Niđurskurđi ráđherra til jöfnunarsjóđs mótmćlt

  • Fréttir
  • 1. apríl 2019

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áætlað tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020 og 2021 var lagt fyrir sveitarstjórn. Samkvæmt útreikning-unum er áætlað að framlög úr jöfnunarsjóði vegna frystingarinnar til Skútustaðahrepps muni lækka um 10,2% árið 2020 og hvorki meira né minna en 20,1% árið 2021. Í tillögu að fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 er gert ráð fyrir skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 ma.kr. á næstu tveimur árum.

Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með áform fjármálaráðherra um að skerða tekjur jöfnunarsjóðsins. Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið þar sem segir m.a. að ekkert samráð var haft við sambandið eða sveitarfélög þegar þessi einhliða ákvörðun var tekin og eru þessi vinnubrögð í algjörri andstöðu við það góða samstarf sem þróast hefur milli sambandsins og fjármála- og efnahagsráðu-neytisins síðustu ár. Með þessu hefur ráðherra og ríkisstjórn brugðist trausti sambandsins á mjög alvarlegan hátt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ