Sveitarstjórapistill nr. 52 kominn út - 11. apríl 2019

  • Fréttir
  • 11. apríl 2019

Sveitarstjórapistill nr. 52 er kominn út í dag 11. apríl 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.

Gestkvæmt hefur verið í Mývatnssveit að undanförnu og í pistlinum er m.a. sagt frá heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra og Samorku. Þá er sagt frá vel sóttum og flottum íbúafundi um fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins sem er í vinnslu, samningi um orkutengda þjónustu, aukaaðalfundi Eyþings, samþykkt sveitarstjórnar að norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs stækki og svo er ótrúlega mikið um að vera í menningarlífinu á næstunni. Má þar nefna Músík í Mývatnssveit, óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna, heilsueflandi sirkushelgi fyrir fjölskylduna, páskabingó o.fl. Þá er sagt frá sundlaugarnefnd, fráveitumálum og ýmsu fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr.52 - 11. apríl 2019


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ