Húsheild međ lćgsta tilbođ í viđbyggingu leikskólans

  • Fréttir
  • 13. maí 2019

Þann 26. apríl s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ,,Krossmúli - Viðbygging leikskóla". Fyrir sveitarstjórn var lögð fram fundargerð frá opnun tilboða. Tvö tilboð bárust og voru engar athugasemdir gerðar við útboðsferlið:

Tilboð 1: HHS verktakar 69.864.409 kr.

Tilboð 2: Húsheild ehf. 51.261.668 kr.

Kostnaðaráætlun hönnuðar var 41.839.407 kr.

Skýringarviðræður voru haldnar með fulltrúum Húsheildar hf. þann 6. maí s.l. Niðurstaða þeirra var að eftir samanburð á tilboðsskrám lækkaði tilboð Húsheildar hf. niður í 49.461.668 kr. sbr. fundargerð.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Húsheild hf. á grundvelli tilboðs skýringarviðræðnanna og felur sveitarstjóra undirritun samninga.

Í fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir 25 m.kr. fyrir stækkun leikskólans og svo 10 m.kr. í 2. áfanga 2020 eða samtals 35 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða  að fjármögnun á viðbyggingu leikskólans verði með eftirfarandi hætti:

- 25 m.kr. samkv. fjárhagsáætlun 2019.

- 10 m.kr. sem áætlaðar voru í 2. áfanga 2020 verða færðar yfir á fjárhagsárið 2019 með viðauka.

- 10 m.kr. verða færðar af lið nr. 4 í fjárfestingaáætlun 2019 yfir í lið nr. 1 (stækkun leikskóla)

- 4.461.668 kr. verða fjármagnaðar með viðauka.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka (nr. 1 - 2019) við fjárhagsáætlun samtals að upphæð 14.461.668 kr. sem fjármagnaður verður með handbæru fé.


Deildu ţessari frétt