16. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 27. mars 2019

16. fundur fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 27. mars 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins – 1807008

Lögð fram tillaga til seinni umræðu breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 - 1810015

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum 9. október 2018 að endurskoða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Í jafnréttisáætlun skal m.a. koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu almennt lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Skipaður var stýrihópur um endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar. Sæmundur Þór Sigurðsson var fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar í stýrihópnum, aðrir fulltrúar komu frá starfsfólki Skútustaðahrepps, þau Arnþrúður Dagsdóttir og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir (formaður). Með nefndinni starfaði sveitarstjóri. Nefndin lagði nýja áætlun fyrir velferðar- og menningarmálanefnd sem leist vel á og vísaði henni til umsagnar Jafnréttisstofu áður en hún færi í opinbert umsagnarferli og svo til samþykktar sveitarstjórnar.

Engar athugasemdir bárust í opinberu umsagnarferli.
Sveitarstjórn samþykkir Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.

3. Skútustaðahreppur: Umferðaröryggisáætlun 2019-2022 - 1809006

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 12. september 2019 var samþykkt að ráðast í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Undanfarin ár hafa sveitarfélög verið sérstaklega hvött til að gera áætlun um umferðaröryggi. Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga miða að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Tilgangurinn er að stuðla að skilvirkari forgangsröðun verkefna í umferðaröryggismálum. Gerður var samningur við Samgöngustofu um aðstoð við gerð umferðaröryggisáætlunar og var hann samþykktur í sveitarstjórn 24. október. Gerð var verkefnisáætlun og settur á laggirnar samráðshópur undir stjórn sveitarstjóra sem hélt utan um verkefnið. Stýrihópurinn fundaði alls þrisvar og haldinn var opinn íbúafundur. Frumdrög að umferðaröryggisáætluninni fóru í opinbert umsagnarferli þar sem íbúum gafst kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir Umferðaröryggisáætlun Skútustaðahrepps 2019-2022 og lýsir yfir ánægju sinni með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.

4. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Lagðar fram niðurstöður frá íbúafundi um Hamingju og vellíðan Mývetninga sem tókst mjög vel. Stýrihópur mun nú fara yfir hugmyndirnar og koma með aðgerðaráætlun um næstu skref.
Þá sendi sveitarfélagið inn umsókn í Lýðheilsusjóð um fjárhagslegan stuðning vegna verkefnisins og fékk úthlutað 300.000 kr.

Sveitarstjórn fagnar framlagi Lýðheilsusjóðs.

5. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Lagt fram ytra mat Menntamálastofnunar á Reykjahlíðarskóla. Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Ytra mat á grunnskólum er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á hverju ári eru tíu grunnskólar metnir. Ytra mat er grundvallað á lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðum um mat og eftirlit og þriggja ára áætlunum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi.
Í ytra matinu kemur fram margt mjög jákvætt um skólastarf Reykjahlíðarskóla. Jafnframt koma fram góðar ábendingar um tækifæri sem blasa við til að efla faglegt starf skólans til framtíðar.
Skýrslan var kynnt af úttektaraðilum fyrir kennurum Reykjahlíðarskóla, skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, skólanefnd og sveitarstjórn síðasta mánudag.

Skóla- og félagsmálanefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að leitað verði til Tröppu ehf. til að gera umbótaáætlun fyrir Reykjahlíðarskóla og sjá um eftirfylgni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Tröppu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar í haust.

6. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf; kennslufjöldi og starfsmannaþörf 2019-2020 – 1903023

Lagt fram minnisblað um skipulag skólastarfs Reykjahlíðarskóla næsta skólaár, áætlaðan kennslufjölda og starfsmannaþörf. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda úr 35 í 43, vikulegur kennslustundafjöldi verði óbreyttur, kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 165 kennslustundir á viku og 10 kennslustundir til sérkennslu. Samtals 175 kennslustundir á viku. Áfram verði boðið upp á gjaldfrjálsa frístund að loknum skóladegi í samstarfi við Mývetning en þar vantar tvo starfsmenn. Miðað við núverandi upplýsingar vantar kennara í 1,5 til 2 stöðugildi. Gert er ráð fyrir stuðningsfulltrúa í 70% starf og námsráðgjafa í 10% starf. Skóla- og félagsmálanefnd samþykkti skipulag skólastarfs næsta vetur fyrir sitt leyti en hefur áhyggjur af litlu framboði af leiguhúsnæði fyrir starfsfólk.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skóla- og félagsmálanefndar.

7. Leikskólinn Ylur - Þróun barnafjölda og stöðugildi 2019-2020 - 1903022

Lagt fram minnisblað leikskólastjóra um skipulag skólastarfs á leikskólanum Yl næsta skólaár, þróun barnafjölda og stöðugildi skólaárið 2019-2020. Fyrirsjáanlegt er að tveir starfsmenn hætta eftir sumarfrí í samtals 1,3 stöðugildi auk þess sem leikskólinn er undirmannaður í dag. Því vantar að manna 2-2,5 stöðugildi næsta vetur. Sjö börn fara upp í grunnskólann næsta vetur og verða að lágmarki 26 börn í leikskólanum næsta vetur. Skóla- og félagsmálanefnd samþykkti skipulag skólastarfs næsta vetur fyrir sitt leyti en hefur áhyggjur af litlu framboði af leiguhúsnæði fyrir starfsfólk.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skóla- og félagsmálanefndar.

8. Kolefnisjöfnun Skútustaðahrepps - 1903028

Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir minnispunkta frá fundi með Landgræðslustjóra og starfsfólki Landgræðslunnar þann 18. mars s.l. um samstarf sem snýr að að kolefnisspori sveitarfélagsins og möguleikum til þess að minnka það og jafna út. Fyrsta skrefið er að láta reikna út kolefnissporið. Skútustaðahreppur og Landgræðslan eiga nú þegar í samstarfi m.a. um uppgræðslu á Hólasandi o.fl. vegna fráveituverkefnis og moltugerðar. Reikna má með að útreikningur á kolefnisspori sveitarfélagsins taki eina vinnuviku.

Samþykkt samhljóða að fela umhverfisnefnd að útfæra verkefni um útreikning á kolefnisspori vegna starfsemi sveitarfélagsins og leggja verkefnaáætlun fyrir sveitarstjórn.

9. Endurbygging sundlaugar í Reykjahlíð - 1810043

Framhald frá samþykkt sveitarstjórnar á 7. fundi 24. okt. 2018. Lögð fram tillaga að mynda stýrihóp um verkefnið sem mun leita allra leiða til skynsamlegrar uppbyggingar og reksturs sundlaugar í Mývatnssveit.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefnt verði í stýrihópinn á næsta fundi og þar verði jafnframt lagt fram erindisbréf.

10. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Teknar fyrir athugasemdir sem bárust við skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir tengivirki á Hólasandi.

Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi komi athugasemdum/umsögnum á framfæri við umsækjenda þar sem tekið yrði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.

11. Hólasandur: Breytingar á aðalskipulagi - 1802004

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna söfnunar skólps, hreinsunar og nýtingar á Hólasandi og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarstjórnar um þær. Jafnframt verði honum falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12. Skútustaðahreppur: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna Kröflulínu 3 - 1809027

Helgi og Elísabet véku af fundi vegna vanhæfis, Friðrik og Alma varamenn komu inn á fundinn og Sigurður tók við stjórn hans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023
vegna breyttrar legu Kröflulínu 3. Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði samþykkt með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarstjórnar um þær. Jafnframt er honum falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breyttu deiliskipulagi Kröfluvirkjunar með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu og er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Helgi og Elísabet komu aftur inn á fundinn í stað varamanna.

13. Landsvirkjun - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1902038

Fyrir liggur umsókn frá Landsvirkjun, dags. 22.02.2019, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Þeistareykjavegar í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við umhverfismat Landsnets frá 2010 um háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka á Húsavík, Svæðisskipulag háhitasvæði í Þingeyjarsýslum 2007-2025 og Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
Samningur við landeigendur liggur fyrir.
Fyrirliggjandi gögn eru yfirlit af fyrirhuguðum vegi, kennisnið ásamt teikningu af fyrirhuguðum tímabundnum vegslóða.

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar frá fundi hennar þann 19. mars 2019. Sveitarstjórn hefur kynnt sér matsskyldu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og tekur undir niðurstöður í áliti Skipulagsstofnunnar varðandi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.
Lagaskilyrði eru til útgáfu framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan í bókun skipulagsnefndar þann 19. mars 2019 samþykkir sveitarstjórn umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Þeistareykjavegar með þeim skilyrðum sem fram koma í niðurstöðu Skipulagsstofnunar og skipulagsnefnd tók fram í sinni bókun. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14. Eyþing: Aukaaðalfundur 9. apríl 2019 - 1903030

Boðað er til aukaaðalfundar Eyþings eins og ákveðið var á aðalfundi 2018. Fundurinn verður haldinn 9. apríl 2019 á Hótel KEA kl. 13.00

Fulltrúar Skútustaðahrepps eru Helgi Héðinsson oddviti og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Varamenn eru Dagbjört Bjarnadóttir og Margrét Halla Lúðvíksdóttir.

15. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2019 - 1903029

Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 29. mars n.k. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Sveitarstjóri situr aðalfund Lánasjóðsins og fer með umboð sveitarfélagsins.

16. Þá tttaka í íbúasamráðsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbæjar - 1903032

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sótt verði um þátttöku í verkefninu m.a. á grunni stefnumótunarverkefna í tengslum við gerð aðalskipulags auk annarra verkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.

17. Samband íslenskra sveitarfélaga - Áform fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs - 1903031

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áætlað tekjutap vegna áforma um frystingu framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020 og 2021. Samkvæmt útreikningunum er áætlað að framlög úr jöfnunarsjóði vegna frystingarinnar til Skútustaðahrepps lækka um 10,2% árið 2020 og hvorki meira né minna en 20,1% árið 2021. Í tillögu að fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 er gert ráð fyrir skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 ma.kr. á næstu tveimur árum.
Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með áform fjármálaráðherra um að skerða tekjur jöfnunarsjóðsins. Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið þar sem segir:

,,Ekkert samráð var haft við sambandið eða sveitarfélög þegar þessi einhliða ákvörðun var tekin og eru þessi vinnubrögð í algjörri andstöðu við það góða samstarf sem þróast hefur milli sambandsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins síðustu ár. Með þessu hefur ráðherra og ríkisstjórn brugðist trausti sambandsins á mjög alvarlegan hátt. Samvinna aðila á grundvelli laga um opinber fjármál undanfarin ár hefur verið byggð á því að aðilar hafi sammælst um að haga sameiginlega opinberum fjármálum á þann hátt að jafnvægi væri í rekstri og skuldir greiddar niður. Nú bregður svo við að ríkið ætlar að bæta afkomu sína á kostnað sveitarfélaga, en það breytir ekki heildarafkomu hins opinbera.
Meginþungi framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga rennur annars vegar skv. samkomulagi aðila til að fjármagna hluta af þjónustu við fatlað fólk og hins vegar til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem mörg hafa veikan fjárhag. Skilaboðin sem þessi skerðing felur í sér eru að sveitarfélög dragi úr þjónustu við fatlað fólk auk þess sem dregið er úr getu fjölda sveitarfélaga til að standa undir launakostnaðarhækkunum í kjölfar komandi kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að þessar fyrirætlanir hafi áhrif á samskipti og ákvarðanir sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu á ýmsum sviðum. Einnig má vænta að þessi aðgerð auki á skuldasöfnun margra sveitarfélaga í stað þess að þau lækki skuldir sínar eins og sameiginlegur vilji ríkis og sveitarfélaga hefur staðið til undanfarin ár með góðum árangri.
Umrædd aðgerð felur í sér árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Hún veikir rekstrargrundvöll margra þeirra verulega og á sér ekki fordæmi í samskiptum þessara tveggja stjórnsýslustiga. Á sama tíma er fjárhagslegur grundvöllur sveitarfélaga víða í uppnámi vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Stjórn sambandsins krefst þess að boðuð áform um tekjuskerðingu gagnvart sveitarfélögum verði dregin til baka svo skapaður verði á ný jarðvegur fyrir eðlileg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Nú þegar verði teknar upp viðræður við fjármála- og efnahagsráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála um málið og leiði þær viðræður ekki til ásættanlegrar lausnar fyrir sveitarfélögin verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu sambandsins. Gætu þær meðal annars falið í sér að fulltrúar sveitarfélaga hætti þátttöku í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga og jafnframt að sambandið dragi sig út úr vinnu við gerð samkomulags á milli ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Á meðan á viðræðum stendur munu fulltrúar sveitarfélaga engar ákvarðanir taka í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga."

18. Klappahraun - íbúðir - 1809008

Sigurður vék af fundi vegna vanhæfis, Friðrik varamaður tók sæti hans.
Á síðasta fundi var samþykkt að selja Birkihraun 9 fyrir 16 m.kr. Jafnframt hefur náðst samkomulag við VÍS um tryggingabætur vegna hitaveitutjóns upp á 17.7 m.kr.
Lögð fram tillaga um að fjármagnið sem fæst fyrir Birkihraun 9 vegna sölunnar og tryggingabóta, alls 33,7 m.kr., verði nýtt til að kaupa nýja 106 fm. íbúð í nýjum raðhúsum í Klappahrauni sem Húsheild er að byggja.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Húsheild.
Sigurður kom aftur inn á fundinn í stað varamanns.

19. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

20. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 9. fundar skipulagsnefndar dags. 19. mars 2019 lögð fram. Fundargerðin er í 15 liðum.
Liðir nr. 4, 5, 6 og 7 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 10, 11, 12 og 13.

Liður 2: Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020
Tekið fyrir að nýju erindi varðandi gerð deiliskipulags fyrir Höfða. Skipulagslýsing var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins. Athugasemdir/umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fjöreggi, Minjastofnun, Landgræðslunni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa þar sem tekið yrði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar. Skiptar skoðanir voru hjá nefndarmönnum varðandi staðsetningar bílastæða og brúartengingu við Kálfaströnd.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Liður 3: Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019
Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar varðandi skipulag á miðsvæði. Skipulagslýsing var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fjöreggi, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Sigfúsi Illugasyni, Daða Lange, Garðari Finnssyni, Kristínu Sverrisdóttur og Birki Fanndal.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa þar sem tekið yrði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

21. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 8. fundar skóla- og félagsmálanefndar haldinn 20. mars 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 1, 2 og 8 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 5, 6 og 7.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

22. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð frá 27. fundi forstöðumanna dags. 19.3.2019 lögð fram.

23. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar HNÞ bs. dags. 11. mars 2019.

24. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð 869. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur