10. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 16. apríl 2019

10. fundur skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 16. apríl 2019 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir varamaður, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

       Dagskrá:

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Bjarni Reykjalín kom á fund nefndarinnar og kynnti minnisblað vegna endurskoðunar aðalskipulags.

2. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.
Þann 11. janúar 2019 samþykkti skipulagsnefnd að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags. Skipulagslýsingin var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins og var athugasemdafrestur frá 31. janúar 2019 til 21. febrúar 2019.
Athugasemdir/umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Landsvirkjun, Minjastofnun, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Hólasandi, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 10. apríl 2019 frá Verkís, þar sem hefur verið tekið hefur verið mið af athugasemdum/umsögnum sem bárust.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3. Bergholt - Umsókn um byggingarleyfi - 1812013

Tekið fyrir að nýju erindi frá Jóni Inga Hinrikssyni dags. 14.12.2018 þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir ca 30 fm gestahúsi við Bergholt.
Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir var erindið grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við fyrirhuguð byggingaráform í grenndarkynningu og liggur leyfi Umhverfisstofnunnar fyrir vegna fyrirhugaðrar byggingar.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út tilskilinn leyfi vegna byggingar gestahúss þegar fullnægjandi gögn til útgáfu byggingarleyfis liggja fyrir.

4. Sigurður Jónas - Umsókn um byggingarleyfi - 1902012

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Jónasi Þorbergssyni dags. 31.01.2019 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi við Helgavog. Fyrirliggjandi eru aðal- og verkteikningar frá EBK/AL-hönnun ásamt afstöðumyndum.
Byggingaráformin hafa áður verið kynnt fyrir skipulags- og umhverfisnefnd á fundi hennar þann 15. ágúst 2013. Í framhaldi kynningar leitaði skipulags- og byggingarfulltrúi umsagna Umhverfisstofnunnar og Náttúrufræðistofnunnar Íslands.
Úrskurður frá Umhverfisráðuneytinu liggur fyrir þar sem segir m.a.: "... Ráðuneytið fellst á að reist verði tvö íbúðarhús við Helgavog eins og gert er ráð fyrir í tillögu að breytingu á aðalskipulagi á landi sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er iðnaðarsvæði. Tryggt skal að fylgt verði ítrustu kröfum um mengunarvarnir frá hinum leyfðu íbúðarhúsum við gerð og rekstur þeirra". Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir eru í samræmi við úrskurð Umhverfisráðuneytisins og í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir var erindið var grenndarkynnt fyrir nágrönnum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við fyrirhuguð byggingaráform.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna íbúðarhúss þegar fullnægjandi gögn til útgáfu byggingarleyfis liggja fyrir.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að framkvæmdaaðila verði gert að fylgja ítrustu kröfum um mengunarvarnir við gerð og rekstur íbúðarhússins í samræmi við úrskurð umhverfisráðuneytisins og reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár nr. 665/2012.

5. Umsókn um að stofna lóðina Bergholt - 1904025

Erindi dagsett 19. mars 2019 frá Jóni Inga Hinrikssyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Bergholt undir íbúðarhús og gestahús í landi Voga 3 í Skútustaðahrepp. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Umsókn um stofnun lóðarinnar Víkurnes - verkstæði - 1904026

Erindi dagsett 23. mars 2019 frá Jóni Árna Sigfússyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Víkurnes verkstæði undir núverandi verkstæði í landi Voga 3 í Skútustaðahrepp. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

7. Umsókn um stækkun lóðarinnar Víkurnes og hnitsetning - 1904033

Erindi dagsett 23. mars 2019 frá Jóni Árna Sigfússyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Víkurnes verði stækkuð og hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 20. febrúar 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun og hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

8. Umsókn um hnitsetningu lóðar Vogar 3 - 1904034

Erindi dagsett 23. mars 2019 frá Jakobi Stefánssyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Voga 3 verði hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

9. Umsókn um stækkun lóðarinnar Stuðlar og hnitsetning - 1904035

Erindi dagsett 12. mars 2019 frá Stuðlar við Mývatn ehf, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Stuðla verði stækkuð og hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 20. febrúar 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun og hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

10. Umsókn um stækkun lóðarinnar Stekkholt og hnitsetning - 1904036

Erindi dagsett 19. mars 2019 frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Stekkholt verði stækkuð og hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 20. febrúar 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun og hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

11. Umsókn um stækkun lóðarinnar Arnarnes og hnitsetning - 1904038

Erindi dagsett 22. mars 2019 frá Gísla Rafni Jónssyni, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Arnarnes verði stækkuð og hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 20. febrúar 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun og hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

12. Umsókn um hnitsetningu lóðarinnar Hraunteigur - 1904037

Erindi dagsett 19. mars 2019 frá Sigríði Guðmundsdóttur, f.h. landeigenda þar sem sótt er um að lóðin fyrir Hraunteig verði hnitsett. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 1. mars 2019 frá Búgarði og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Fyrir liggur leyfi landeigenda Voga 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

13. Stofnun lóðarinnar Arnarvatn 3a - 1904024

Erindi dagsett 1. apríl 2019 frá Ingigerði Arnljótsdóttur, f.h. landeigenda þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Arnarvatn 3a undir íbúðarhús í landi Arnarvatns 1,2,3 og 4 í Skútustaðahrepp. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dags. 8. nóvember 2018 frá Búgarði og útfyllt eyðublöð F550 frá Þjóðskrá fyrir hvern landhluta.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

14. Ósk um umsögn vegna breytingar stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðar - 1904027

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Ögmundssyni fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs dags. 4. apríl 2019. Óskað er eftir athugasemdum Skútustaðahrepps við tillögu á endurskoðun stjórnunar- og verndunaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að útvíkka þjónustusvæði við Dettifoss og uppbyggingu innviða á áður óbyggðum reit.
Fyrir liggur greinargerð þar sem fjallað er um tillöguna, forsendur hennar og núverandi stöðu þjónustusvæðis við Dettifoss.

Skipulagsnefnd fagnar erindinu og veitir fyrirhugaðri breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs um nýtt þjónustusvæði jákvæða umsögn.

15. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu verkefni þeirra.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Nýjustu fréttir

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020