Ný metnađarfull jafnréttisáćtlun Skútustađahrepps samţykkt

  • Fréttir
  • 1. apríl 2019

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum í haust að endurskoða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Í jafnréttis-áætlun skal m.a. koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu almennt lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

Skipaður var stýrihópur um endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar. Sæmundur Þór Sigurðsson var fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar í stýrihópnum, aðrir fulltrúar komu frá starfsfólki Skútustaðahrepps, þau Arnþrúður Dagsdóttir og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir (formaður). Með nefndinni starfaði sveitarstjóri. Nefndin lagði nýja jafnréttisáætlun fyrir velferðar- og menningarmála-nefnd sem leist vel á og vísaði henni til umsagnar Jafnréttisstofu áður en hún færi í opinbert umsagnarferli og svo til samþykktar sveitarstjórnar.  Engar athugasemdir bárust í opinberu umsagnarferli.

Sveitarstjórn samþykkti Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps samhljóða og lýsti yfir ánægju sinni með hvernig til tókst og þakkaði öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.

Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps 2019-2022


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. júní 2019

Sumarlokun hreppsskrifstofu 2019

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 23. maí 2019

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar