13. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 18. júní 2019

13. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Hlíðarvegi 6, 18. júní 2019

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Ólafur Þröstur - Umsókn um byggingarleyfi - 1903014

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12.03.2019 frá Ólafi Þresti Stefánssyni þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Þúfu í Vogum, skv. meðfylgjandi teikningum frá Belkod.
Á fundi skipulagsnefndar þann 19. mars 2019 var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar umsögn Umhverfisstofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga lág fyrir skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

Umsögn frá Náttúruverndarnefnd Þingeyinga barst þann 29.4.2019 umsögn frá Umhverfisstofnun barst þann 7. maí 2019. Náttúruverndarnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform. Skipulagsfulltrúa er falið að svara Umhverfisstofnun í samræmi við umræður á fundinum.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt við nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum frá 8. maí 2019 til og með 5. júní 2019. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu og í samræmi við svör nefndarinnar við umsögnum sem komu þá samþykkir skipulagsnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.

2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi - 1906005

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Gunnarssyni dags. 13. júní 2019 f.h. Skútustaðahrepps þar sem sótt er framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og jarðvegsframkvæmda í grennd við safntank vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunnar frá 31. ágúst 2018 er talið að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna vegagerðar og jarðvegsframkvæmda í grennd við safntank vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Umsókn um byggingarleyfi fyrir safntank á Hólasandi - 1906014

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Gunnarssyni dags. 13. júní 2019 f.h. Skútustaðahrepps þar sem sótt er byggingarleyfi vegna byggingar safntanks á Hólasandi fyrir svartvatn. Ráðgert er að byggja um 2.400 rúmmetra safntank á Hólasandi þar sem svartvatni frá rekstraraðilum og stofnunum verði safnað í lokaðan geymslutank. Tankurinn verður staðsettur á reit 382-I á sveitaruppdrætti í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu en fyrirhuguð byggingaráform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sem framkvæmdaraðila og landeigenda sem hafa nú þegar samþykkt byggingaráformin og samþykkir skipulagsnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg - 1905010

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. Skútustaðahrepps dags. 13. júní 2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum fyrir göngu- og hjólastíg frá landamerkjum Voga að norðan og suður fyrir afleggjara að Dimmuborgum.
Meðfylgjandi eru teikningar með langsniði af fyrirhugaðri legu stígsins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá landamerkjum Voga að norðan og suður fyrir afleggjara að Dimmuborgum samkvæmt meðfylgjandi gögnum verði samþykkt þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og Vegagerðarinnar liggur fyrir. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar varðandi skipulag á miðsvæði. Skipulagslýsing var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fjöreggi, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Sigfúsi Illugasyni, Daða Lange, Garðari Finnssyni, Kristínu Sverrisdóttur og Birki Fanndal.
Skipulagsfulltrúa var falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa þar sem tekið yrði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.
Komin er drög að breytingum deiliskipulags þéttbýlis Reykjahlíðar dags. 6. júní 2019 í samræmi við skipulagslýsingu þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda/umsagna sem bárust við skipulagslýsingu.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu þar til aðrir kostir vegna uppbyggingar þjónustusvæðis hafa verið skoðaðir nánar.

6. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð - verslun og þjónusta - 1903015

Tekið fyrir að nýju erindi frá fundi nefndarinnar þann 19. mars 2019 og fundi þann 14. maí 2019 þar sem rætt var um sjálfsafgreiðslustöð með eldsneyti á lóðinni að Hraunvegi 10 í Reykjahlíð og hugmyndir um framtíðarskipulag. Skipulagsnefnd fjallaði um að bensínafgreiðsla myndi ekki rúmast á miðsvæðinu miðað við tillögur að skipulagi svæðisins sem miða að því að skapa heildstæða og jákvæða miðbæjarmynd. Þá samþykkti nefndin að skipulögð yrði ný lóð fyrir bensínafgreiðslu í Reykjahlíð.
Á fundi skipulagsnefndar þann 14. maí s.l. var skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu að breytingunni og fyrir fundinum liggja drög að breytingarblaði fyrir stofnun lóðar undir eldsneytissölu að Sniðilsvegi 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar þar sem bætt verður við lóð að Sniðilsvegi 3 en frestar frekari breytingum á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar að sinni. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en breytingartillagan verður lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

7.  Stöðuleyfi fyrir klósettgám við Höfða - 1906013

Erindi frá Þorsteini Gunnarssyni dags. 14. júní 2019 f.h. Skútustaðahrepps þar sem sótt er um leyfi fyrir salernisgám við Höfða.
Eldra salerni var rifið s.l. haust vegna skemmda á húsnæðinu og á að setja niður salernisgám á sama stað og eldra salerni var og tengja við vatn og núverandi rotþró.
Deiliskipulagsvinna er í gangi fyrir Höfða og er ráðgert í þeirri vinnu að skipuleggja ný bílastæði og gera ný salerni í framhaldi af þeirri vinnu. Því er það tímabundin lausn að setja niður gám og hafa þar nú í sumar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veita stöðuleyfi fyrir salernisgám og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til 30. nóvember í samræmi við gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

8. Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar - Drög til kynningar - 1906006

Tekið fyrir erindi frá svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 7. júní 2019 þar sem lögð eru fram drög skipulagstillögu og umhverfisskýrslu til kynningar vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér drögin og gerir ekki athugasemdir að sinni.

9. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sín.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:34


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Nýjustu fréttir

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020