Auglýsing um breytingu á Ađalskipulagi Skútustađahrepps 2011-2023

  • Fréttir
  • 8. maí 2019

Jarðböðin

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi Jarðbaðanna í Jarðbaðshólum á landnotkunarreit 328-S. Skipulagsuppdrætti er breytt þannig að í stað hringtákns fyrir svæði 328 eru nákvæm mörk svæðisins færð inn á uppdráttinn. Landnotkun er breytt úr svæði fyrir þjónustustofnanir (S) í verslunar- og þjónustusvæði (V). Breytingin er í samræmi við fyrirhugaða stefnu um ferðaþjónustu.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi

gudjon@skutustadahreppur.is    

Kröflulína 3

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. mars 2019 breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felst í breyttri legu Kröflulínu 3 og fjórum nýjum efnistökusvæðum hennar vegna. Við hönnun og umhverfismat línunnar var valin línuleið sem krafðist breytingar á aðalskipulagi næst Kröflustöð auk þess sem óveruleg breyting er á legu línunnar um 6-7 km austan Kröflusvæðisins.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi

gudjon@skutustadahreppur.is    


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. júní 2019

Sumarlokun hreppsskrifstofu 2019

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 23. maí 2019

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar