Upplýsingar óskast um kerfil og lúpínu

  • Fréttir
  • 27. mars 2019

Skútustaðahreppur hefur skipað starfshóp til að uppræta og/eða hefta útbreiðslu ágengra plantna í sveitarfélaginu. Auk fulltrúa hreppsins situr  í hópnum fólk frá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Norðausturlands, RAMÝ og Fjöreggi, félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit.
Ágengar plöntur eru skógarkerfill, spánarkerfill og lúpína. Óheimilt er að rækta þær eða að dreifa þeim á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Einnig er áhugi á að hefta útbreiðslu njóla og þistils. Fyrsta verk starfshópsins er að kortleggja útbreiðsluna. Vinnan tekst því betur sem glöggir vegfarendur, landeigendur, íbúar og annað áhugafólk lætur sig málið varða. Starfshópurinn óskar hér með eftir að þeir sem búa yfir upplýsingum um útbreiðslu nefndra tegunda eða vilja láta sig málið varða að hafa samband, símleiðis eða með tölvupósti.

Siggi á gautlond@simnet.is eða í síma 897-7811,
Daði á dadi@land.is eða í síma 894-4215 og
Davíð á myvatn@ust.is eða í síma 822-4039


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ