Músík í Mývatnssveit

  • Fréttir
  • 10. apríl 2019

Músík í Mývatnssveit
Mývetningar, ferðafólk fjölmennum á tónlistarhátíðina Músík í Mývatnssveit um páska.
Kammertónleikar í Félagsheimilinu Skjólbrekku á skírdag 18. apríl kl. 20. Þar verður fluttur hinn bráðskemmtilegi píanókvintett eftir Dvoràk ásamt söngljóðum og dúettum eftir Brahms, Schumann, Grieg, Mozart og íslensk tónskáld.
Í Reykjahlíðarkirkju föstudaginn langa 19. apríl kl. 20. Flutt verður
Stabat Mater eftir Pergolesi og tónlist eftir Bach, Rossini og fleiri.
Flytjendur eru:
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran
Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran
Laufey Sigurðardóttir fiðla
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla
Vivi Ericson lágfiðla
Julia Mogensen sello
Peter Matè pianó og orgel
Miðasala við innganginn.
Músík í Mývatnssveit
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ