Skíđaferđ á morgun ţriđjudag 9. apríl

  • Skólafréttir
  • 8. apríl 2019

Við förum í skíðaferðalag í Hlíðarfjall þriðjudaginn 9. apríl. Rútan leggur af stað frá skólanum kl. 9:00 og keyrir sunnan Mývatns og tekur nemendur upp í á leiðinni. Egill fer suður á bæi. Ekki verður morgunmatur í skólanum.
Mötuneyti skólans sér um nesti fyrir daginn en nemendum er heimilt að hafa með sér peninga þar sem sjoppa er opin í skíðahótelinu. Einnig mega nemendur hafa með sér smá sælgæti. Minni á að orkudrykkir eru ekki heimilir.  Nemendur mega hafa með sér síma og tölvuspil en það er á ykkar ábyrgð ef þið leyfið þeim að hafa það með. 
Nemendur þurfa að vera vel klæddir og með fatnað og útbúnað vel merktan.
Skólinn borgar lyftugjöldin og einnig skíðaleigu fyrir þá sem ekki eiga skíði.
Við áætlum að leggja af stað heim um kl. 16:00. Við setjum tilkynningu á heimasíðuna þegar við leggjum af stað heim.
Ef einhverjir foreldrar geta komið með vinsamlegast hafið þá samband við Sólveigu, þeir sem voru búnir að láta vita, þurfa að staðfesta.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ