Fróđleg fráveituheimsókn til Uddevalla í Svíţjóđ

  • Fréttir
  • 16. mars 2019

Í síðustu viku fóru fulltrúar sveitarfélagsins ásamt fulltrúum Landgræðslunnar, Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlitsins til Uddevalla í Svíþjóð til að kynna sér fráveitumál þar í borg. Uddevalla hefur verið í fararbroddi í Svíþjóð í fráveitumálum en lausn þeirra felst í aðskilnaði svartvatns og grávatns sem er sambærileg hugmyndafræði og við erum að vinna eftir hér í Mývatnssveit. Ferðin var fróðleg og gagnleg og fengum við góðar móttökur hjá Svíunum.

Í Uddevella búa um 55 þúsund manns en bærinn liggur innst í firði þar sem viðtakinn er skilgreindur sem viðkvæmur. Fyrstu hugmyndir um aðskilnað svartvatns og grávatns í Uddevalla komu fram fyrir tíu árum en framkvæmdin hófst af fullum krafti árið 2011. Um þróunarverkefni hefur verið að ræða og sveitarfélagið verið verðlaunað fyrir það. Verkefnin í Uddevalla og Mývatnssveit eru að mörgu leyti

svipuð en þó er sá munur á að Uddevalla hefur farið þá leið að nýta gamla steypta mykjutanka sem geymslutanka fyrir svartvatnið og leigt tankana af bændum. Í Mývatnssveit verður hins vegar byggður geymslutankur á Hólasandi í sumar og svartvatnið notað til uppgræðslu með því að plægja það niður. Uddevalla notar hins vegar svartvatnið til yfirborðsdreifingar á ræktartún og hefur sveitarfélagið sett sér frekar strangar reglur um meðhöndlun á svartvatninu, enda kom fram að reglugerðir í Evrópusambandslandinu Svíþjóð ná ekki að fylgja eftir þeirri öru þróun sem á sér stað í fráveitumálum, ekki frekar en regluverkið á Íslandi.

Helgi Héðinsson oddviti og Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi skoða geymslutank fyrir svartvatn og hvernig staðið er að dælun og hreinsun.

Leiðarljósið í Uddevalla var að hafa verkefnið eins einfalt og hægt væri og hefur það gengið eftir. Unnið er eftir stöðluðu gæðakerfi. Hefur þessi aðferðarfræði vakið athygli á öðrum Norðurlöndum og fleiri sveitarfélög eru að feta sig í þessa átt, m.a. í Noregi og Finnlandi. Í dag er kerfið aðallega nýtt í dreifbýlinu en hugmyndir eru um að þróa það áfram í borgum eins og í Helsingborg. Sveitarfélagið Uddevalla hefur tekið þá ákvörðun að þróa fráveituverkefnið áfram. Ýmsar áskoranir fylgja slíku verkefni en Svíarnir telja sig vera á réttri leið og ætla ótrauðir að halda áfram.

Efsta mynd: Íslenska sendinefndin ásamt fulltrúum Uddevalla við einn svartvatnssafntankinn. Fulltrúar Skútustaðahrepps í ferðinni voru sveitarstjóri, oddviti og skipulagsfulltrúi.

Helgi Héðinsson oddviti og Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi skoða geymslutank fyrir svartvatn og hvernig staðið er að dælun og hreinsun.

Íslenska sendinefndin fylgist með fyrirlestri frá starfsfólki Uddevalla um fráveitumálin. Fulltrúar Uddevalla sýndu fráveituverkefninu í Mývatnssveit mikinn áhuga og stefna að því að heimsækja okkur sumarið 2020.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. júní 2019

Sumarlokun hreppsskrifstofu 2019

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 23. maí 2019

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar