18. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. apríl 2019

18. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 24. apríl 2019 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Skútustaðahreppur auglýsti eftir tilboðum í byggingu viðbyggingu við núverandi leikskóla að Krossmúla í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Málinu frestað til næsta fundar þar sem frestur til að skila inn tilboðum var framlengdur til 26. apríl n.k. kl. 11.00.

2. Staða fráveitumála - 1701019

Lagður fram samningur Skútustaðahrepps við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um verkefni sem lýtur að undirbúningi og uppbyggingu safnþrór fyrir svartvatn á Hólasandi. Skútustaðahreppur tekur að sér umsjón með og ber ábyrgð á framkvæmdinni en ríkið greiðir allt að 180 m.kr. vegna verkefnisins. Hönnun á safntanki á Hólasandi er langt kominn og verður verkefnið boðið út á næstunni.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans.

3. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir liðum 3 til 11.
Skipulagsfulltrúi kynnti minnisblað frá Bjarna Reykjalín vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni skipulagsnefndar að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.
Þann 11. janúar 2019 samþykkti skipulagsnefnd að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags. Skipulagslýsingin var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins og var athugasemdafrestur frá 31. janúar 2019 til 21. febrúar 2019.
Athugasemdir/umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Landsvirkjun, Minjastofnun, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Hólasandi, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 10. apríl 2019 frá Verkís, þar sem hefur verið tekið hefur verið mið af athugasemdum/umsögnum sem bárust.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5. Umsókn um að stofna lóðina Bergholt - 1904025

Erindi dagsett 19. mars 2019 frá Jóni Inga Hinrikssyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Bergholt undir núverandi íbúðarhús og gestahús í landi Voga 3 í Skútustaðahrepp. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Bergholt - Umsókn um byggingarleyfi - 1812013

Tekið fyrir að nýju erindi frá Jóni Inga Hinrikssyni dags. 14.12.2018 þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir ca 30 fm gestahúsi við Bergholt.
Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir var erindið grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við fyrirhuguð byggingaráform í grenndarkynningu og liggur leyfi Umhverfisstofnunnar fyrir vegna fyrirhugaðrar byggingar.
Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út tilskilinn leyfi vegna byggingar gestahúss þegar fullnægjandi gögn til útgáfu byggingarleyfis liggja fyrir.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

7. Stofnun lóðarinnar Arnarvatn 3a - 1904024

Erindi dagsett 1. apríl 2019 frá Ingigerði Arnljótsdóttur, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Arnarvatn 3a undir íbúðarhús í landi Arnarvatns 1,2,3 og 4 í Skútustaðahreppi. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 8. nóvember 2018 frá Búgarði og útfyllt eyðublöð F550 frá Þjóðskrá fyrir hvern landhluta.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

8. Sigurður Jónas - Umsókn um byggingarleyfi - 1902012

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Jónasi Þorbergssyni dags. 31.01.2019 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi við Helgavog. Fyrirliggjandi eru aðal- og verkteikningar frá EBK/AL-hönnun ásamt afstöðumyndum.
Byggingaráformin hafa áður verið kynnt fyrir skipulags- og umhverfisnefnd á fundi hennar þann 15. ágúst 2013. Í framhaldi kynningar leitaði skipulags- og byggingarfulltrúi umsagna Umhverfisstofnunnar og Náttúrufræðistofnunnar Íslands.
Úrskurður frá Umhverfisráðuneytinu liggur fyrir þar sem segir m.a.: "... Ráðuneytið fellst á að reist verði tvö íbúðarhús við Helgavog eins og gert er ráð fyrir í tillögu að breytingu á aðalskipulagi á landi sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er iðnaðarsvæði. Tryggt skal að fylgt verði ítrustu kröfum um mengunarvarnir frá hinum leyfðu íbúðarhúsum við gerð og rekstur þeirra". Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir eru í samræmi við úrskurð Umhverfisráðuneytisins og í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir var erindið var grenndarkynnt fyrir nágrönnum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við fyrirhuguð byggingaráform.
Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna íbúðarhúss þegar fullnægjandi gögn til útgáfu byggingarleyfis liggja fyrir.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að framkvæmdaaðila verði gert að fylgja ítrustu kröfum um mengunarvarnir við gerð og rekstur íbúðarhússins í samræmi við úrskurð umhverfisráðuneytisins og reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár nr. 665/2012.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

9. Umsókn um stofnun lóðarinnar Víkurnes - verkstæði - 1904026

Erindi dagsett 23. mars 2019 frá Jóni Árna Sigfússyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Víkurnes verkstæði undir núverandi verkstæði í landi Voga 3 í Skútustaðahrepp. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnunar lóðarinnar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

10. Ósk um umsögn vegna breytingar stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðar - 1904027

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Ögmundssyni fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs dags. 4. apríl 2019. Óskað er eftir athugasemdum Skútustaðahrepps við tillögu á endurskoðun stjórnunar- og verndunaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að útvíkka þjónustusvæði við Dettifoss og uppbyggingu innviða á áður óbyggðum reit. Fyrir liggur greinargerð þar sem fjallað er um tillöguna, forsendur hennar og núverandi stöðu þjónustusvæðis við Dettifoss.
Skipulagsnefnd fagnar erindinu og veitir fyrirhugaðri breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs um nýtt þjónustusvæði jákvæða umsögn.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

11. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Elísabet Sigurðardóttir og Dagbjört Bjarnadóttir véku af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður kom inn á fundinn undir þessum lið.
Málið tekið fyrir að nýju vegna athugasemdar Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi Jarðbaðanna í Jarðbaðshólum á landnotkunarreit 328-S. Skipulagsuppdrætti er breytt þannig að í stað hringtákns fyrir svæði 328 verða nákvæm mörk svæðisins færð inn á uppdráttinn. Landnotkun er breytt úr svæði fyrir þjónustustofnanir (S) í verslunar- og þjónustusvæði (V). Einnig er breytingin í samræmi við fyrirhugaða stefnu um ferðaþjónustu.
Að auki setur sveitarstjórn skilyrði að framkvæmdaaðili tryggi það og sýni fram á að niðurrennslisvatn berist ekki í grunnvatn við Mývatn og í Mývatn.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt tillögu að nýju deiliskipulagi Jarðbaðanna í Mývatnssveit sem mun koma í stað eldra deiliskipulags við gildistöku. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillaganna eins og 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Guðjón Vésteinsson fór af fundi.

12. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins - 1807008

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum.

Sveitarstjórn samþykktir breytingarnar á samþykktunum samhljóða.

13. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

14. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 10. fundar skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2019. Fundargerðin er í 15 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 13 og 14 hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir í þessari fundargerð undir liðum 3-10.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

15. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram fundargerð frá 5. fundi atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 10. apríl 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021