15. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 13. mars 2019

15. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 13. mars 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að taka eitt mál á dagskrá fundarins með afbrigðum:
1705024 - Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að setja málið á dagskrá fundarins undir dagskrárlið nr. 8 og færast aðrir dagskrárliðir sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur - Lýðheilsustefna - 1901044

Lögð fram endurskoðuð lýðheilsustefna fyrir Skútustaðahrepp og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi í Skútustaðahreppi en stefnan var unnin af stýrihóp um Heilsueflandi samfélag. Hún byggir á stefnu eldri stýrihóps frá 2015. Sveitarstjórn vísaði henni í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu. Engar athugasemdir bárust. Velferðar og menningarmálanefnd hefur samþykkt endurskoðaða lýðheilsustefnu fyrir sitt leyti.

Sveitarstjórn samþykkir lýðheilsustefnuna samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með hana.

2. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Í framhaldi af bókun velferðar- og menningarmálanefndar Skútustaðahrepps um aðstoð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um úttekt og aðstoð varðandi Bókasafn Mývatnssveitar var haldinn fundur miðvikudaginn 27. febrúar 2019 í aðstöðu bókasafnsins í Skjólbrekku. Fyrir hönd Menningarmiðstöðvar þingeyinga mættu Jan Aksel Harder Klitgaard forstöðumaður og Bryndís Sigurðardóttir deildarstjóri bókasafnsins á Húsavík. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þuríður Pétursdóttir bókasafnsvörður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður velferðar- og menningarmálanefndar og Sigurður Guðni Böðvarsson og Dagbjört Bjarnadóttir úr sveitarstjórn.
Í framhaldi af fundinum sendi forstöðumaður MMÞ fram hugmyndir um ýmsar úrbætur til að byggja upp bókasafnið til framtíðar. Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að heimild fáist til þess að taka upp rafræna skráningu í Landskerfi bókasafna (Gegni) og fara í grisjun og ýmsar aðrir breytingar. Þá býðst MMÞ til þess að aðstoða og ráðleggja eftir bestu gestu við uppbyggingu safnsins. Þá hefur menningarfélagið Gjallandi einnig boðið fram aðstoð sína.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um næstu skref þar sem fram kemur m.a. eftirfarandi vegna kostnaður við að tengjast Gegni:
- Þjónustusamningur: Mánaðarleg greiðsla, aðild að Gegni er 9.000 kr. vsk.
- Stofnkostnaður (hlutafé): 265.000 kr. til Landskerfis bókasafna. Innifalinn aðgangur að þjónustuvef og þjónustuborði í gegnum verkbeiðnakerfi.
- Annar kostnaður: 100.000 kr.
- Stofnkostnaður er því um 350.000 kr. Árlegur kostnaður um 150.000 kr.
Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 2 m.kr. í mótframlag vegna skráningar á bókasafnið, nýjar hillur o.fl. Stofn- og rekstararkostnaður rúmast því innan fjárheimildar ársins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bókasafnið taki upp rafræna skráningu og felur velferðar- og menningarmálanefnd verkstjórn í samráði við MMÞ og bókasafnsvörð.

3. Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035

Á sveitarstjórnarfundi 13.2. 2019 lagði sveitarstjóri fram til kynningar drög að verklagsreglum um gerð viðauka við fjárhagsáætlun líkt og sveitarstjórn samþykkti að gera á 9. fundi sínum 28.11.2018. Er þetta gert í kjölfar bréfs til sveitarfélaga frá reikningsskila- og upplýsinganefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 7. nóv. 2018 til allra sveitafélaga varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Voru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið yrði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum að senda verklagsreglurnar til yfirferðar hjá endurskoðanda sveitarfélagsins sem kom með tillögur að nokkrum breytingum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar verklagsreglur með áorðnum breytingum.

4. Birkihraun 9 - Hitaveitutjón - 1901038

Halldór mætti til fundar.
Framhald frá seinasta fundi þar sem samþykkt var að fresta ákvörðun um hvort selja ætti Birkihraun 9 í kjölfar hitaveitutjóns þangað til samkomulag við VÍS um tryggingabætur fyrir Birkihraun 9 liggja fyrir.

Fyrir liggur tillaga að samkomulagi við VÍS um tryggingabætur dags. 11.3.2019 að verðmæti 17.766.000 kr. sem er 35% hækkun frá fyrra mati.
Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið við VÍS með 4 atkvæðum, Halldór greiðir atkvæði á móti.
Fjögur gild tilboð bárust í Birkihraun 9:
Snæuglan ehf. 4.100.000 kr.
Anton Freyr Birgisson 10.100.000 kr.
Ólafur Ragnarsson 13.050.000 kr.
Jón Friðriksson 16.000.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir með 3 atkvæðum að ganga til samninga við hæstbjóðanda. Halldór greiðir atkvæði á móti og Elísabet situr hjá.

5. Samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps - 1902030

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps þar sem lagt er til að byggingarfulltrúinn fá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, svo sem útgáfu byggingarleyfa til samræmis við 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, enda eigi byggingarleyfin stoð í skipulagi og lögum um mannvirki.

Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar samhljóða.

6. Orkustofnun - Beiðni um umsögn um nýtingarleyfi jarðhitasvæðis við Námafjall (Bjarnarflag) - 1902004

Lagt fram að nýju bréf 24. janúar 2019 frá Orkustofnun með beiðni um umsögn um nýtingarleyfi jarðhitasvæðis við Námafjall (Bjarnarflag) fyrir Landsvirkjun til næstu 65 ára. Um er að ræða gömlu gufustöðina í Bjarnaflagi sem tekin var í notkun 1969 en er nú verið að endurnýja. Hitaveita Reykjahlíðar er m.a. tengd kerfinu en varmi úr skiljuvatni er nýttur til upphitunar ferskvatns fyrir hitaveituna. Sveitarstjórn hafði áður vísað umsögninni til umfjöllunar í umhverfisnefnd sem bókaði að hún leggst ekki gegn umsókninni með þeim fyrirvara að í ljósi nálægðar við byggðina verði gerð krafa um notuð verði nýjasta tækni við mengunarvarnir á hverjum tíma, þar með talið vegna hávaða, losun á gasi og mengun grunnvatns. Jafnframt leggur umhverfisnefnd til að nýtingarleyfi verði að hámarki veitt til 40 ára.

Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfisnefndar. Jafnframt telur sveitarstjórn óásættanlegt að affallsvatni frá virkjuninni sé veitt á yfirborðið. Einnig verði ströngustu kröfum um mengunarvarnir og útblástur fylgt í hvívetna sökum nálægðar við íbúabyggð. Þá verði sveitarstjórn upplýst reglulega um niðurstöður mengungarvarnarmælinga.

7. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

8. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar haldinn 27. febrúar 2019 kl. 15.30 í Kjarna, Laugum. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1: Samstarfssamningar slökkviliða ofl.
a. Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar (SA) og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar (BSÞ) um viðbragð við útköllum á starfssvæði BSÞ.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða með breytingatillögum brunavarnanefndar.
b. Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings (SN) og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar (BSÞ) um viðbrögð við útköllum á starfssvæði hvors liðs fyrir sig.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða með breytingatillögum brunavarnanefndar.
c. Samningur Neyðarlínunnar ohf. við BSÞ vegna Tetrastöðva.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

9. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar dags. 4. mars 2019. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn fyrir í þessari fundargerð undir lið 6.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

10. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 5. mars 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 1 og 2 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 1 og 2.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

11. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 868. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22. febrúar 2019.

12. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 317. fundar stjórnar Eyþíngs dags. 15. febrúar 2019.
Jafnframt lögð fram fundargerð fulltrúarráðsfundar Eyþings dags. 15. febrúar 2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur