefnu.

Umhverfisnefnd samþykkir uppfærða umhverfisstefnu samhljóða.

3. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Sigurður Guðni Böðvarsson formaður starfshópsins, fór yfir stöðu mála. Verkefnið hefur fengið góða kynningu og farið vel af stað. Áfram verður unnið að verkefninu í sumar.

Umhverfisnefnd fagnar þeirri vinnu sem er farin af stað.

4. Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga - 1906016

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til stofnfundar samráðvettvangs sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftslagsmál 19. júní s.l. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, formaður umhverfisnefndar, var fulltrúi Skútustaðahrepps á stofnfundinum.
Lagt fram minnisblað Jóhönnu Katrínar frá fundinum ásamt yfirlýsingu stofnfundarins.

Umhverfisnefnd fagnar þessum samráðsvettvangi sveitarfélaganna á landsvísu og telur hann vera mikilvægan fyrir þær áskoranir sem framundan eru í umhverfis- loftslagsmálum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur