12. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 17. maí 2019

12. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 17. maí 2019 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Margrét Halla Lúðvíksdóttir varamaður, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

Arnþrúður Dagsdóttir boðaði forföll á fund nefndarinnar og Pétur Snæbjörnsson og Hinrik Geir Jónsson lýstu sig vanhæfa í afgreiðslu málsins. Á fundinn mættu varamennirnir Hólmgeir Hallgrímsson og Margrét Halla Lúðvíksdóttir.

 

1. Landsnet - Umsókn um framkvæmdaleyfi Kröflulínu 3 - 1808003

Erindi dags. 14. maí 2019, sbr. erindi dags 11. júlí 2018 frá Þórarni Bjarnasyni verkefnisstjóra, f.h. Landsnets, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3, 220 kV háspennulínu.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 3, 220 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum, sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í aðalskipulögum sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
Gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000, liggja fyrir. Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags júlí 2018, sem er aðalþáttur gagnanna er tekinn saman af verkfræðistofunni Eflu f.h. Landsnets hf, sbr. einnig gögn um breytingu á framkvæmd sem fylgdu erindi, dags. 14. maí 2019. Vísað er til þessara gagna um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni, þ.m.t. 6. kafla lýsingarinnar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir og skilyrði sem Skipulagsstofnun telur að setja þurfi við leyfisveitingu framkvæmdarinnar, sbr. mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lýsingin, þ.m.t. útfærsla um hvernig skilyrðum og sjónarmiðum Skipulagsstofnunar skuli mætt, eru þannig hluti umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.

Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, sbr. m.a. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem staðfest var af Skipulagsstofnun 6. maí 2019.
Þá er framkvæmdin í samræmi við deiliskipulagið Stækkun Kröfluvirkjunar, staðfest 14.11.2013, sbr. breytingu samþykkt í sveitarstjórn dags. 27. mars 2019, auglýstri í B-deild stjórnartíðinda, dags. 14.05.2019. Hluti framkvæmdar er innan þess svæðis.

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar, dags. 6.12.2017, um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Kröflulína 3. Með vísan til framkvæmdalýsingar er um að ræða hina umhverfismetnu framkvæmd.

Í áliti Skipulagsstofnunar er fjallað um áhrif framkvæmdarinnar innan marka Skútustaðahrepps einkum varðandi svæði vestast á framkvæmdasvæðinu sem fellur undir vatnsvernd og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar, þ.e. nútímahraun. Þá er fjallað um neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdarinnar á nær allri línulögn varðandi landslag og mögulega einnig ferðaþjónustu og útivist. Skipulagsstofnun nefnir að draga megi úr áhrifum framkvæmdarinnar vegna þessara þátta með því að leggja línuna í jörð. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram sú afstaða að ekki hafi komið til samþætt greining á því hvaða jarðstrengskaflar skuli vera í forgangi á línuleiðinni.
Tekið er undir sjónarmið sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar, en jafnframt áréttað að umsótt framkvæmd varðar háspennulínur í lofti sem samræmist skipulagsáætlunum, sem hafa verið umhverfismetnar. Þá skiptir máli að um þá tegund framkvæmda sem umsókn varðar gilda sérlög sem fjalla um stöðu jarðstrengja sem valkosts og stöðu skipulagsáætlana. Í 9. gr. c. í raforkulögum nr. 65/2003 er m.a. kveðið á um að sveitarstjórnum beri að tryggja að skipulagsákvarðanir hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Í 9. gr. a. er lagagrundvöllur fyrir kerfisáætlun þar sem gert er ráð fyrir umsóttri framkvæmd. Fjallað var um framkvæmdina í kerfisáætlun Landsnets hf. 2015-2024, sem samþykkt var af Orkustofnun 25. apríl 2016. Þá er fjallað um hana í nýrri kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027 sem var samþykkt af Orkustofnun, dags. 18.1.2019. Kerfisáætlun hvílir á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, samþykktri 11. júní 2018, þar sem m.a. koma fram viðmið um hvenær jarðstrengir koma til álita. Í áætluninni er m.a. fjallað um að lengd jarðstrengs á línuleið Kröflulínu 3 geti að hámarki verið 15 km og nýting þess svigrúms takmarki möguleika jarðstrengslagna á leiðinni frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsstöðvar, en jarðstrengsvalkostur í nágrenni við Akureyrarflugvöll hefur t.a.m. verið talinn njóta forgangs, sbr. stefnur stjórnvalda. Þá hafa skipulagsáætlanir þeirra sveitarfélaga sem Kröflulína 3 nær til og varða fyrirkomulag línulagnar verið kynntar hverju sveitarfélagi og ljóst að málsmeðferð framkvæmdaleyfisumsóknar Kröflulínu 3 fer fram samhliða í sveitarfélögunum.
Þá er í áliti Skipulagsstofnunar fjallað um tengsl framkvæmdarinnar við stöðu núverandi byggðalínu og óvissuþætti varðandi endurnýjun hennar í framtíðinni. Í breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 3, komu þessi sjónarmið m.a. til umfjöllunar við skipulagsvinnuna. Jafnframt var þar fjallað um stöðu hverfisverndarsvæðanna Hv-311 og Hv-350 vegna framkvæmdarinnar.

Þá er í álit Skipulagsstofnunar fjallað um stöðu framkvæmdar vegna náttúruverndar. Með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga er gætt að þeim þáttum. Framkvæmdin liggur að hluta yfir svæði þar sem er nútímahraun. Umsótt framkvæmd hefur verið umhverfismetin og ekki er óvissa um áhrif framkvæmdar. Sú vinna hefur hvílt á því markmiði að forðast rask á eldhraunum, þó í því ljósi að slíkt rask er nauðsynlegt vegna markmiða að baki framkvæmd og jarðfræðilegum staðháttum í Skútustaðahreppi.
Þá er framkvæmdin jafnframt að hluta innan vatnasviðs Mývatns, sem nýtur tiltekinnar verndar skv. 4. gr. laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður Þingeyjarsýslu. Ljóst er að sú staða er nauðsynleg með vísan til markmiða að baki framkvæmd og legu Kröflu innan vatnasvæðis Mývatns. Byggt er á því að fyrirkomulag framkvæmda innan svæðis taki mið af sambærilegum kröfum og gilda um vatnsverndarsvæði Austaraselslinda, þar sem framkvæmdir liggja innan vatnasviðs Mývatns.

Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Kröflulínu 3 verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Í framkvæmdaleyfi verði m.a. gerð frekari grein fyrir kröfum til framkvæmda vegna vatnsverndar, sbr. fyrirliggjandi drög.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:51

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020