9. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 7. maí 2019

9. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 7. maí 2019 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Menningarverðlaun 2019 - 1904050

Í samræmi við reglur um menningarverðlaun sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefna. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Engar formlegar tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkir hver hljóti menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2019 en afgreiðslan er skráð í trúnaðarmálabók. Verðlaunin verða afhent þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k.

2. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2019 - fyrri úthlutun – 1904051

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2019 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2019. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Tvær umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Linda Björk Árnadóttir: Sjálfbærni verkefni - Hvað getum við gert? Sótt um 170.000 kr.
Umsókn 2 - Helgi Arnar Alfreðsson f.h. Geochemý ehf.: Vísindin heim - Fræðsluerindi Jarðfræðistofunnar. Sótt um 460.000 kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 170.000 kr. og umsókn nr. 2 um 330.000 kr. Jafnframt leggi sveitarfélagið til aðstöðu í Skjólbrekku fyrir viðburðina sem tengjast umsóknunum.

3. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Formaður fór yfir fund sem haldinn var í bókasafninu 29. apríl s.l. með starfsfólki bókasafnsins og Sólrúnu Hörpu Sveinbjörnsdóttur bókavörður hjá MMÞ um verklag og innkaup við rafræna skráningu í Landskerfi bókasafna (Gegni). Búið er að panta tækjabúnað sem þarf í verkið og verður Sólrún Harpa starfsfólki bókasafnsins innan handar með skráninguna.

4. Viðhald Skjólbrekku - 1901032

Sigurður Guðni Böðvarsson kom inn á fundinn og fór yfir stöðuna á viðhaldi og tiltekt í Skjólbrekku það sem af er ári. Búið er að útbúa útskot fyrir flygilinn sem kostað var af uppgjöri Skútasjóðs. Búið er að taka mikið til í kjallara, lagfæra svið, mála, setja upp hillur o.fl.

Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með það sem búið er að gera í Skjólbrekku. Næstu skref eru endurnýjun í anddyri, eldhúsi, íbúðinni í Skjólbrekku o.fl. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í markaðssetningu vegna útleigu á Skjólbrekku, uppsetningu leiktækja utanhúss, merkingar o.fl.

5. Skútustaðahreppur Menningarstefna - 2019-2022 - 1808042

Lögð fram lokadrög að Menningarstefnu Skútustaðahrepps 2019-2022 sem nefndin hefur unnið að undanfarna mánuði.

Nefndin samþykkir að menningarstefnan fari í opinbert umsagnarferli.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur