7. fundur

 • Velferđar- og menningarmálanefnd
 • 5. mars 2019

7. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 5. mars 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður og Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

       Dagskrá:

1. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Í framhaldi af bókun velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps um aðstoð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um úttekt og aðstoð varðandi Bókasafn Mývatnssveitar var haldinn fundur miðvikudaginn 27. febrúar 2019 aðstöðu bókasafnsins í Skjólbrekku. Fyrir hönd Menningarmiðstöðvar þingeyinga mættu Jan Aksel Harder Klitgaard forstöðumaður og Bryndís Sigurðardóttir deildarstjóri bókasafnsins á Húsavík. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þuríður Pétursdóttir bókasafnsvörður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður velferðar- og menningarmálanefndar og Sigurður Guðni Böðvarsson og Dagbjört Bjarnadóttir úr sveitarstjórn.

Í framhaldi af fundinum sendi forstöðumaður MMÞ fram hugmyndir um ýmsar úrbætur til að byggja upp bókasafnið til framtíðar. Farið yfir minnisblaðið.
Nefndin samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að heimild fáist til þess að taka upp rafræna skráningu í Gegni og fara í grisjun og ýmsar aðrir breytingar. Þá býðst MMÞ til þess að aðstoða og ráðleggja eftir bestu gestu við uppbyggingu safnsins. Þá hefur menningarfélagið Gjallandi einnig boðið fram aðstoð sína.

2. Skútustaðahreppur - Lýðheilsustefna - 1901044

Lögð fram endurskoðuð lýðheilsustefna fyrir Skútustaðahrepp en hún var unnin af stýrihóp um Heilsueflandi samfélag. Hún byggir á stefnu eldri stýrihóps frá 2015. Sveitarstjórn vísaði henni í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu. Engar athugasemdir bárust.

Nefndin samþykkir lýðheilsustefnuna fyrir sitt leyti.

3. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Lögð fram ítarlegri skýrsla frá Þekkingarneti Þingeyinga um niðurstöður könnunar um hamingju og líðan Mývetninga. Einnig lagt fram minnisblað frá stýrihóp um verkefnið.

Næsta skref verður að kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum sveitarfélagsins á íbúafundi mánudaginn 11. mars kl. 20.00 í Skjólbrekku. Jafnframt verður fræðslufyrirlestur og svo hópavinna þar sem íbúar eru hvattir til þess að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að auka hamingju og líðan Mývetninga.

4. Félag eldri Mývetninga - Ársskýrsla - 1902048

Lögð fram ársskýrsla fyrir árið 2018 frá Félagi eldri Mývetninga.

Nefndir fagnar gróskumiklu starfi félagsins.

5. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 - 1810015

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum 9. október 2018 að endurskoða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Í jafnréttisáætlun skal m.a. koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu almennt lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Skipaður var stýrihópur um endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar. Sæmundur Þór Sigurðsson var fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar í stýrihópnum, aðrir fulltrúar komu frá starfsfólki Skútustaðahrepps, þau Arnþrúður Dagsdóttir og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir (formaður). Með nefndinni starfaði sveitarstjóri.

Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2019-2022.
Nefndinni líst vel á áætlunina og vísar henni til umsagnar Jafnréttisstofu áður en hún fer fyrir sveitarstjórn.

6. Skútustaðahreppur Menningarstefna - 2019-2022 - 1808042

Unnið að endurskoðun Menningarstefnu Skútustaðahrepps fyrir árin 2019-2022.

Endurskoðun stefnunnar verður framhaldið á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020