17. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 10. apríl 2019

17. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 10. apríl 2019 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að bæta við einu máli á dagskrá fundarins með afbrigðum:
Markaðsstofa Norðurlands - Endurnýjun á samstarfssamningi - 1812008
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir lið nr. 1 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Markaðsstofa Norðurlands - Endurnýjun á samstarfssamningi - 1812008

Að beiðni Markaðsstofu Norðurlands er lagður fram nýr þjónustusamningur við Skútustaðahrepp. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og er til þriggja ára og rennur þá út 31. desember 2021 en er jafnframt uppsegjanlegur árlega. Gjald fyrir þjónustu verksala miðast við íbúafjölda og er kr. 500.- pr. íbúa á ári og miðast greiðsla við íbúafjölda 1. des árið á undan. Upphæðin er óbreytt frá síðasta þjónustusamningi og rúmast innan fjárhagsáætlun ársins.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans.

2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - 1706026

Á fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2017 var lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Óskað var eftir afstöðu og samþykki Skútustaðahrepps um að norðursvæði stækki í samræmi við tillögu svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir nánari gögnum frá ráðuneytinu.
Ekki bárust viðbrögð ráðuneytisins við beiðni sveitarstjórnar fyrr en í þar síðustu viku þar sem ráðuneytið sendi inn greinargerð og kort um málið.
Umhverfisnefndin tók málið fyrir á fundi sínum 4. apríl s.l. og beindi því til sveitarstjórnar að óska eftir nánari upplýsingum frá ráðuneytinu um fjármagn sem fylgja ætti stækkun þjóðgarðsins. Jafnframt lagði nefndin áherslu á að slóðar að minjum verði haldið opnum sem og leitarslóðum fyrir búfé.
Umbeðnar upplýsingar bárust frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 8. apríl s.l.
Samkvæmt upplýsingum ráðuneytsins hefur eftirfarandi verið ákveðið varðandi landvörslu og uppbyggingu innviða:
- 4.500.000 kr. til viðbótar landvörslu á árinu 2019 á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs.
- 5.130.000 kr. til uppbyggingar innviða 2020 og felst einkum í stýringu á gönguleiðum en eftir á að útfæra verkefnið nánar með heimamönnum.
Herðubreiðarfriðland og Grafarlönd hafa verið friðlýst síðan 1974. Ábyrgð stjórnsýslu og leyfisveitinga er á höndum Umhverfisstofnunar, sem hefur með umsjónarsamningi veitt Vatnajökulsþjóðgarði umboð til daglegrar umsjónar svæðisins. Fram kemur í svari ráðuneytsins að talið er að um 20 þúsund dvalargestir á leið í öskju nýta afmarkaðan hluta gönguleiða í Herðubreiðarlindum, en álag þeirra á áfangastöðum við veginn á leið í Öskju er þeim mun meira (Grafarlönd og Gljúfrasmiður). Næturgestir í Herðubreiðarlindum (um 1.600 talsins) nýta gönguleiðir meira og líklegt að myndi aukast enn frekar, ef það markmið næst að efla landvörslu á svæðinu með friðlýsingar undir hatti Vatnajökulsþjóðgarðs. Gönguleið á Herðubreið er eingöngu fær reyndara fjallafólki eða með leiðsögn en þörf á endurnýjun merkinga við uppgönguna. Viðkvæmni svæðisins er mikil, sérstaklega á varptíma og þegar grunnvatnsstaða er há. Stýring umferðar er þó auðveld í framkvæmd, sé til þess nægur afli til landvörslu.
,,Þörf á viðhaldi innviða í Herðubreiðarlindum er orðið mjög brýnt því svæðið hefur í raun nánast verið einskismannsland. Ákjósanlegt væri fyrir málaflokk náttúruverndar, að ekki sé talað um svæðið sjálft, að með friðlýsingu yrði ávinningur hennar sýnilegur sem fyrst og augljósast með uppbyggingu innviða og viðhlítandi landvörslu,“ segir í svari ráðuneytsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að norðursvæði stækki í samræmi við tillögu svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með þeim fyrirvara að slóðum að minjum verði haldið opnum sem og leitarslóðum fyrir búfé líkt og umhverfisnefnd leggur áherslu á. Sveitarstjórn fagnar því að aukið fjármagn skuli veitt í landvörslu og til uppbyggingu innviða í Vatnajökulsþjóðgarði.

3. EFS - Fjárfesting og eftirlit með framvindu 2019 - 1903034

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 18. mars. Efni bréfsins er "Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019".

Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að útbúa verklagsreglur í samræmi við efni bréfsins.

4. Endurbygging sundlaugar í Reykjahlíð - 1810043

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að mynda stýrihóp um endurbyggingu sundlaugar í Skútustaðahreppi, tilnefningar ásamt erindisbréfi yrðu lagðar fyrir 17. fund sveitarstjórnar.
Lagðar fram eftirfarandi tilnefningar:
- Sveitarstjórn: Helgi Héðinsson formaður og Halldór Þ. Sigurðsson.
- Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Edda Hrund Guðmundsdóttir.
- Grunnskóli / Mývetningur, íþrótta- ungmennafélag: Jóhanna Jóhannesdóttir.
- Fulltrúar íbúa og atvinnulífs: Pétur Snæbjörnsson og Ólafur Ragnarsson.
- Fulltrúi eldri Mývetninga: Birkir Fanndal.
Sveitarstjóri verður starfsmaður nefndarinnar.
Lagt fram erindisbréf nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir tilnefningar í nefndina og erindisbréfið samhljóða.

5. HSÞ: Ársskýrsla 2018 - 1904002

Lögð fram ársskýrsla HSÞ fyrir starfsemina árið 2018 en aðalfundurinn var haldinn í Skjólbrekku.

6. Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Aðalfundarboð - 1804002

Lagt fram aðalfundarboð frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga ses. 11. apríl n.k. en fundurinn verður haldinn í Skjólbrekku.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigurður Guðni Böðvarsson fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

7. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

8. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 8. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 2. apríl 2019. Fundargerðin er í tveimur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða.

9. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 7. fundar umhverfisnefndar dags. 4. apríl 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 3 hefur hefur þegar verið tekinn fyrir og afgreiddur í þessari fundargerð í máli nr. 1.

Liður 5: Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044
Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vel heppnað hreinsunarátak á bílhræjum og brotajárni 2018 verði endurtekið í vor.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020