Búum til samverustundir í Mývatnssveit – Opinn fundur fyrir alla áhugasama

  • Fréttir
  • 18. maí 2019

Skútustaðahreppur vinnur að skemmtilegu verkefni sem miðar að því að auka hamingju Mývetninga. Verkefnið hefur fengið mikla athygli. Eftir að hafa gert skoðanakönnun á meðal Mývetninga þar sem þeir voru spurðir út í andlega og líkamlega heilsu og svo frábæran íbúafund, þá er kominn tími til að setja upp aðgerðaráætlun sem er hluti af verkefninu.

Því boðum við fulltrúa félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja og allt áhugasamt fólk á viðburðarfund í Jarðböðunum (efri hæð) þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00, eða um leið og fólk er búið að baða sig og fá sér grillmat eftir stóra hreinsunardaginn (plokkdaginn).

 Markmiðið með fundinum er að setja upp alveg ótrúlega skemmtilegt VIÐBURÐARDAGATAL það sem eftir lifir árs 2019. Þarna munum við í sameiningu skipuleggja og skipta með okkur viðburðum til þess að efla samveru og menningu í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 6. nóvember 2019

Dagskrá 28. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 30. október 2019

ENDURNÝTINGAMARKAĐUR - FLEAMARKET

Fréttir / 28. október 2019

Stígarnir í Höfđa lagfćrđir

Fréttir / 16. október 2019

Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps

Fréttir / 16. október 2019

Slćgjufundur og Slćgjuball 2019

Fréttir / 14. október 2019

Lokađ fyrir hitaveitu í dag fram eftir degi

Fréttir / 2. október 2019

Dagskrá 26. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 1. október 2019

Betri eđa bitrari!