Ný lýđheilsustefna – Markmiđiđ ađ verđa heilbrigđasta og hamingjusamasta sveitarfélag landsins

  • Fréttir
  • 14. mars 2019

Sveitarstjórn hefur samþykkt nýja og uppfærða lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi í Skútustaðahreppi. Nýju lýðheilsustefnuna má nálgast á heimasíðu Skútustaðahrepps. Yfirmarkmið hennar er að  Skútustaðahreppur verði heilbrigðasta og hamingjusamasta sveitarfélag landsins 2030.

Skútustaðahreppur er sveitarfélag sem hefur fjölskylduna í fyrirrúmi. Almenn markmið eru að  Skútustaðahreppur veiti öllum jöfn tækifæri til að eflast og þroskast óháð aldri, uppruna, efnahag og kynferði og vinni þannig gegn fordómum. Skútustaðahreppur leggur áherslu á að efla lýðheilsu allra aldurshópa með það að markmiði að viðhalda og bæta heilbrigði og auka lífsgæði og hamingju íbúa sveitarfélagsins. Þá er mikilvægt að  virkja eldra fólk til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi svo það geti séð lengur um sig sjálft og lifað með reisn. Hreyfing er besta forvörnin og meðferð við mörgum sjúkdómum.

Jafnframt er lögð áhersla á að skapa íbúum tækifæri til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og tómstundaiðju. Áhersla er jafnframt lögð á að markvissar forvarnir fari fram á sviði uppeldis- og menntunar, næringar, hreyfingar, geðræktar, tannverndar, ofbeldis- og slysavarna og áfengis- vímu,- og tóbaksvarna og að við stefnumótun og áætlanagerð sveitarfélagsins verði gætt að áhrifum heilsu og líðan á íbúa samfélagsins. Heilsa verður í forgrunni í öllum stefnum sveitarfélagsins og  krefst það þess að alltaf sé stuðst við gagnreyndar upplýsingar um áhrif þátta á heilsufar.

Í stýrihóp um uppfærða Lýðheilsustefnu sátu sveitarstjóri, Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi og Jóhanna Jóhannesdóttir lýðheilsufræðingur.

Lýðheilsustefna Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. ágúst 2019

Frá Íţróttamiđstöđ Skútustađahrepps

Fréttir / 28. júní 2019

Sumarlokun hreppsskrifstofu 2019

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Skipulagsfulltrúi óskast

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 10. júní 2019

Dagskrá 21. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 3. júní 2019

Vinsamlegast athugiđ- Rotţrćr losađar

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram