BREYTING: Ókeypis fyrir börn í sundlaugina á Laugum  – Ókeypis rútuferđ laugardaginn 1. júní

  • Fréttir
  • 21. maí 2019

Sundlaugarferð frestast um viku. Unnið er að viðhaldi í sundlauginni á Laugum og átti hún að opna næsta laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá sundlauginni næst hins vegar ekki að opna á laugardaginn eins og ætlunin var.

 Því frestast sundlaugarferðin um eina viku og verður laugardaginn 1. júní.

Farið er frá hreppsskrifstofu kl. 10.00 laugardaginn 1. júní n.k. (athugið breytta tímasetningu). Ókeypis er í rútuna. Farið er sunnan vatns og hægt að taka upp fólk á leiðinni við þjóðveginn.
Til að vita fjöldann þarf að tilkynna þátttöku í rútuferðinni í seinasta lagi kl. 11:45 á föstudegi fyrir ferðina, á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is  – eða með því að hringja í 464 4163 á hreppsskrifstofu. Gefa þarf upp fjölda fólks og hvar á að taka fólk upp í rútuna á leiðinni ef það fer ekki frá hreppsskrifstofu.

Skútustaðahreppur býður upp á ókeypis rútuferð í sund á Laugum fyrir fjölskyldur. Síðasta rútuferð á þessari önn er á laugardaginn 25. maí n.k.

Sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa gert samkomulag um aðgengi barna og ungmenna í Skútustaðahreppi að sundlauginni á Laugum. Í því felst:

  • Börn í Skútustaðahreppi á aldrinum 6-16 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugina á Laugum á opnunartíma hennar. Nafnalisti með börnum 6-16 ára með lögheimili í Skútustaðahreppi verður í afgreiðslu sundlaugarinnar og þarf að skrá þau inn.
  • Nú þegar er ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára.

Að öðru leyti vísast til gjaldskrár sundlaugarinnar: https://www.thingeyjarsveit.is/static/files/gjaldskrar/2019/sundlaugin-a-laugum_gjaldskra-2019.pdf

Sumaropnunartími sundlaugarinnar á Laugum:

Opið alla daga frá kl. 10-21.

Athugið:

Í samræmi við reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklinga 15 ára eða eldri. Ekki skal leyfa viðkomandi að hafa fleiri börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.


Deildu ţessari frétt