7. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 4. apríl 2019

7. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 4. apríl 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson varaformaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir aðalmaður og Aðalsteinn Dagsson varamaður.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Sigurður Guðni varaformaður umhverfisnefndar fór yfir stöðuna í vinnu starfshóps um framandi og ágengar tegundir.

Umhverfisnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar, Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar að veita fjármagni og/eða tækjaaðstoð til þess að hefja aðgerðir strax í sumar.
Nefndin hvetur jafnframt landeigendur til þess að vera vakandi hvað varðar útbreiðslu kerfils, lúpínu og heimanjóla.

2. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, formaður starfshóps um lífrænan úrgang fór yfir starf hópsins sem hefur fundað í tvígang og vinnur að upplýsingaöflun um mögulegar leiðir að nýtingu lífræns úrgangs. Ákjósanlegt væri að upplýsingar um stöðu sveitarfélaga varðandi förgun lífræns úrgangs og möguleikum til nýtingar væri miðlægar.
Umhverfisnefnd tekur undir með starfshópnum og leggur til við sveitarstjórn að senda inn erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem skorað er á sambandið að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögunum hvernig þau standa að förgun og/eða nýtingu lífræns úrgangs.

3. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - 1706026

Jóhanna Katrín vék af fundi vegna vanhæfis og Sigurður Guðni varaformaður tók við stjórn fundarins.
Á fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2017 var lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Óskað er eftir afstöðu og samþykki Skútustaðahrepps um að norðursvæði stækki í samræmi við tillögu svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir nánari gögnum frá ráðuneytinu.
Ekki bárust viðbrögð ráðuneytisins við beiðni sveitarstjórnar fyrr en í síðustu viku þar sem ráðuneytið sendi inn greinargerð og kort um málið.

Umhverfisnefndin beinir því til sveitarstjórnar að óska eftir nánari upplýsingar frá ráðuneytinu um fjármagn sem fylgja ætti stækkun þjóðgarðsins. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að slóðar að minjum verði haldið opnum sem og leitarslóðum fyrir búfé.
Jóhanna Katrín kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn hans.

4. Kolefnisjöfnun Skútustaðahrepps - 1903028

Sveitarstjórn samþykkti að fela umhverfisnefnd að útfæra verkefni um útreikning á kolefnisspori vegna starfsemi sveitarfélagsins og leggja verkefnaáætlun fyrir sveitarstjórn.

Umhverfisnefnd fagnar því frumkvæði sveitarstjórnar að flýta áætlunum sveitarfélagsins um kolefnisjöfnun miðað við núgildandi umhverfisstefnu.
Nefndin felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Þorsteinn Gunnarsson vék af fundi.

5. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Farið yfir vinnuferli umhverfisstefnu.

Stefnt er að því að umhverfisstefna verði tilbúin í umsagnarferli í maí.
Umhverfisnefnt fer þess á leit við sveitarstjórn að vel heppnað hreinsunarátak á bílhræjum og brotajárni 2018 verði endurtekið í vor.

6. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi mætti til fundar og kynnti umsagnir og athugsemdir við deiliskipulagslýsingu fyrir Höfða og vék af fundi að því loknu.

Umhverfisnefnd lýsir miklum efasemdum með brúartengingu milli svæða, ekki síst á þeim forsendum að myndi líklega orsaka mjög aukinn fjölda ferðamanna um svæðið, sem efasemdir eru um að það beri. Umhverfisnefnd leggur eindregið til að bílastæði verði vestan vegar, á Sviðningi. Jafnframt er bent á nauðsyn þess að afleggja ekki núverandi aðkomu og bílastæði við Höfða, vegna aðgengis íbúa og fatlaðra.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 15. október 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur