19. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 8. maí 2019

19. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 8. maí 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi lagði oddviti til að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Matarauður Þingeyjarsýslu - Dreifileiðiverkefni - 1905005
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við undir dagskrárlið 11 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur: Ársreikningur 2018 - 1905001

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2018 og svaraði fyrirspurnum.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Sigurður vék af fundi vegna vanhæfis, Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður kom inn á fundinn.
Þann 26. apríl s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ,,Krossmúli - Viðbygging leikskóla". Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða. Tvö tilboð bárust og voru engar athugasemdir gerðar við útboðsferlið:
Tilboð 1: HHS verktakar 69.864.409 kr.
Tilboð 2: Húsheild ehf. 51.261.668 kr.
Kostnaðaráætlun hönnuðar var 41.839.407 kr.
Skýringarviðræður voru haldnar með fulltrúum Húsheildar hf. þann 6. maí s.l. Niðurstaða þeirra var að eftir samanburð á tilboðsskrám lækkaði tilboð Húsheildar hf. niður í 49.461.668 kr. sbr. fundargerð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Húsheild hf. á grundvelli tilboðs skýringarviðræðnanna og felur sveitarstjóra undirritun samninga.
Í fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir 25 m.kr. fyrir stækkun leikskólans og svo 10 m.kr. í 2. áfanga 2020 eða samtals 35 m.kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fjármögnun á viðbyggingu leikskólans verði með eftirfarandi hætti:
- 25 m.kr. samkv. fjárhagsáætun 2019.
- 10 m.kr. sem áætlaðar voru í 2. áfanga 2020 verða færðar yfir á fjárhagsárið 2019 með viðauka.
- 10 m.kr. verða færðar af lið nr. 4 í fjárfestingaáætlun 2019 yfir í lið nr. 1 (stækkun leikskóla)
- 4.461.668 kr. verða fjármagnaðar með viðauka.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka (nr. 1 - 2019) við fjárhagsáætlun samtals að upphæð 14.461.668 kr. sem fjármagnaður verður með handbæru fé.

3. Kolefnisjöfnun Skútustaðahrepps - 1903028

Alma vék af fundi og Sigurður tók sæti sitt á ný.
Sveitarstjórn fól umhverfisnefnd að útfæra verkefni um útreikning á kolefnisspori vegna starfsemi sveitarfélagsins og leggja verkefnaáætlun fyrir sveitarstjórn.
Lögð fram drög að verkefnisáætlun um útreikning á kolefnisspori frá verkfræðistofunni Eflu að upphæð 330 þús. án vsk.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eflu og rúmast fjárhæðin innan fjárhagsáætlunar ársins.

4. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2019 - fyrri úthlutun - 1904051

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Tvær umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Linda Björk Árnadóttir: Sjálfbærni verkefni - Hvað getum við gert? Sótt um 170.000 kr.
Umsókn 2 - Helgi Arnar Alfreðsson f.h. Geochemý ehf.: Vísindin heim - Fræðsluerindi Jarðfræðistofunnar. Sótt um 460.000 kr.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 170.000 kr. og umsókn nr. 2 um 330.000 kr. Jafnframt leggi sveitarfélagið til aðstöðu í Skjólbrekku fyrir viðburðina sem tengjast umsóknunum.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur velferðar- og menningarmálanefndar samhljóða.

5. Menningarverðlaun 2019 - 1904050

Í samræmi við reglur um menningarverðlaun sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefna. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Engar formlegar tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti hver hljóti menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2019 en verðlaunin verða afhent þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. Afgreiðslan var færð í trúnaðarmálabók.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu nefndarinnar samhljóða.

6. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Lögð fram fyrsta útgáfa af endurskoðaðri Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps sem umhverfisnefnd hefur unnið að undanfarna mánuði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu umhverfisnefndar að vísa umhverfisstefnunni í opinbert umsagnarferli hjá íbúum sveitarfélagsins.

7. Breytingar á fastanefndum - 1904049

Lögð fram tillaga frá H-lista um tilnefningu nýrra varamanna listans í atvinnumála- og framkvæmdanefnd og umhverfisnefnd eftir að aðalmenn í þessum nefndum báðust lausnar vegna breytinga á starfshögum og fyrstu varamenn tóku sæti þeirra sem aðalmenn í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar 13. og 27. febrúar s.l.
Fjórði varamaður H-lista í atvinnumála- og framkvæmdanefnd verði Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir.
Fjórði varamaður H-lista í umhverfisnefnd verði Egill Freysteinsson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.

8. Skútustaðahreppur - Útboð á tryggingum - 1904046

Lögð fram eftirfarandi tilboð í tryggingar sveitarfélagsins en útboðsferlið var í umsjón Consello, löggilts vátryggingamiðlara.
VÍS 2.762.940 kr.
Sjóvá 3.434.339 kr.
TM 5.761.858 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð VÍS og felur sveitarstjóra undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

9. Samband ísl. sveitarfélaga - Lög um opinber innkaup - 1904045

Lagt fram erindi dagsett 17. apríl 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019. Það þýðir að frá þeim tíma gilda viðmiðunarreglur laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga. Hafi sveitarstjórn samþykkt innkaupareglur þarf að ganga úr skugga um að þær séu í samræmi við lögin, m.a. varðandi viðmiðunarfjárhæðir útboða.
Í samræmi við viðmiðunarreglur laganna eru lagðar til eftirfarandi breytingar á innkaupareglum Skútustaðahrepps:
9. gr.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða
Við innkaup Skútustaðahrepps gilda viðmiðunarfjárhæðir laga um opinber innkaup og breytingar sem gerðar verða á viðmiðunarfjárhæðum í samræmi við vísitölubreytingar og auglýstar eru opinberlega af fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. einnig nánari ákvæði reglna þessara.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu skv. 4. gr. reglna þessara, sbr. VIII. kafla laga um opinber innkaup, eru birtar í reglugerð settri af fjármála- og efnahagsráðherra í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

10. grein fellur niður og breytast númer á öðrum greinum sem því nemur.

10. gr. (áður 11. gr.)
Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna.
Gera skal formlega fyrirspurn um verð, önnur kjör og eiginleika, sbr. 16. gr. reglnanna, þegar áætluð fjárhæð innkaupa að meðtöldum virðisaukaskatti er innan viðmiðunarfjárhæða í samræmi við vísitölubreytingar og auglýstar eru opinberlega af fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. einnig nánari ákvæði reglna þessara.
Heimilt er að viðhafa önnur innkaupaferli í þeim undantekningartilvikum sem reglurnar greina.
Fyrirspurn er viðhöfð þegar útboð er ekki talið eiga við til að afla tilboða frá tilteknum aðilum sem taldir eru geta útvegað vöru, veitt þjónustu eða framkvæmt verk, sem óskað er eftir hverju sinni.
Þrátt fyrir að fyrirspurnir séu óformlegri en útboð, samkvæmt þeim lögum sem um þau gilda, skal tilboða aflað á grundvelli skriflegra fyrirspurnargagna og tilboð skulu einnig vera skrifleg. Sveitarfélaginu er heimilt að senda út fyrirspurnir og taka við tilboðum í fyrirspurnir í tölvupósti. Málsmeðferð öll skal vera vönduð, fyrirspurnargögn skulu vera skýr og greinargóð og skýrt skal koma fram ef meta á tilboð á öðrum forsendum en verði einu saman.
Tilboð skulu opnuð á tilsettum tíma og þau skráð. Samanburðarskrá tilboða skal gerð og þátttakendur skulu upplýstir um val á tilboði.

Sveitarstjórn vísar breytingunum á innkaupareglunni til seinni umræðu.

10. Rarik - Götulýsingakerfi í Reykjahlíð - 1904047

Lagt fram bréf dags. 10. apríl 2019 frá Rarik um viðræður við Skútustaðahrepp um yfirtöku á götulýsingarkerfinu í Reykjahlíð.

Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

11. Matarauður Þingeyjarsýslu - Dreifileiðiverkefni - 1905005

Lagt fram erindi dags. 6. maí 2019 frá Matarskemmunni ehf. um stuðning sveitarfélagsins við dreifileiðiverkefnið Matarauður Þingeyjarsýslu. Þeir aðilar sem standa að verkefninu vilja efla nýtingu staðbundins hráefnis og staðbundinnar matarmenningar til gera sýsluna einnig áhugaverðan áfangastað fyrir þá sem áhuga hafa á matarferðamennsku. Vilja þau auka þekkingu og metnað þeirra sem starfa í veitingasölu til að bera með stolti fram gæða matvæli sem framleidd eru í héraði og að framleiðsla þeirra og dreifing sé á sem sjálfbærastan hátt.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Dagbjört fór af fundi. Alma Dröfn varamaður tók sæti hennar.

13. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 8. fundar umhverfisnefndar dags. 6. maí 2019. Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn fyrir undir lið 6 í þessari fundargerð.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

14. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 5. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 6. maí 2019. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 1 og 2 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 4 og 5.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram til kynningar fundargerð frá forstöðumannafundi 29. apríl 2019.

16. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 870. stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11. apríl 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021