Skútustađahreppur óskar eftir tilbođum í viđbyggingu viđ leikskóla - Frestur lengdur til 26. apríl

  • Fréttir
  • 3. apríl 2019

Fyrirspurn hefur borist um mögulega seinkun á opnunartíma útboða vegna óhentugrar tímasetningar útboðs m.a. vegna páskafría. Ákveðið hefur verið að verða við henni.
Tilkynning þessi er innan viðmiðunar 63.gr. laga um opinber innkaup.
Frestun er því sem hér segir:
- Fyrirspurnartíma lýkur 19.apríl
- Svarfrestur rennur út 23.
- Opnunartími er klukkan 11:00, föstudaginn 26.apríl.


Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í viðbyggingu við leikskóla.
Um er að ræða viðbyggingu við núverandi leikskóla að Krossmúla í Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Verkið er tvíþætt, bygging timburhúss (80m2)á steyptum sökklum og plötu, og endurbætur á núverandi leikskólahúsnæði.
Húsið er aðlagað núverandi byggingum. Samhliða stækkun er farið í endurbætur á núverandi leikskóladeild, sem felur í sér rif og uppsetningu nýrra léttra innveggja, kerfsloft, innihurðir, nýjan inngang (steypusögun), auk lagna.
Húsið er fullfrágengið til innréttingar.
Helstu tölur:
• Steypt sökkulplata...............................69 m2
• Sökklar................................................32 lm
• Berandi útveggir..................................46 m2
• Berandi innveggur...............................45 m2
• Rif léttir innveggir.................................38 m2
• Smíði léttra innveggja..........................86 m2
• Þak (byggist yfr núverandi byggingu).165 m2
• Rif þakklæðning á núverandi þaki........87 m2

Verkinu skal að fullu lokið innandyra 15.ágúst 2019 ,og að utan 1.september 2019
Rafræn gögn verða aðgengileg frá kl.14:00, 8.apríl 2019 og áhugasamir beðnir um að hafa samband við umsjónaraðila með tölvupósti á faglausn@faglausn.is varðandi afhendingu gagna.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Skútustaðahrepps að Hlíðarvegi 6,
Reykjahlíð eigi síðar en 26.apríl 2019, klukkan 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Deildu ţessari frétt