Óskađ eftir tilnefningum til Menningarverđlauna Skútustađahrepps 2019 - Skútustađahreppur‘s Cultural prize

  • Fréttir
  • 9. apríl 2019

Haustið 2018 lagði velferðar- og menningarmálanefnd fram reglur um að menningarverðlaun Skútustaðahrepps yrðu veitt árlega og að handhafi verðlaunanna hlyti styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna á fundi í september 2018.

Velferðar- og menningarmálanefnd auglýsir því eftir tilnefningum og ábendingum vegna menningarverðlauna Skútustaðahrepps 2019. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta hlotið nafnbótina og tilnefningu skal gjarnan fylgja stutt greinargerð um viðkomandi. Þar skal fara yfir starf, viðburði og/eða þátt viðkomandi í að auðga menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu og vera öðrum fyrirmynd. Rétt til að tilnefna hafa öll félög og íbúar í Skútustaðahreppi.

Reglur um menningarverðlaun má finna inni á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Reglugerðir, samþykktir og stefnur).

Tilnefningar skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is fyrir 1. maí n.k. Verðlaunin verða afhent á hátíðarhöldunum þann 17. júní n.k.

Velferðar- og menningarmálanefnd

 

Skútustaðahreppur‘s Cultural prize

The committee of welfare and cultural matters in Skútustaðahreppur municipality kindly asks for nominations for the annual cultural prize. Individuals, groups or organizations in the area can be nominated. A short statement should follow the nomination on how the nominated, or his work, has enriched the cultural and social life and in what way the nominated, or his work, has proven as a role model for others in Mývatnssveit. Anyone living in Skútustaðahreppur can nominate.

Rules regarding the cultural prize can be found on Skútustaðahreppur‘s webpage (under Stjórnsýsla > Reglugerðir, samþykktir og stefnur). The rules are unfortunately only available in Icelandic, we apologize for the inconvenience.

Nominations should be sent to skutustadahreppur@skutustadahreppur.is before May 1st. The prize will be awarded on June 17th, our Independence Day.

Velferðar- og menningarmálanefnd
(Committee of welfare and cultural matters)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 2. október 2019

Dagskrá 26. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 1. október 2019

Betri eđa bitrari!

Fréttir / 17. september 2019

Íbúasamráđ vegna fjárhagsáćtlunar

Fréttir / 17. september 2019

8848 ástćđur til ţess ađ gefast upp

Fréttir / 4. september 2019

Dagskrá 24. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 3. september 2019

Tímabundin lokun ađgengis í Höfđa